Kári lagði Persónuvernd Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2023 17:11 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Taldi ákvörðun tekna á röngum grundvelli Í nóvember árið 2021 stefndi Íslensk erfðagreining Persónuvernd og Landspítalanum, og krafðist málskostnaðar. Landspítalinn gerði ekki kröfur í málinu. Íslensk erfðagreining taldi að ákvörðun Persónuverndar væri tekin á röngum grundvelli og haldin margvíslegum og alvarlegum annmörkum. Þá taldi Íslensk erfðagreining að litið hefði verið fram hjá því við ákvörðunina að fyrirtækið hefði verið að vinna í þágu og að beiðni heilbrigðis-og sóttvarnayfirvalda, í því skyni að veita þeim einstaklingum sem lágu á spítala vegna COVID-19 læknismeðferð. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að við meðferð Persónuverndar, á frumkvæðisrannsókn sinni í málinu hafi stofnunin leitað ítrekað eftir svörum frá Landspítala vegna blóðsýnatökunnar á Landspítala, og freistað þess að fá upplýsingar um hvort sýnatakan hefði verið gerð í meðferðartilgangi. Svör forstjóra Landspítala voru hins vegar óljós: Persónuvernd borið að rannsaka nánar „Dómurinn telur að í ljósi þess hversu viðurhlutamikinn stefndi, Persónuvernd, mat þann óskýrleika og það misræmi sem stofnunin taldi fram komið í svörum stefnanda annars vegar og stefnda, Landspítala, hins vegar, hefði stefnda, Persónuvernd, borið að rannsaka þetta atriði nánar. Þá hefði stefnda, Persónuvernd, verið rétt að veita stefnanda andmælarétt áður en stofnunin tók hina umþrættu ákvörðun sína 23. nóvember 2021. Þetta á sérstaklega við þar sem með hliðsjón af því sem að framan er rakið virðast verulegar líkur á að niðurstaða stofnunarinnar hefði orðið önnur ef stefnandi hefði notið andmælaréttar,“segir í dómnum. Þá kemur fram að í þessu sambandi verði einnig að horfa til þess að ákvörðun Persónuvernda er tekin á grundvelli frumkvæðisrannsóknar sem augljóst sé að stofnunin var í engu tímahraki að ljúka. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Taldi ákvörðun tekna á röngum grundvelli Í nóvember árið 2021 stefndi Íslensk erfðagreining Persónuvernd og Landspítalanum, og krafðist málskostnaðar. Landspítalinn gerði ekki kröfur í málinu. Íslensk erfðagreining taldi að ákvörðun Persónuverndar væri tekin á röngum grundvelli og haldin margvíslegum og alvarlegum annmörkum. Þá taldi Íslensk erfðagreining að litið hefði verið fram hjá því við ákvörðunina að fyrirtækið hefði verið að vinna í þágu og að beiðni heilbrigðis-og sóttvarnayfirvalda, í því skyni að veita þeim einstaklingum sem lágu á spítala vegna COVID-19 læknismeðferð. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að við meðferð Persónuverndar, á frumkvæðisrannsókn sinni í málinu hafi stofnunin leitað ítrekað eftir svörum frá Landspítala vegna blóðsýnatökunnar á Landspítala, og freistað þess að fá upplýsingar um hvort sýnatakan hefði verið gerð í meðferðartilgangi. Svör forstjóra Landspítala voru hins vegar óljós: Persónuvernd borið að rannsaka nánar „Dómurinn telur að í ljósi þess hversu viðurhlutamikinn stefndi, Persónuvernd, mat þann óskýrleika og það misræmi sem stofnunin taldi fram komið í svörum stefnanda annars vegar og stefnda, Landspítala, hins vegar, hefði stefnda, Persónuvernd, borið að rannsaka þetta atriði nánar. Þá hefði stefnda, Persónuvernd, verið rétt að veita stefnanda andmælarétt áður en stofnunin tók hina umþrættu ákvörðun sína 23. nóvember 2021. Þetta á sérstaklega við þar sem með hliðsjón af því sem að framan er rakið virðast verulegar líkur á að niðurstaða stofnunarinnar hefði orðið önnur ef stefnandi hefði notið andmælaréttar,“segir í dómnum. Þá kemur fram að í þessu sambandi verði einnig að horfa til þess að ákvörðun Persónuvernda er tekin á grundvelli frumkvæðisrannsóknar sem augljóst sé að stofnunin var í engu tímahraki að ljúka.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira