Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 11:39 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. Grafík/Hjalti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar. Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Elva Hrönn var gestur í þættinum Dagmál í dag þar sem hún ræddi framboð sitt til formanns stéttarfélagsins VR. Hún fer þar á móti sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Í þættinum segir Elva að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram, sérstaklega þar sem hún sé að leggja starf sitt undir. „Ég er að vinna með frábæru samstarfsfólki. Þetta er svo margt sem ég er að missa ef ég vinn ekki kosningarnar. En það er líka margt sem ég fæ ef ég vinn. Ég fæ þennan „platform“ til að gera mitt og gefa meira af mér. Í samtali mínu við mína stjórnendur var það niðurstaðan að það yrði best að ég færi í uppsögn ef að þessu vindur ekki fram eins og ég vona,“ segir Elva. Ekki raunin í mörgum tilfellum Andrés Magnússon, stjórnandi þáttarins, spyr þá hvort það sé eðlilegt í svona baráttu að þeir sem bjóði sig fram gegn sitjandi formanni missi starfið tapi þeir kosningunni. „Ég held að í mörgum öðrum tilfellum væri þetta ekki raunin. En þegar þú ert að tala um svona ofboðslega áberandi persónur og leikendur í verkalýðshreyfingunni sem standa fyrir ákveðna hluti og fara fram með ákveðnum hætti þá er þetta niðurstaðan. Þetta veltur á því hver er í formannssætinu hverju sinni,“ segir Elva. Frambjóðendurnir tókust á í Pallborðinu á Vísi fyrr í vikunni. Klippa: Frambjóðendur til formanns VR tókust á í Pallborðinu Hugmyndin hafi verið Elvu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og mótframbjóðandi Elvu, svarar henni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Hann segir það ekki satt að hann hafi gert henni það ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt til vinnu tapaði hún kosningunni. „Ekkert er fjarri sanni í þeim efnum og reyndar var það þannig að þegar hún tilkynnti mér að hún ætlaði að bjóða sig fram tók hún það skýrt fram, að fyrra bragði, að hún myndi láta af störfum fari kosningin ekki á hennar veg,“ segir Ragnar. Hann segir starf forystufólks í stéttarfélögum snúast fyrst og síðast um hagsmuni félagsfólk og kallar eftir því að fá frekari innsýn í þau málefni, lausnir og hugmyndir sem Elva hefur fram að færa. „Heldur en að dylgja um að ég eða aðrir hafi með einhverjum hætti ógnað starfsöryggi hennar persónulega, sem er fjarri sanni,“ segir Ragnar.
Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira