Hvað má bylting á sviði læknavísinda kosta? Jakob Falur Garðarsson skrifar 8. mars 2023 09:00 Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Við spurningunni um hvers virði er góð heilsa kynnu margir að segja að hún sé ómetanleg. Þegar fram eru komin lyf sem læknað geta áður ólæknanlega sjúkdóma, jafnvel erfðatengda og meðfædda sem annars hefðu háð einstaklingnum alla ævi og hamlað hefðbundinni þátttöku í samfélaginu, kann að þurfa að hnika svarinu í átt að krónu og aurum. Þar er í komið inn á svið siðferði og í sumum tilvikum allt að því harðneskjulegu mati á kostnaði heilbrigðiskerfa og samfélagslegrar virðisrýrnunar við umönnun einstaklings í einhverja áratugi, á móti upphafskostnaði við læknismeðferð. Þau eru ekki öfundsverð sem þurfa að stunda slíkan útreikning. Spurningin er þá orðin: Hvers virði er heilbrigt líf? Vel þekkt er hversu flókin, tímafrek og kostnaðarsöm þróun nýrra lyfja er. Sá kostnaður verður umtalsvert hærri þegar um er að ræða lyf sem ekki eru ætluð til meðferðar stórra sjúklingahópa, heldur eru jafnvel sniðin að hverjum og einum einstaklingi fyrir sig, líkt og tilfellið er með svokallaða gena- og frumumeðferð, eða ATMP, sem stendur fyrir Advanced Therapy Medicinal Products. ATMP gena- og frumumeðferðum hefur verið líkt við byltingu í lyfjavísindum. Eðli málsins samkvæmt er kostnaður við þessi nýju meðferðarúrræði mishár, en hann getur hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum milljóna króna. Þá eru sjúkdómarnir sem fengist er við misjafnir og fólki mishamlandi. Frumtök, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali bjóða til ráðstefnu um málefnið næsta mánudag. Sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, koma þá saman og fjalla um meðferðarúrræði og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Ekki verður undan því vikist að ræða þar líka siðferðileg álitamál í tengslum við kostnaðinn við að tryggja fólki heilsu og lífsgæði og taka fulltrúar stjórnmálanna til viðbótar við fyrirlesara þátt í umræðum í lok dagskrár. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins er sífelld áskorun og sú tilhugsun er erfið að vegna kostnaðar gæti þurft að neita fólki um lækningu sem fram er komin á hamlandi sjúkdómum. En komi til þess verður það vonandi bara um skamman tíma. Í gegnum tíðina höfum við jú almennt séð þá þróun að ný og dýr meðferðarúrræði koma til sögunnar, sem hafa svo lækkað í verði eftir því sem tækni þróast og skilningur á notkun þeirra eykst. Sjálfsagt sjáum við sömu þróun varðandi þessi nýju meðferðarúrræði, en þó er hér vissulega um að ræða áskorun sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna, þar sem fyrirlesarar varpa ljósi á ýmsa þætti gena- og frumumeðferðar, er að finna á heimasíðu Frumtaka. Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar