Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. mars 2023 10:00 Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun