Minkamars - Áskorun til stjórnvalda að banna loðdýraeldi á Íslandi Björn M. Sigurjónsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar