Engri losun vegna kola sópað undir teppið Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 07:00 Kol eru meðal annars notuð í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þau eru ekki lengur talin með í tölum Orkustofnunar um frumorkunotkun. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda vegna kolanotkunar stóriðju á Íslandi er talin fram í losunarbókhaldi hennar þrátt fyrir að Orkustofnun telji kolin ekki lengur hluta af frumorkunotkun á landinu. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun segir að engin losun sé dulin með breytingunni. Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Kol voru talin hluti af frumorkunotkun í tæp áttatíu ár í samantekt Orkustofnunar um frumorkunotkun á Íslandi. Breyting varð á með samantekt fyrir árið 2020 en þá voru kol ekki lengur talin með í frumorkunotkun þar sem þau væru aðeins notuð í iðnaðarferla. Árið 2020 var það fyrsta þar sem hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa náði níutíu prósentum. Hlutfallið hækkaði um 6,2 prósentustig á milli ára. Brotthvarf kolanna úr orkublöndunni var þó aðeins brot af ástæðunni fyrir því. Kol voru þannig um 1,8 prósent af frumorkunotkun Íslands árið 2019, síðasta árið sem þau voru talin með í skýrslu Orkustofnunar. Alls gáfu þau 4,7 petajúl (PJ) af orku. Á milli áranna 2019 og 2020, fyrsta árs kórónuveiruheimsfaraldursins, dróst olíunotkun saman um fjórtán petajúl á sama tíma og endurnýjanlegir orkugjafar stóðu svo gott sem í stað. Losunin í bókhaldi stóriðju í ETS-kerfinu Iðnaðarferlarnir sem Orkustofnun vísar til að kolin séu notuð í eru annars vegar ál- og hins vegar kísilmálmframleiðsla. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun, segir við Vísi að kolin séu notuð við efnahvörf til þess að losa ál og kísil frá súrefni í súráli annars vegar og kísiloxíði hins vegar. Framleiðslan sé knúin með raforku og kolin ekki notuð fyrir orku. Kol sem eru notuð við rafgreiningu súráls hafa ekki verið inni í frumorkunotkunarskýrslu Orkustofnunar, ólíkt kolum sem eru brennd í kísilverum. Sigurður segir að breytingin sem var gerð í skýrslunni sem kom út árið 2021 sé sú að kol kísilveranna séu ekki lengur talin með. Sigurður Friðleifsson, sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Losun gróðurhúsalofttegunda sem kolanotkunin veldur sé þó ekki sópað undir teppið með þeirri breytingu. Útblástur stóriðjunnar fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) en er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. „Það verður náttúrulega til koltvísýringur sem er bara í bókhaldi þessara fyrirtækja og í ETS-kerfinu þannig að það er ekkert verið að sópa losuninni neitt. Hún er öll bókuð og skilgreind,“ segir Sigurður. Verðum aðeins meira best í heimi Skýrsla Orkustofnunar um frumorkunotkun hefur heldur ekkert með skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum að gera. Breytt skilgreining kola í henni hafi engin áhrif á losunarbókhalds Íslands. Engar beinar alþjóðlegar skuldbindingar eru um frumorkunotkunina sem slíka. Kolin hafi aðeins verið lítill hluti af frumorkunotkun Íslands eins og hún var skilgreind. Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í frumorkunotkun aukist vissulega við breytinguna en Ísland hafi hvort eð er verið fremst í heimi í þeim efnum. „Við erum náttúrulega langbest í heimi þar og við erum örlítið meira best í heimi við þessa breytingu,“ segir hann.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira