Miklir vaxtamöguleikar sjókvíeldis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 1. mars 2023 21:01 Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Halla Signý Kristjánsdóttir Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun