Með eða á móti Eflingu (og Sólveigu Önnu) Gylfi Þór Gíslason skrifar 25. febrúar 2023 14:01 Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar gat ég ekki annað en dást að henni fyrir skelegga framkomu og baráttuvilja hennar fyrir betri kjörum félagsmanna Eflingar. Hvernig hún barðist fyrir starfsfólk á leikskólum og annara í sínu verkalýðsfélagi. Hvernig hún bauð viðsemjendum sínum birginn og náði fram góðum samningum. Nú standa yfir kjaradeilur Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Efling boðar verkföll undir forystu Sólveigar Önnu. Það hefur verið hennar stíll að boða til verkfalla. Verkfallsrétturinn er dýrmætur og sterkt vopn. Honum á að beita ef allt þrýtur og þurfa þykir. Það þekki ég sem lögreglumaður. Ekki höfum við lögreglumenn verkfallsrétt, sem þýðir að við erum ávallt síðastir í röðinni þegar kemur að kjarasamningum opinberra starfsmanna. Það er ekki hægt annað en að dást að kraftinum í Eflingu. En svo má aftur á móti gagnrýna Sólveigu Önnu sem formann Eflingar, að hafa ekki farið með í samningaviðræður með öðrum verkalýðsfélögum í haust og reyna að ná þar fram enn betri samningum. Því alltaf má gera betur. En staðan er núna þessi að Efling er í harðri kjarabaráttu og er aðdáunarvert að sjá hvað Efling, undir forystu Sólveigar Önnu, stendur föst á sínu með sínu fólki. Þótt deila megi um aðferðir. Það er dapurt að horfa upp á hve kjör félagsmann Eflingar eru slæm á meðan fyrirtækin í landinu skila ofur hagnaði. En ekki get ég tekið undir að það sé mikið dýrara að lifa á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. Á hinni svokallaðri landsbyggð eru ekki eins miklir möguleikar á lágu vöruverði, húshitunarkostnaður mun hærri og dýrt að þurfa að sækja flesta þjónustu í heilbrigðiskefinu á höfuðborgarsvæðið. Það er sótt að Eflingu víðar en af atvinnurekendum. Ríkissáttasemjari reyndi að troða upp á Eflingarfólk samningum sem forysta Eflingar hefur neitað að samþykkja. Með miðlunartillögu gegn vilja Eflingar og SA. Síðasta útspil SA er að setja á verkbann á Eflingarfólk. Þar er enn ein árásin á láglaunafólk, sem ég tel vera liður í því að fá ríkisstjórnina til að setja lög á þessa deilu. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að bæta kjör hinna lægst launuðu. Það eina sem hún gerir er að kynda undir verðbólgubálinu með hækkunum sínum um áramótin. Verðbólgan kemur verst niður á þeim sem lökust hafa kjörin. Ríkisstjórnin á að stór lækka skatta á láglaunafólk og setja á leiguþak svo eitthvað sé nefnt. Ég styð heilshugar félagsmenn Eflingar fyrir bættum kjörum og megi þau ná sem hagstæðustu samningum verkafólki til heilla. Allt alvöru jafnaðarfólk hlýtur einnig að standa með Eflingu í sinni baráttu fyrir bættum kjörum þeirra og annarra láglaunahópa. Höfundur er formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar