EOS módelið: Fundum breytt, forgangsröðun verkefna og allir mældir Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 07:01 Bjarki Jóhannesson, stjórnendaþjálfi og EOS Implementer hjá Bravo segir eitt af því sem hann hafi lært af EOS aðferðarfræðinni er að þetta er módel sem virkar fyrir fyrirtæki hvort sem þar starfa fimm manns, tuttugu manns, fimmtíu manns eða fleiri. Ánægjulegast sé að sjá hversu vel fyrirtækjunum gengur í framhaldinu að ná markmiðum sínum og hversu virkir allir starfsmenn eru. Vísir/Vilhelm EOS er aðferðarfræði fyrir stærri og smærri fyrirtæki sem meðal annars tryggir að fundir séu markvissari, forgangsröðun verkefna sé alltaf í takt við markmið fyrirtækisins, gögn séu notuð og allir séu mældir. „Ég kynntist þessu þannig að árið 2019 var ég að skoða ýmsar leiðir fyrir fyrirtæki að styðjast við til að ná sem bestum árangri. Ég var bara að gúggla á netinu og fór að rekast aftur og aftur á EOS og svona setningar eins og „við hefðum ekki getað þetta án EOS,“ eða „við notum EOS“ og svo framvegis,“ segir Bjarki Jóhannesson, stjórnendaþjálfari hjá Bravo og EOS Implementer um það hvað gerði það að verkum að hann kynntist EOS á sínum tíma. EOS er aðferðarfræði fyrir stærri og smærri fyrirtæki sem gengur út á að skapa fyrirtækjum skýra sýn, umgjörð fyrir drifkraft til að ná markmiðum sínum og byggja upp ábyrga og heilbrigða fyrirtækjamenningu. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um EOS aðferðarfræðina, en samkvæmt heimasíðu EOS styðjast ríflega 170 þúsund fyrirtæki í heiminum í dag við þetta módel. Virkar fyrir stór og lítil fyrirtæki EOS er skammstöfun fyrir „Entrepreneurial Operating System“ og segir Bjarki söguna á bakvið aðferðarfræðina nokkuð skemmtilega, en höfundur hennar heitir Gino Wickman. „Í stuttu máli verður aðferðarfræðin til í kjölfar þess að Gino Wickman tekur við fyrirtæki fjölskyldunnar um aldamótin , sem þá var í basli. Hann fer þá að sækja sér upplýsingar og reyna að læra af öðrum eftir því sem hann gat og skoðaði þá mismunandi aðferðarfræði og leiðir sem ýmsir fræðimenn höfðu lagt fram,“ segir Bjarki og bætir við: „Úr verður að ekki aðeins tókst honum að snúa rekstri fyrirtækisins við og selja það, heldur áttar hann sig á því í kjölfarið að hann hafði í raun búið til módel sem virkaði. Það er EOS í dag en um þessa aðferðarfræði skrifaði hann bókina Traction sem kom út árið 2007 og selst hefur í milljónum eintaka.“ Bjarki starfaði sjálfur hjá Premis þegar hann kynnist EOS fyrst en það er síðar sem hann öðlaðist réttindi til að innleiða og vinna með fyrirtækjum að EOS, sem hann gerir í dag í gegnum fyrirtækið sitt Bravo. „Ég hef unnið með stórum og litlum fyrirtækjum og það sem er merkilegt við aðferðarfræði EOS er að hún virkar hvort sem fyrirtækin eru fimm manna, tuttugu manna, fimmtíu manna fyrirtæki eða stærri,“ segir Bjarki. Hvað finnst þér vera helsta gryfjan eða hindrunin hjá fyrirtækjum samt, við að innleiða EOS? Mikilvægast af öllu er að framkvæmdastjórn fyrirtækjanna sé að skuldbinda sig nægilega vel. Það er erfitt að vinna þessu framgang ef það er ekki til staðar.“ Bjarki segir svolítið um að íslensk fyrirtæki séu að taka upp EOS. Ekki aðeins viðskiptavinir á hans vegum, heldur einnig fyrirtæki þar sem stjórnendur hafa kynnst EOS sjálfir. Til dæmis í námi í Bandaríkjunum. Sex lykilþættir: Fundum breytt og fleira Bjarki segir aðferðarfræði EOS byggja á sex lykilþáttum, en þeir eru: Að fyrirtækið sé með skýra sýn. Að það sé rétt fólk í réttum sætum Að verið sé að nota gögn til að segja okkur hvernig gengur. Að draga fram málin og tækla þau Að skjala og einfalda öll mikilvægustu ferlin og tryggja að allir fylgi Að byggja upp drifkraft með ársfjórðungslegum forgangsverkefnum og fundarskipulagi. Eitt af því sem vekur athygli í EOS aðferðarfræðinni eru vikulegir fundir . En flest fyrirtæki eru með sína reglubundnu fundi nú þegar. Er verið að tala um að bæta við vikulegum fundum? „Nei alls ekki. Fundum er breytt þannig að þeir fylgi eftir EOS aðferðarfræðinni. Sem meðal annars tryggir þá að þeir verða mun markvissari. því oft fer rosalega langur tími í það á fundum að ræða ekki um þau mál sem mestu máli skipta,“ segir Bjarki og tekur dæmi: „Segjum til dæmis framkvæmdastjórnarfundur. Þar er áfram verið að rýna í fjárhagsgögn, hver deildarstjóri að segja frá sínum helstu verkefnum og svo framvegis, en bara með öðrum hætti Á vikulegum fundunum í EOS aðferðafræðinni fer fyrri hluti fundarins bara í að fara yfir stöðuna, án umræðna. Þar eru fimm mínútur teknar í hvern lið.“ Næst segir Bjarki að farið sé yfir skorkortið, stöðuna á forgangsverkefnum og hvort allir hafa lokið þeim verkefnum sem það tók að sér á síðasta fundi. Síðari hluti fundarins fer síðan í að draga fram og leysa úr þeim málum sem upp hafa komið í vikunni og/eða frá yfirferðinni í fyrri hluta fundarins. „Þau mál geta verið mörg og þá er gott að tryggja að forgangsröðunin sé rétt þannig að þau mál sem teljast mikilvægust séu tækluð fyrst en önnur mál leyst eða skoðuð síðar,“ segir Bjarki og bætir við: Aðferðafræðin tryggir að allir eru að vinna í réttu hlutunum og leysa þau mál sem skipta fyrirtækið mestu máli. Sérhæfðar deildir nota alveg sömu aðferðafræði á sínum fundum en geta bætt við dagskrárlið. Til dæmis að fara yfir sölutækifæri eða verkefni fyrir viðskiptavini.“ Þá segir Bjarki mikilvægt að minnast á fyrirtækjamenninguna sem slíka. „Því EOS miðar líka við að byggja upp ábyrga og heilbrigða fyrirtækjamenningu. Þess vegna tölum við ekki um skipurit heldur ábyrgðarrit. Þar sem ábyrgð og hlutverk hvers og eins starfsmanns er skýrt öllum. Gildin eru líka mjög mikilvæg og unnin aðeins öðruvísi en algengast er. Í hverjum ársfjórðungi setjast yfirmenn síðan niður með sínu fólki, fara yfir gildin og hvort viðkomandi telji sig mátast vel við þau.“ Þá segir Bjarki traust í öllum teymum mikilvægt atriði í EOS því það leiði til hreinskipta og opinna samskipta, sem er mikilvægur luti af heilbrigðri fyrirtækjamenningu. Hvað hefur þér fundist ánægjulegast við að sjá gerast hjá fyrirtækjum sem hafa tekið upp EOS aðferðarfræðina? „Það er auðvitað fyrst það hversu vel gengur að ná markmiðum fyrirtækisins. En ekkert síður það hvað það virkjast allir innan fyrirtækisins. Því EOS virkjar alla starfsmenn sem þýðir að dag frá degi eru miklu fleiri sem koma að borði með hugmyndir, tillögur að lausnum eða úrbótum og svo framvegis.“ Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðamenning Starfsframi Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Breytingar að skila sér: „Það þarf alltaf að byrja á því að taka til í eigin garði“ Mikilvægt að sporna við heilbrigðiskerfissóun segir Markús I. Eiríksson forstjóri HSS. 19. janúar 2023 07:00 Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Öskubuskusaga Sjóvá: Stemning og stress þegar niðurstöður kynntar Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, segir að sú vegferð sem fyrirtækið fór í til að ná 1.sæti í Ánægjuvoginni sé sannkölluð Öskubuskusaga. 16. febrúar 2023 07:01 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 Byggja upp fyrirtækjamenningu með sínu eigin DNA Fyrirtæki geta lært mikið af því að nýta sér leiðir sem alþjóðleg fyrirtæki hafa farið til að byggja upp fyrirtækjamenningu segir Jensína K. Böðvarsdóttir sem nú starfar hjá Valcon Conculting en var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen. 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Ég kynntist þessu þannig að árið 2019 var ég að skoða ýmsar leiðir fyrir fyrirtæki að styðjast við til að ná sem bestum árangri. Ég var bara að gúggla á netinu og fór að rekast aftur og aftur á EOS og svona setningar eins og „við hefðum ekki getað þetta án EOS,“ eða „við notum EOS“ og svo framvegis,“ segir Bjarki Jóhannesson, stjórnendaþjálfari hjá Bravo og EOS Implementer um það hvað gerði það að verkum að hann kynntist EOS á sínum tíma. EOS er aðferðarfræði fyrir stærri og smærri fyrirtæki sem gengur út á að skapa fyrirtækjum skýra sýn, umgjörð fyrir drifkraft til að ná markmiðum sínum og byggja upp ábyrga og heilbrigða fyrirtækjamenningu. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um EOS aðferðarfræðina, en samkvæmt heimasíðu EOS styðjast ríflega 170 þúsund fyrirtæki í heiminum í dag við þetta módel. Virkar fyrir stór og lítil fyrirtæki EOS er skammstöfun fyrir „Entrepreneurial Operating System“ og segir Bjarki söguna á bakvið aðferðarfræðina nokkuð skemmtilega, en höfundur hennar heitir Gino Wickman. „Í stuttu máli verður aðferðarfræðin til í kjölfar þess að Gino Wickman tekur við fyrirtæki fjölskyldunnar um aldamótin , sem þá var í basli. Hann fer þá að sækja sér upplýsingar og reyna að læra af öðrum eftir því sem hann gat og skoðaði þá mismunandi aðferðarfræði og leiðir sem ýmsir fræðimenn höfðu lagt fram,“ segir Bjarki og bætir við: „Úr verður að ekki aðeins tókst honum að snúa rekstri fyrirtækisins við og selja það, heldur áttar hann sig á því í kjölfarið að hann hafði í raun búið til módel sem virkaði. Það er EOS í dag en um þessa aðferðarfræði skrifaði hann bókina Traction sem kom út árið 2007 og selst hefur í milljónum eintaka.“ Bjarki starfaði sjálfur hjá Premis þegar hann kynnist EOS fyrst en það er síðar sem hann öðlaðist réttindi til að innleiða og vinna með fyrirtækjum að EOS, sem hann gerir í dag í gegnum fyrirtækið sitt Bravo. „Ég hef unnið með stórum og litlum fyrirtækjum og það sem er merkilegt við aðferðarfræði EOS er að hún virkar hvort sem fyrirtækin eru fimm manna, tuttugu manna, fimmtíu manna fyrirtæki eða stærri,“ segir Bjarki. Hvað finnst þér vera helsta gryfjan eða hindrunin hjá fyrirtækjum samt, við að innleiða EOS? Mikilvægast af öllu er að framkvæmdastjórn fyrirtækjanna sé að skuldbinda sig nægilega vel. Það er erfitt að vinna þessu framgang ef það er ekki til staðar.“ Bjarki segir svolítið um að íslensk fyrirtæki séu að taka upp EOS. Ekki aðeins viðskiptavinir á hans vegum, heldur einnig fyrirtæki þar sem stjórnendur hafa kynnst EOS sjálfir. Til dæmis í námi í Bandaríkjunum. Sex lykilþættir: Fundum breytt og fleira Bjarki segir aðferðarfræði EOS byggja á sex lykilþáttum, en þeir eru: Að fyrirtækið sé með skýra sýn. Að það sé rétt fólk í réttum sætum Að verið sé að nota gögn til að segja okkur hvernig gengur. Að draga fram málin og tækla þau Að skjala og einfalda öll mikilvægustu ferlin og tryggja að allir fylgi Að byggja upp drifkraft með ársfjórðungslegum forgangsverkefnum og fundarskipulagi. Eitt af því sem vekur athygli í EOS aðferðarfræðinni eru vikulegir fundir . En flest fyrirtæki eru með sína reglubundnu fundi nú þegar. Er verið að tala um að bæta við vikulegum fundum? „Nei alls ekki. Fundum er breytt þannig að þeir fylgi eftir EOS aðferðarfræðinni. Sem meðal annars tryggir þá að þeir verða mun markvissari. því oft fer rosalega langur tími í það á fundum að ræða ekki um þau mál sem mestu máli skipta,“ segir Bjarki og tekur dæmi: „Segjum til dæmis framkvæmdastjórnarfundur. Þar er áfram verið að rýna í fjárhagsgögn, hver deildarstjóri að segja frá sínum helstu verkefnum og svo framvegis, en bara með öðrum hætti Á vikulegum fundunum í EOS aðferðafræðinni fer fyrri hluti fundarins bara í að fara yfir stöðuna, án umræðna. Þar eru fimm mínútur teknar í hvern lið.“ Næst segir Bjarki að farið sé yfir skorkortið, stöðuna á forgangsverkefnum og hvort allir hafa lokið þeim verkefnum sem það tók að sér á síðasta fundi. Síðari hluti fundarins fer síðan í að draga fram og leysa úr þeim málum sem upp hafa komið í vikunni og/eða frá yfirferðinni í fyrri hluta fundarins. „Þau mál geta verið mörg og þá er gott að tryggja að forgangsröðunin sé rétt þannig að þau mál sem teljast mikilvægust séu tækluð fyrst en önnur mál leyst eða skoðuð síðar,“ segir Bjarki og bætir við: Aðferðafræðin tryggir að allir eru að vinna í réttu hlutunum og leysa þau mál sem skipta fyrirtækið mestu máli. Sérhæfðar deildir nota alveg sömu aðferðafræði á sínum fundum en geta bætt við dagskrárlið. Til dæmis að fara yfir sölutækifæri eða verkefni fyrir viðskiptavini.“ Þá segir Bjarki mikilvægt að minnast á fyrirtækjamenninguna sem slíka. „Því EOS miðar líka við að byggja upp ábyrga og heilbrigða fyrirtækjamenningu. Þess vegna tölum við ekki um skipurit heldur ábyrgðarrit. Þar sem ábyrgð og hlutverk hvers og eins starfsmanns er skýrt öllum. Gildin eru líka mjög mikilvæg og unnin aðeins öðruvísi en algengast er. Í hverjum ársfjórðungi setjast yfirmenn síðan niður með sínu fólki, fara yfir gildin og hvort viðkomandi telji sig mátast vel við þau.“ Þá segir Bjarki traust í öllum teymum mikilvægt atriði í EOS því það leiði til hreinskipta og opinna samskipta, sem er mikilvægur luti af heilbrigðri fyrirtækjamenningu. Hvað hefur þér fundist ánægjulegast við að sjá gerast hjá fyrirtækjum sem hafa tekið upp EOS aðferðarfræðina? „Það er auðvitað fyrst það hversu vel gengur að ná markmiðum fyrirtækisins. En ekkert síður það hvað það virkjast allir innan fyrirtækisins. Því EOS virkjar alla starfsmenn sem þýðir að dag frá degi eru miklu fleiri sem koma að borði með hugmyndir, tillögur að lausnum eða úrbótum og svo framvegis.“
Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðamenning Starfsframi Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Breytingar að skila sér: „Það þarf alltaf að byrja á því að taka til í eigin garði“ Mikilvægt að sporna við heilbrigðiskerfissóun segir Markús I. Eiríksson forstjóri HSS. 19. janúar 2023 07:00 Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 Öskubuskusaga Sjóvá: Stemning og stress þegar niðurstöður kynntar Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, segir að sú vegferð sem fyrirtækið fór í til að ná 1.sæti í Ánægjuvoginni sé sannkölluð Öskubuskusaga. 16. febrúar 2023 07:01 „Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00 Byggja upp fyrirtækjamenningu með sínu eigin DNA Fyrirtæki geta lært mikið af því að nýta sér leiðir sem alþjóðleg fyrirtæki hafa farið til að byggja upp fyrirtækjamenningu segir Jensína K. Böðvarsdóttir sem nú starfar hjá Valcon Conculting en var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen. 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Breytingar að skila sér: „Það þarf alltaf að byrja á því að taka til í eigin garði“ Mikilvægt að sporna við heilbrigðiskerfissóun segir Markús I. Eiríksson forstjóri HSS. 19. janúar 2023 07:00
Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01
Öskubuskusaga Sjóvá: Stemning og stress þegar niðurstöður kynntar Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, segir að sú vegferð sem fyrirtækið fór í til að ná 1.sæti í Ánægjuvoginni sé sannkölluð Öskubuskusaga. 16. febrúar 2023 07:01
„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. 2. september 2020 09:00
Byggja upp fyrirtækjamenningu með sínu eigin DNA Fyrirtæki geta lært mikið af því að nýta sér leiðir sem alþjóðleg fyrirtæki hafa farið til að byggja upp fyrirtækjamenningu segir Jensína K. Böðvarsdóttir sem nú starfar hjá Valcon Conculting en var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen. 28. janúar 2020 09:00