Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 18:01 Þau Sóley og Einar eru einir af þeim fjölmörgu foreldrum sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Heimgreiðslur frá Garðabæ hafa þó hjálpað til. Vísir/Arnar Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Sóley Grímsdóttir hefur nýlokið fæðingarorlofi en hún og Einar Þorri, maðurinn hennar, nýta sér heimgreiðslur frá Garðabæ til að láta „dæmið ganga upp“. Sum sveitarfélög bjóða nú upp á heimgreiðslur til að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þær eru tímabundnar og bjóðast þeim fjölskyldum sem eru með börn á biðlistum eftir leikskólaplássi. „Ég lengdi mitt fæðingarorlof úr níu mánuðum upp í tólf þar sem leikskólaplássin eru kannski ekkert endilega sjálfgefin akkúrat eins og er og maðurinn minn er núna í fæðingarorlofi. Hann verður í orlofi í þrjá mánuði og síðan tekur bara við átta mánaða púsluspil eða eitthvað svoleiðis.“ Heimgreiðslurnar nema rúmum 90 þúsund krónum á mánuði. En hvernig væri staðan ef engar væru heimgreiðslurnar? „Við eigum gott bakland þannig að það myndi reddast. Þetta er frábært því við þurfum sennilega að taka fullt af launalausum dögum frá vinnu í öllu þessu púsluspili en ætli það yrði ekki verst fyrir fólkið sem hefur ekkert bakland eða jafnvel þau sem hafa bakland sem er úti á landi.“ Sóley var spurð hvaða fyrirkomulag henni þætti best. „Í draumaheimi væri fæðingarorlofið allavega 18 mánuðir þannig að maður gæti togað það upp í tvö ár og þá væri þetta sennilega miklu minna mál,“ segir Sóley. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist hafa skynjað ákall foreldra í bænum en foreldrar hátt í hundrað barna hafa sótt um úrræðið frá áramótum.Vísir/Bjarni Hundrað umsóknir um heimgreiðslur frá áramótum Í Hafnarfirði var opnað fyrir úrræðið í ársbyrjun, þegar hafa foreldrar hátt í hundrað barna nýtt sér það. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir foreldra hafa tekið vel í úrræðið. „Þannig að það segir nú einhverja sögu. Okkur fannst mjög mikilvægt að grípa til einhverra úrræða. Við þekkjum hvernig þetta er fyrir foreldra ungra barna að brúa þetta bil á milli fæðingarorlofs og þess tíma sem leikskólapláss fæst. Við erum með þessu að prófa okkur áfram og fjölga möguleikunum og þetta byrjar vel.“ En á meðan sumir foreldrar slást um leikskólaplássin myndu aðrir gjarnan vilja lengri tíma með barninu heima en eiga þess ekki kost. Félagið Fyrstu fimm, sem stofnað er í kringum mikilvægi fyrstu fimm áranna í lífi barna, vill að allir foreldrar, óháð sveitarfélagi, fái meira val; hvort sem boðið yrði upp á lengra fæðingarorlof eða heimgreiðslur. Anna Mjöll Guðmundsdóttir, formaður Fyrstu fimm, segir foreldra vera fjölbreyttan hóp með fjölbreyttar þarfir. Formaður Fyrstu fimm segir að stjórnvöld verði í auknum mæli að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga þegar ákvarðanir eru teknar um líf barna.Vísir/Bjarni „Við erum alls ekkert öll eins og við erum alls ekki með einhverja foreldraskömm en fyrir þá foreldra, kannski 20-30 prósent sem virkilega þrá, vilja og hafa getu til þess að vera sjálf með börnin sín að þá ættum við að leyfa það.“ Stjórnvöld þurfi að taka til greina ráðleggingar fagfólks á borð við sálfræðinga og geðlækna um það sem best sé fyrir börn. Núverandi kerfi endurspegli það síður en svo. „Okkur finnst alveg galið að það sé einhver lausn að börnin eigi að koma inn tólf mánaða um leið og fæðingarorlofi lýkur. Okkur finnst þetta mjög rangar áherslur því þá þarf augsýnilega að fjölga börnum á deildir og það er mannekla nú þegar þó börn séu ekki að komast inn núna fyrr en 18-20 mánaða sem er náttúrulega gríðarlegt álag á foreldra. Það er alveg galið að við séum að setja foreldra í þessa stöðu.“ Skortur á leikskólaplássum sé hin eina sanna kvennagildra Á dögunum var tillögu Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni um heimgreiðslur vísað til frekari úrvinnslu í borgarráði en hún óttast að þar muni hún daga uppi. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir leikskólavandann vera hina einu sönnu kvennagildru. Vísir/Arnar „Ég skynjaði í umræðum í borgarstjórn að meirihlutinn væri kannski ekki innbyrðis á einu máli um tillöguna og það er ástæðan fyrir því að hún fer í þennan farveg.“ Heimgreiðslur eru þó umdeildar. Kvenréttindafélag Íslands hefur sagt úrræðið bitna á atvinnuþátttöku kvenna. Hildur segir þó að stærsta kvennagildran sé leikskólavandinn sjálfur. „Að það séu engin úrræði í boði. Hvorki leikskólapláss né foreldrastyrkur né pláss hjá dagforeldrum. Þannig að við erum auðvitað að tala um að leysa þennan vanda en að bjóða líka fleiri kosti og við þurfum að horfa á þetta út frá nútímanum.“ Garðabær Hafnarfjörður Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01 Vilja að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag. 5. maí 2022 22:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sóley Grímsdóttir hefur nýlokið fæðingarorlofi en hún og Einar Þorri, maðurinn hennar, nýta sér heimgreiðslur frá Garðabæ til að láta „dæmið ganga upp“. Sum sveitarfélög bjóða nú upp á heimgreiðslur til að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þær eru tímabundnar og bjóðast þeim fjölskyldum sem eru með börn á biðlistum eftir leikskólaplássi. „Ég lengdi mitt fæðingarorlof úr níu mánuðum upp í tólf þar sem leikskólaplássin eru kannski ekkert endilega sjálfgefin akkúrat eins og er og maðurinn minn er núna í fæðingarorlofi. Hann verður í orlofi í þrjá mánuði og síðan tekur bara við átta mánaða púsluspil eða eitthvað svoleiðis.“ Heimgreiðslurnar nema rúmum 90 þúsund krónum á mánuði. En hvernig væri staðan ef engar væru heimgreiðslurnar? „Við eigum gott bakland þannig að það myndi reddast. Þetta er frábært því við þurfum sennilega að taka fullt af launalausum dögum frá vinnu í öllu þessu púsluspili en ætli það yrði ekki verst fyrir fólkið sem hefur ekkert bakland eða jafnvel þau sem hafa bakland sem er úti á landi.“ Sóley var spurð hvaða fyrirkomulag henni þætti best. „Í draumaheimi væri fæðingarorlofið allavega 18 mánuðir þannig að maður gæti togað það upp í tvö ár og þá væri þetta sennilega miklu minna mál,“ segir Sóley. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist hafa skynjað ákall foreldra í bænum en foreldrar hátt í hundrað barna hafa sótt um úrræðið frá áramótum.Vísir/Bjarni Hundrað umsóknir um heimgreiðslur frá áramótum Í Hafnarfirði var opnað fyrir úrræðið í ársbyrjun, þegar hafa foreldrar hátt í hundrað barna nýtt sér það. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir foreldra hafa tekið vel í úrræðið. „Þannig að það segir nú einhverja sögu. Okkur fannst mjög mikilvægt að grípa til einhverra úrræða. Við þekkjum hvernig þetta er fyrir foreldra ungra barna að brúa þetta bil á milli fæðingarorlofs og þess tíma sem leikskólapláss fæst. Við erum með þessu að prófa okkur áfram og fjölga möguleikunum og þetta byrjar vel.“ En á meðan sumir foreldrar slást um leikskólaplássin myndu aðrir gjarnan vilja lengri tíma með barninu heima en eiga þess ekki kost. Félagið Fyrstu fimm, sem stofnað er í kringum mikilvægi fyrstu fimm áranna í lífi barna, vill að allir foreldrar, óháð sveitarfélagi, fái meira val; hvort sem boðið yrði upp á lengra fæðingarorlof eða heimgreiðslur. Anna Mjöll Guðmundsdóttir, formaður Fyrstu fimm, segir foreldra vera fjölbreyttan hóp með fjölbreyttar þarfir. Formaður Fyrstu fimm segir að stjórnvöld verði í auknum mæli að taka mið af ráðleggingum sérfræðinga þegar ákvarðanir eru teknar um líf barna.Vísir/Bjarni „Við erum alls ekkert öll eins og við erum alls ekki með einhverja foreldraskömm en fyrir þá foreldra, kannski 20-30 prósent sem virkilega þrá, vilja og hafa getu til þess að vera sjálf með börnin sín að þá ættum við að leyfa það.“ Stjórnvöld þurfi að taka til greina ráðleggingar fagfólks á borð við sálfræðinga og geðlækna um það sem best sé fyrir börn. Núverandi kerfi endurspegli það síður en svo. „Okkur finnst alveg galið að það sé einhver lausn að börnin eigi að koma inn tólf mánaða um leið og fæðingarorlofi lýkur. Okkur finnst þetta mjög rangar áherslur því þá þarf augsýnilega að fjölga börnum á deildir og það er mannekla nú þegar þó börn séu ekki að komast inn núna fyrr en 18-20 mánaða sem er náttúrulega gríðarlegt álag á foreldra. Það er alveg galið að við séum að setja foreldra í þessa stöðu.“ Skortur á leikskólaplássum sé hin eina sanna kvennagildra Á dögunum var tillögu Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni um heimgreiðslur vísað til frekari úrvinnslu í borgarráði en hún óttast að þar muni hún daga uppi. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir leikskólavandann vera hina einu sönnu kvennagildru. Vísir/Arnar „Ég skynjaði í umræðum í borgarstjórn að meirihlutinn væri kannski ekki innbyrðis á einu máli um tillöguna og það er ástæðan fyrir því að hún fer í þennan farveg.“ Heimgreiðslur eru þó umdeildar. Kvenréttindafélag Íslands hefur sagt úrræðið bitna á atvinnuþátttöku kvenna. Hildur segir þó að stærsta kvennagildran sé leikskólavandinn sjálfur. „Að það séu engin úrræði í boði. Hvorki leikskólapláss né foreldrastyrkur né pláss hjá dagforeldrum. Þannig að við erum auðvitað að tala um að leysa þennan vanda en að bjóða líka fleiri kosti og við þurfum að horfa á þetta út frá nútímanum.“
Garðabær Hafnarfjörður Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01 Vilja að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag. 5. maí 2022 22:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01
Vilja að foreldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag. 5. maí 2022 22:00