„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:17 Móðir ellefu ára stúlku er hugsi yfir því að enginn skuli hafa athugað með líðan stúlkunnar sem var ein um borð í Strætó sem sat fastur í fjórar klukkustundir á Hellisheiði í gær. Vísir/Aðsend/Vilhelm Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður. Auður Ásbjörnsdóttir er móðir 11 ára stúlku sem er ein af þeim sem lentu í vandræðum upp á heiði í gær. Stúlkan hafði síðastliðna helgi dvalið hjá vinafólki á Selfossi, líkt og hún hafi gert vandræðalaust áður, og var á leið aftur til borgarinnar með Strætó þegar loka þurfti heiðinni. „Við vorum búin að fylgjast með veðrinu en treystum því að Strætó vissi best um að það væri óhætt aðfara og svo frétti ég bara hálftíma eftir að hún lagði af stað að það væri allt stopp og það væri búið að loka heiðinni og að Strætó væri fastur þar og svo tók við ótrúlega margir klukkutímar af óvissu af því að við náðum engu sambandi við Strætó,“ segir Auður. Þjónustusími Strætó er ekki opinn um helgar en þegar nokkuð var liðið á ferðina varð farsími dóttur Auðar rafmagnslaus. „Þá kom náttúrulega pínu „panic“ ástand á foreldrana þegar við náðum ekki í hana lengur og þá settum við inn færslu á Facebook og óskuðum eftir því að fá að vita hvort það væri einhver um borð í þessari rútu þannig að við gætum komist í samband við stelpuna en skömmu eftir að við settum hana inn þá hringdi stelpan en þá var hún komin í Mjódd og hafði bara verið sett út þar og hún þurfti að hnippa í einhvern vegfaranda til að fá lánaðan síma.“ „Sem betur fer þá mundi hún símanúmerið mitt og hafði kjark í að spyrja einhvern ókunnugan og biðja um að fá lánaðan síma og hringdi heim. En þegar við fórum að sækja hana þá sat hún þar ein greyið, við vorum svona svolítið „sjokkeruð“ yfir því líka að barnið hafi bara verið sett út og ekkert verið að fylgjast með því hvort hún væri í öruggum höndum.“ Stúlkan sjálf er „brött“ eftir þessar raunir en foreldrarnir dálítið skelkaðir. „Við erum ennþá að jafna okkur á þessu en sem betur fer vorum við kannski ekki skelfingu lostin því við vissum að hún væri örugg og að hún myndi ekki verða úti uppi á heiði eða eitthvað svoleiðis en það var samt auðvitað andstyggilegt að vita ekki hvort hún væri skelfingu lostin eða hvað hún yrði þarna lengi. Hún var ekki með mat og þessi óvissa var erfið.“ Strætó Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Auður Ásbjörnsdóttir er móðir 11 ára stúlku sem er ein af þeim sem lentu í vandræðum upp á heiði í gær. Stúlkan hafði síðastliðna helgi dvalið hjá vinafólki á Selfossi, líkt og hún hafi gert vandræðalaust áður, og var á leið aftur til borgarinnar með Strætó þegar loka þurfti heiðinni. „Við vorum búin að fylgjast með veðrinu en treystum því að Strætó vissi best um að það væri óhætt aðfara og svo frétti ég bara hálftíma eftir að hún lagði af stað að það væri allt stopp og það væri búið að loka heiðinni og að Strætó væri fastur þar og svo tók við ótrúlega margir klukkutímar af óvissu af því að við náðum engu sambandi við Strætó,“ segir Auður. Þjónustusími Strætó er ekki opinn um helgar en þegar nokkuð var liðið á ferðina varð farsími dóttur Auðar rafmagnslaus. „Þá kom náttúrulega pínu „panic“ ástand á foreldrana þegar við náðum ekki í hana lengur og þá settum við inn færslu á Facebook og óskuðum eftir því að fá að vita hvort það væri einhver um borð í þessari rútu þannig að við gætum komist í samband við stelpuna en skömmu eftir að við settum hana inn þá hringdi stelpan en þá var hún komin í Mjódd og hafði bara verið sett út þar og hún þurfti að hnippa í einhvern vegfaranda til að fá lánaðan síma.“ „Sem betur fer þá mundi hún símanúmerið mitt og hafði kjark í að spyrja einhvern ókunnugan og biðja um að fá lánaðan síma og hringdi heim. En þegar við fórum að sækja hana þá sat hún þar ein greyið, við vorum svona svolítið „sjokkeruð“ yfir því líka að barnið hafi bara verið sett út og ekkert verið að fylgjast með því hvort hún væri í öruggum höndum.“ Stúlkan sjálf er „brött“ eftir þessar raunir en foreldrarnir dálítið skelkaðir. „Við erum ennþá að jafna okkur á þessu en sem betur fer vorum við kannski ekki skelfingu lostin því við vissum að hún væri örugg og að hún myndi ekki verða úti uppi á heiði eða eitthvað svoleiðis en það var samt auðvitað andstyggilegt að vita ekki hvort hún væri skelfingu lostin eða hvað hún yrði þarna lengi. Hún var ekki með mat og þessi óvissa var erfið.“
Strætó Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. 19. febrúar 2023 21:44
Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. 19. febrúar 2023 18:21