Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 10:16 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði fjölda undanþágubeiðna á borðinu. Þeim væri forgangsraðað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fundað var frá klukkan níu í gærmorgun með góðu hádegis- og kvöldverðarhléi. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, tjáði fréttastofu í gær að enn væri verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir eiginlegum efnislegum kjaraviðræðum. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að Samtök atvinnulífsins teldu eðlilegt að fresta verkföllum á meðan setið væri við samningaborðið. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti til fundar upp úr klukkan tíu. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Það þyrfti sannarlega að vera eitthvað kjöt á beinum í þeim efnum. Heimir Már Pétursson ræddi við Sólveigu Önnu þegar hún mætti til fundarins. Hún vildi lítið ræða um bjartsýni. „Við skulum sjá. Ég veit ekki alveg hvað gerist á næstu klukkutímum. Ég og samninganefnd Eflingar bindum, eins og við höfum gert allan tímann, vonir við að gerðir verða Eflingarsamningar við Eflingarfólk “ Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA sem leiðir viðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem er veikur, sagðist fyrst hafa lesið um kröfu SA að fresta verkföllum á meðan á viðræðum stæði í fréttum í morgun. „Það er alltaf gott að einhenda sér í það verkefni sem fram undan er. Það getur verið hluti af því. Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki? “ En það var haft eftir þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér,“ sagði Eyjólfur Árni. „Við erum að setjast niður klukkan tíu. Ég vona að þetta verði langur dagur. Það er merkilegt að það sé verið að semja. Ef hann er stuttur, þá er hann það ekki.“ Spurður út í herskáar yfirlýsingar úr hvorri fylkingu fyrir sig, hvort ekki væri ráð að spara þær, sagði Eyjólfur Árni: „Jú, það er alltaf gott að spara þær ef út í það er farið. Við erum sest niður til að ræða saman. Ætlum að einhenda okkur í það af heilum hug.“ Það væri hlutverk SA að vinna að samningum en ekki treysta á mögulegt inngrip frá stjórnvöldum ef ekki miði áfram í deilunni. Heimir Már ræddi við Eyjólf fyrir fund dagsins. Fréttin er í vinnslu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira