Flestir vantreysta Eflingu samkvæmt nýrri könnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2023 16:06 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur lagt sáttasemjara og Samtök atvinnulífsins að velli í tveimur dómsmálum. Þriðja málið um miðlunartillögu sáttasemjara er til meðferðar í héraði. Vísir/Vilhelm Helmingur landsmanna telur fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa í yfirstandandi kjaradeilu. Þar munar mestu um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk þeirra sem hæst laun hafa í landinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem einblínir á kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna treysta samtökunum lítið eða illa. Mest traust er borið til embættis ríkissáttasemjara. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 8. til 13. febrúar og voru svarendur 1080 talsins. Þátttakendur voru spurðir tveggja spurninga varðandi Eflingu, Samtök atvinnulífsins og embætti ríkissáttasemjara og svo skoðað í samhengi við menntun, tekjur og pólitískar skoðanir. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Finnst þér fulltrúar Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/ríkissáttasemjara hafa staðið sig vel eða illa í yfirstandandi kjaradeilu? 2. Treystir þú fulltrúum Eflingar/Samtaka atvinnulífsins/embætti ríkissáttasemjara mikið, lítið eða ekkert? Samantekt á niðurstöðunum má sjá á myndinni hér að neðan. Litlu munar á Eflingu og Samtökum atvinnulífsins en í kringum fjórðungur þjóðarinnar telur fulltrúa Eflingar og SA hafa staðið sig vel. Tæplega fjörutíu prósent telja sáttasemjara hafa staðið sig vel. Samantekt á niðurstöðum könnunarinnar.Maskína Töluvert fleiri landsmenn telja hins vegar fulltrúa Eflingar hafa staðið sig illa eða um helmingur. Í kringum þrjátíu prósent landsmanna telja SA og sáttasemjara hafa staðið sig illa. Varðandi traust til aðilanna þriggja nýtur sáttasemjari mest trausts eða um fjörutíu prósent landsmanna sem treysta sáttasemjara mikið. Um fimmtingur þjóðarinn treystir Eflingu og SA mikið. Hægt er að kynna sér niðurstöðurnar nánar í skjalinu að neðan. Tengd skjöl Kjaradeila_MaskínuskýrslaPDF1.7MBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skoðanakannanir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira