Meirihluti þeirra sem hefur skoðun vill í Evrópusambandið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 17:00 Evrópuhreyfingin telur að áhugi landsmanna á inngöngu í Evrópusambandið sé að aukast. Getty Images Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Maskínu vilja ganga í Evrópusambandið. 66% vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp aðildarviðræður að nýju. Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin
Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira