Hagstætt og þægilegt að hlaða bílinn með hleðslustöð í áskrift Orkusalan 10. febrúar 2023 13:42 Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar „Rafbílavæðing á Íslandi hefur stóraukist og þá helst á síðustu 3-4 árum. Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2016 en þá gáfum við öllum sveitarfélögum landsins 22kW hleðslustöðvar til þess að vekja athygli á orkuskiptum framtíðarinnar. Til að byrja með voru þessar stöðvar lítið notaðar og þá síst utan höfuðborgarsvæðisins en með aukinni drægni rafbíla hefur fjöldi rafbílaeigenda 20-faldast á síðustu fimm árum. Við sjáum klárlega aukningu í kortunum, þessi þróun á eftir að halda áfram næstu ár sem er mikilvægur þáttur þegar kemur að orkuskiptum hér á landi,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar. Orkusalan kynnir nú til leiks nýja áskriftarleið á hleðslumarkaði: Heimastuð. Heimastuð Orkusölunnar er áskriftarleið fyrir heimili og fyrirtæki þar sem hægt er að leigja hleðslustöðvar fyrir bíla gegn vægu gjaldi og minnka þannig upphafskostnaðinn við að geta hlaðið rafbíla þar sem hverjum og einum hentar. Rafbílaflotinn stækkar hratt á Íslandi „Með því að leigja hleðslustöð hjá Orkusölunni greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð. Kosturinn er líka sá að rekstur stöðvarinnar, bilanir og möguleg útskipti eru á ábyrgð Orkusölunnar. Eina skilyrðið fyrir áskriftinni er að þú kaupir rafmagnið af Orkusölunni þar sem stöðin er sett upp,“ útskýrir Heiða. Hún segir nokkur atriði þurfi að hafa í huga við val á hleðslustöð sem hentar þörfum hvers og eins, meðal annars rafkerfi hússins og hleðslugetu bílsins. „Í flestum eldri einbýlishúsum og sumarbústöðum er einfasa rafmagn sem þýðir að hámarkshleðsluafl er 7,4 kW. Í flestum nýbyggingum er hinsvegar þriggja fasa rafmagn og þar er hámarkshleðsluafl 22 kW. Það sem yfirleitt takmarkar hleðsluhraðann er geta bílsins til að taka við hleðslu úr rafkerfi heimila og því er mikilvægt að kanna hleðslugetu bílsins áður en þú tekur ákvörðun um hversu öfluga hleðslustöð þú þarft.“ Amina fyrir 7kW „Flestir rafbílar í dag taka aðeins við 7,4 eða 11 kW þegar þeir eru tengdir við hefðbundin rafkerfi. Ef hleðslugeta bílsins er 7,4 kW þá er Amina-hleðslustöðin okkar frábær kostur. Amina-hleðslustöðin er 7kW hleðslustöð og fullhleður flesta rafbíla ef þeir geta staðið í hleðslu yfir nótt. Hún er einföld að gerð en það er ekki slegið af öryggis- og gæðakröfum í framleiðslu. Ekkert app eða aukastýringar heldur er bíllinn látinn sjá um að tímastilla hleðslu ef þörf krefur. Þetta er ódýrasta hleðslustöðin okkar og með því að leigja hana sér Orkusalan um allan rekstur hleðslustöðvarinnar, viðgerðir, útskipti og viðhald vegna eðlilegrar notkunar. Amina-hleðslustöðin hefur verið vinsæl við sumarbústaði þar sem hún er mjög hagstæð lausn, aðeins 990 krónur á mánuði,“ segir Heiða. Easee-hleðslustöðin er tæknilega fullkomnasta stöðin sem Orkusalan býður upp á Qudo fullhleður 70 kWh á fjórum klukkustundum „Ef hleðslugeta bílsins er 11 kW eða meira þá eru tvær stöðvar sem koma til greina. Í fyrsta lagi er það Qudo-hleðslustöðin en hún getur fullhlaðið 70 kWh rafhlöðu á um það bil fjórum klukkustundum. Qudo býður upp á öllu meiri stjórn á hleðslu samanborið við Amina-hleðslustöðina. Hvorugri stöðinni er hægt að tengjast með appi, en Qudo hefur þó ýmsa aðra kosti fram að færa. Hún er til dæmis hönnuð á þann hátt að auðvelt er að tengja hleðslukapal með annarri hönd þó maður sé með innkaupapoka í hinni, hleðslan getur hafist strax en með snertitökkum framan á stöðinni er hægt að tímastilla (seinka)hleðslu. LED-ljós á stöðinni gefa til kynna hvoru tveggja: valið hleðsluafl og hvort hleðslan er í gangi eða tímastillt (seinkað). Innbyggt í Qudo er líka næturljós sem hægt er að virkja og kviknar sjálfkrafa þegar dimma tekur. Ljósið vísar beint niður og lýsir upp svæðið næst stöðinni svo auðvelt er að finna hana og athafna sig við stöðina í myrkri. Qudo býður auk þess upp á valfrjálsa aðgangsstýringu sem getur komið sér vel við ákveðnar aðstæður.“ Easee Charge fyrir þá kröfuhörðustu „Síðan er það Easee Charge-hleðslustöðin en hún er fyrir þá sem kjósa vöru í hæsta gæðaflokki, en Easee-hleðslustöðin er tæknilega fullkomnasta stöðin sem við bjóðum upp á. Þessi hleðslustöð hefur allt að bjóða: þú getur tengst henni með Easee-appinu í snjallsíma þar sem meðal annars er hægt að sjá stöðu á hleðslu sem er í gangi, hefja, ljúka og tímasetja hleðslulotur, stýra hleðsluafli og stjórna aðgangi að stöðinni. Við erum svo með samninga við rafverktaka sem sjá um uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir viðskiptavini okkar. Við finnum fyrir því að flestir viðskiptavinir kjósa að kaupa uppsetningu um leið og þeir leigja stöð hjá okkur,“ segir Heiða. Easee Charge hlaut hin virtu Red Dot-hönnunarverðlaun árið 2021 fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku Orkusalan var stofnuð árið 2006 og er hlutverk fyrirtækisins að selja og framleiða raforku til heimila og fyrirtækja um land allt. Orkusalan er eina orkufyrirtækið á markaði sem hefur kolefnisjafnað allan sinn rekstur og er því eina kolefnishlutlausa sölufyrirtæki raforku á Íslandi. „Rafmagnið okkar er eingöngu framleitt með vatnsafli og er því allt rafmagn frá Orkusölunni framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum,“ útskýrir Heiða. „Megináherslur okkar í umhverfismálum eru að skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku ásamt því að nýta núverandi auðlindir eins vel og kostur er. Með aukinni framleiðslu og nýjum virkjanakostum er helsta áskorun orkufyrirtækja að gera það í sátt við bæði samfélag og umhverfi.“ Orkusalan hefur sett sér stefnu um kolefnishlutleysi og hefur rekstur fyrirtækisins frá árinu 2019 verið kolefnishlutlaus. „Það er árangur sem ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur getað státað sig af,“ segir Heiða. „Aðgerðaáætlun Orkusölunnar í loftslagsmálum snýst fyrst og fremst um að fylgja kolefnishlutleysi eftir frá ári til árs ásamt því að draga úr losun og auka mótvægisaðgerðir Orkusölunnar. Við erum líka sérstaklega stolt af skógræktarlandi okkar við Skeiðsfossvirkjun sem þekur 19 hektara og bindur um þrefalt magn þeirra losunar gróðurhúsalofttegunda sem fylgir rekstri fyrirtækisins.“ Bílar Vistvænir bílar Orkumál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira
Orkusalan kynnir nú til leiks nýja áskriftarleið á hleðslumarkaði: Heimastuð. Heimastuð Orkusölunnar er áskriftarleið fyrir heimili og fyrirtæki þar sem hægt er að leigja hleðslustöðvar fyrir bíla gegn vægu gjaldi og minnka þannig upphafskostnaðinn við að geta hlaðið rafbíla þar sem hverjum og einum hentar. Rafbílaflotinn stækkar hratt á Íslandi „Með því að leigja hleðslustöð hjá Orkusölunni greiðir þú lægri kostnað í upphafi miðað við að kaupa þína eigin hleðslustöð. Kosturinn er líka sá að rekstur stöðvarinnar, bilanir og möguleg útskipti eru á ábyrgð Orkusölunnar. Eina skilyrðið fyrir áskriftinni er að þú kaupir rafmagnið af Orkusölunni þar sem stöðin er sett upp,“ útskýrir Heiða. Hún segir nokkur atriði þurfi að hafa í huga við val á hleðslustöð sem hentar þörfum hvers og eins, meðal annars rafkerfi hússins og hleðslugetu bílsins. „Í flestum eldri einbýlishúsum og sumarbústöðum er einfasa rafmagn sem þýðir að hámarkshleðsluafl er 7,4 kW. Í flestum nýbyggingum er hinsvegar þriggja fasa rafmagn og þar er hámarkshleðsluafl 22 kW. Það sem yfirleitt takmarkar hleðsluhraðann er geta bílsins til að taka við hleðslu úr rafkerfi heimila og því er mikilvægt að kanna hleðslugetu bílsins áður en þú tekur ákvörðun um hversu öfluga hleðslustöð þú þarft.“ Amina fyrir 7kW „Flestir rafbílar í dag taka aðeins við 7,4 eða 11 kW þegar þeir eru tengdir við hefðbundin rafkerfi. Ef hleðslugeta bílsins er 7,4 kW þá er Amina-hleðslustöðin okkar frábær kostur. Amina-hleðslustöðin er 7kW hleðslustöð og fullhleður flesta rafbíla ef þeir geta staðið í hleðslu yfir nótt. Hún er einföld að gerð en það er ekki slegið af öryggis- og gæðakröfum í framleiðslu. Ekkert app eða aukastýringar heldur er bíllinn látinn sjá um að tímastilla hleðslu ef þörf krefur. Þetta er ódýrasta hleðslustöðin okkar og með því að leigja hana sér Orkusalan um allan rekstur hleðslustöðvarinnar, viðgerðir, útskipti og viðhald vegna eðlilegrar notkunar. Amina-hleðslustöðin hefur verið vinsæl við sumarbústaði þar sem hún er mjög hagstæð lausn, aðeins 990 krónur á mánuði,“ segir Heiða. Easee-hleðslustöðin er tæknilega fullkomnasta stöðin sem Orkusalan býður upp á Qudo fullhleður 70 kWh á fjórum klukkustundum „Ef hleðslugeta bílsins er 11 kW eða meira þá eru tvær stöðvar sem koma til greina. Í fyrsta lagi er það Qudo-hleðslustöðin en hún getur fullhlaðið 70 kWh rafhlöðu á um það bil fjórum klukkustundum. Qudo býður upp á öllu meiri stjórn á hleðslu samanborið við Amina-hleðslustöðina. Hvorugri stöðinni er hægt að tengjast með appi, en Qudo hefur þó ýmsa aðra kosti fram að færa. Hún er til dæmis hönnuð á þann hátt að auðvelt er að tengja hleðslukapal með annarri hönd þó maður sé með innkaupapoka í hinni, hleðslan getur hafist strax en með snertitökkum framan á stöðinni er hægt að tímastilla (seinka)hleðslu. LED-ljós á stöðinni gefa til kynna hvoru tveggja: valið hleðsluafl og hvort hleðslan er í gangi eða tímastillt (seinkað). Innbyggt í Qudo er líka næturljós sem hægt er að virkja og kviknar sjálfkrafa þegar dimma tekur. Ljósið vísar beint niður og lýsir upp svæðið næst stöðinni svo auðvelt er að finna hana og athafna sig við stöðina í myrkri. Qudo býður auk þess upp á valfrjálsa aðgangsstýringu sem getur komið sér vel við ákveðnar aðstæður.“ Easee Charge fyrir þá kröfuhörðustu „Síðan er það Easee Charge-hleðslustöðin en hún er fyrir þá sem kjósa vöru í hæsta gæðaflokki, en Easee-hleðslustöðin er tæknilega fullkomnasta stöðin sem við bjóðum upp á. Þessi hleðslustöð hefur allt að bjóða: þú getur tengst henni með Easee-appinu í snjallsíma þar sem meðal annars er hægt að sjá stöðu á hleðslu sem er í gangi, hefja, ljúka og tímasetja hleðslulotur, stýra hleðsluafli og stjórna aðgangi að stöðinni. Við erum svo með samninga við rafverktaka sem sjá um uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir viðskiptavini okkar. Við finnum fyrir því að flestir viðskiptavinir kjósa að kaupa uppsetningu um leið og þeir leigja stöð hjá okkur,“ segir Heiða. Easee Charge hlaut hin virtu Red Dot-hönnunarverðlaun árið 2021 fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku Orkusalan var stofnuð árið 2006 og er hlutverk fyrirtækisins að selja og framleiða raforku til heimila og fyrirtækja um land allt. Orkusalan er eina orkufyrirtækið á markaði sem hefur kolefnisjafnað allan sinn rekstur og er því eina kolefnishlutlausa sölufyrirtæki raforku á Íslandi. „Rafmagnið okkar er eingöngu framleitt með vatnsafli og er því allt rafmagn frá Orkusölunni framleitt með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum,“ útskýrir Heiða. „Megináherslur okkar í umhverfismálum eru að skapa nýja möguleika í framleiðslu og sölu á endurnýjanlegri orku ásamt því að nýta núverandi auðlindir eins vel og kostur er. Með aukinni framleiðslu og nýjum virkjanakostum er helsta áskorun orkufyrirtækja að gera það í sátt við bæði samfélag og umhverfi.“ Orkusalan hefur sett sér stefnu um kolefnishlutleysi og hefur rekstur fyrirtækisins frá árinu 2019 verið kolefnishlutlaus. „Það er árangur sem ekkert annað orkufyrirtæki á Íslandi hefur getað státað sig af,“ segir Heiða. „Aðgerðaáætlun Orkusölunnar í loftslagsmálum snýst fyrst og fremst um að fylgja kolefnishlutleysi eftir frá ári til árs ásamt því að draga úr losun og auka mótvægisaðgerðir Orkusölunnar. Við erum líka sérstaklega stolt af skógræktarlandi okkar við Skeiðsfossvirkjun sem þekur 19 hektara og bindur um þrefalt magn þeirra losunar gróðurhúsalofttegunda sem fylgir rekstri fyrirtækisins.“
Bílar Vistvænir bílar Orkumál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira