Ber láglaunafólk ábyrgð á stöðugleikanum? Sandra B. Franks skrifar 10. febrúar 2023 08:30 Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar