Er höfundur Njálu handan við hornið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. febrúar 2023 15:00 Síða úr Brennu-Njáls sögu í Möðruvallabók. Möðruvallabók er handrit frá 13. öld sem inniheldur 11 Íslendingasögur, þ.á m. Njálu og Egils sögu. Det store norske leksikon Gervigreindarforrit sem nú ríða húsum gætu orðið lykillinn að því að leysa gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur. Spænskir fræðimenn hafa nýlega, með hjálp gervigreindar, leyst aldagamla gátu um höfund leikrits sem varðveitt hefur verið á Landsbókasafni Spánar í tæplega 150 ár. Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar? Spánn Bókmenntir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Spænska gullöldin Á Spáni eru tveir óumdeildir risar þess tímabils sem kallast gullöld spænskra bókmennta. Hún stóð yfir frá sameiningu Spánar og landnámi Spánverja í Ameríku í lok 15. aldar og fram yfir miðja 17. öld. Þessir risar voru annars vegar Miguel de Cervantes, sem skrifaði eina bestu skáldsögu allra tíma um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta og hins vegar Lope de Vega, sem er einn allra afkastamesti rithöfundur sögunnar, en eftir hann liggja rúmlega 3.000 verk; skáldsögur, ljóð, smásögur og leikrit, en þau voru ekki færri en 500 talsins. Gervigreind leysti tæplega 150 ára ráðgátu Á landsbókasafni Spánar hefur legið leikrit frá því 1882, sem enginn veit hver skrifaði. Fyrir rúmlega ári réðust spænskir fræðimenn í það verk að leita liðsinnis gervigreindarforrita til þess að freista þess að finna höfund verksins. Fyrst fór verkið í gegnum forritið Transkribus, sem er evrópskt verkefni sem hýst er við háskólann í Innsbruck. Forritið var matað á 1.300 handritum frá gullöldinni og svo var forritið matað á hinu dularfulla leikriti. Eftir það var leikritið sett inn í annað gervigreindarforrit á Spáni þar sem hýst eru 2.800 leikrit eftir 350 höfunda frá 16. og 17. öld. Loks voru grisjuð út 500 algengustu orð leikritsins og þau borin saman við sambærilegan orðabanka annarra leikrita og þá kom hið endanlega svar sem fræðimönnum hafði ekki tekist að svara í tæplega 150 ár: Leikritið „Lára hin franska“ er, án vafa, eftir Lope de Vega. Germán Vega, prófessor í spænskum bókmenntum, segir í samtali við El País, að gervigreindin hafi gert gott betur en að finna höfund leikritsins, hún slær því föstu að Lope de Vega hafi skrifað það 5-6 árum fyrir dauða sinn, árið 1635. Uppgötvunin var gerð heyrinkunn í síðustu viku, í árlegu fræðiriti sem eingöngu fæst við rannsóknir á verkum Lope de Vega. Getur gervigreind fundið höfund Njálu? Spurningin fyrir íslenskan bókmenntaheim, í ljósi þessarar uppgötvunar, er einföld: Tekst íslenskri þjóð loksins, og kannski innan skamms, að komast að því hverjir eru höfundar Íslendingasagna á borð við Brennu-Njáls sögu og annarra stórvirkja sögualdar?
Spánn Bókmenntir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira