SA segja stöðuna í kjaradeilunni skelfilega Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2023 19:30 Halldór Benjamín Þorbergsson segir skelfilegt að nú sé verið að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og Efling neiti að fara að lögum varðandi atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Stöð 2/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi þar sem málflutningur fór fram síðdegis. Það hefur sjaldan og sennilega aldrei verið eins annasamt í dómskerfinu vegna kjaradeilu og nú. Bæði málsókn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og Samtaka atvinnulífsins fyrir Félagsdómi eru einstakar í sögunni og þess vegna kannski fordæmisgefandi. Í héraðsdómi reynir ríkissáttasemjari að fá dóm um að það beri að afhenda honum kjörskrá, eða veita honum aðgang að kjörskrá Eflingar. Fyrir Félagsdómi reyna Samtök atvinnulífsins síðan að fá það fram að ekki sé hægt að boða verkfallsaðgerðir eða fara í verkfall þegar ekki hafa verið greidd atkvæði um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málatilbúnað SA fyrir Félagsdómi fáránlegan.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag til að fylgjast með málflutningi í kröfu ríkissáttasemjara gegn félaginu. Ertu bjartsýn á að þið náið góðri niðurstöðu hér í héraðsdómi? „Ég er sannarlega mjög bjartsýn á það.“ Og sömuleiðis fyrir Félagsdómi? „Þar er ég alveg hundrað prósent sannfærð. Meira en hér. Vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ segir Sólveig Anna. Í gær dró Efling stjórnsýslukæru sína til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um lögmæti miðlunartillögunnar til baka og vísaði málinu til héraðsdóms sem tekur það fyrir eftir helgi. Ráðuneytið birti engu að síður úrskurð sinn í dag; taldi rök Eflingar ekki gild og vísaði kærunni frá. Í dag hófst aftur á móti atkvæðagreiðsla starfsmanna átta hótela til viðbótar við þau sjö sem þegar hafa samþykkt að fara í verkfall sem hefjast á næst komandi þriðjudag, og bílstjóra hjá olíufélögum og Samskipum um verkfall sem hæfist hinn 15. febrúar. „Ég er bjartsýn á mjög góða þátttöku og mjög góða niðurstöðu. Félagar úr samninganefnd Eflingar hafa verið að heimsækja Eflingarfélaga sem vinna á þessum hótelum. Fengið mjög góðar viðtökur. Vorum með mjög góðan fjölmennan fund í gær. Þannig að ég er sannfærð um að eflingarfólk sem starfar þarna sé sammála samninganefnd Eflingar um að það sé tímabært að leggja þarna niður störf,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson segir innihald deilunnar við Eflingu hafa breyst frá upphafi hennar. Nú krefjist félagið launahækkana hjá olíubílstjórum sem þegar væru á háum launum.Stöð 2/Steingrímur Dúi Halldór Benjamín Þorbergsson segir þá stöðu sú væri upp komin ekki bara einstaka. „Þetta er í raun skelfileg staða sem komin er upp í boði Eflingar. Ég hef verulegar áhyggjur af þessari framvindu. Við sjáum að nú eru bifreiðastjórar á olíudreifingarbílum að fara að greiða atkvæði um verkföll. Þetta er hátekjustétt í samfélaginu eins og fram kemur í blöðum í dag. Með um 900 þúsund krónur í meðal heildarlaun. Þannig að staðan sem upp er komin er allt önnur en í upphafi þessarar deilu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín er eins og Sólveig Anna mjög bjartsýnn á að Félagsdómur fallist á rök samtakanna. Hann tekur ekki undir kröfu Eflingar um að skipaður verði sérstakur aðstoðarríkissáttasemjari til að miðla málum í deilunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill ekki taka afstöðu til þeirrar kröfu Eflingar að skipaður verði sérstakur aðstoðarríkissáttasemjari til að miðla málum í deilunni.Stöð 2/Steingrímur Dúi Ríkissáttasemjari verður að boða til næsta fundar deiluaðila á þriðjudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir deiluna greinilega í algjörum hnút og rétt að bíða niðurstöðu dómstóla. „Sáttasemjari er sjálfstæður í sínum störfum. Hann hefur ákveðnu lögbundnu hlutverki að gegna sem hann sinnir að sjálfsögðu. Enda nýtur hann fulls trausts stjórnvalda í þessu verkefni. Og ég leyfi mér að segja að stjórnvöld eru ekki að fara að segja sáttasemjara hvernig sé best að hann sinni því hlutverki,“ segir forsætisráðherra. Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. 3. febrúar 2023 14:49 Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag. 2. febrúar 2023 19:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Það hefur sjaldan og sennilega aldrei verið eins annasamt í dómskerfinu vegna kjaradeilu og nú. Bæði málsókn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og Samtaka atvinnulífsins fyrir Félagsdómi eru einstakar í sögunni og þess vegna kannski fordæmisgefandi. Í héraðsdómi reynir ríkissáttasemjari að fá dóm um að það beri að afhenda honum kjörskrá, eða veita honum aðgang að kjörskrá Eflingar. Fyrir Félagsdómi reyna Samtök atvinnulífsins síðan að fá það fram að ekki sé hægt að boða verkfallsaðgerðir eða fara í verkfall þegar ekki hafa verið greidd atkvæði um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir málatilbúnað SA fyrir Félagsdómi fáránlegan.Stöð 2/Sigurjón Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag til að fylgjast með málflutningi í kröfu ríkissáttasemjara gegn félaginu. Ertu bjartsýn á að þið náið góðri niðurstöðu hér í héraðsdómi? „Ég er sannarlega mjög bjartsýn á það.“ Og sömuleiðis fyrir Félagsdómi? „Þar er ég alveg hundrað prósent sannfærð. Meira en hér. Vegna þess að málatilbúnaður Samtaka atvinnulífsins er eins fráleitur og hægt er að hugsa sér,“ segir Sólveig Anna. Í gær dró Efling stjórnsýslukæru sína til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um lögmæti miðlunartillögunnar til baka og vísaði málinu til héraðsdóms sem tekur það fyrir eftir helgi. Ráðuneytið birti engu að síður úrskurð sinn í dag; taldi rök Eflingar ekki gild og vísaði kærunni frá. Í dag hófst aftur á móti atkvæðagreiðsla starfsmanna átta hótela til viðbótar við þau sjö sem þegar hafa samþykkt að fara í verkfall sem hefjast á næst komandi þriðjudag, og bílstjóra hjá olíufélögum og Samskipum um verkfall sem hæfist hinn 15. febrúar. „Ég er bjartsýn á mjög góða þátttöku og mjög góða niðurstöðu. Félagar úr samninganefnd Eflingar hafa verið að heimsækja Eflingarfélaga sem vinna á þessum hótelum. Fengið mjög góðar viðtökur. Vorum með mjög góðan fjölmennan fund í gær. Þannig að ég er sannfærð um að eflingarfólk sem starfar þarna sé sammála samninganefnd Eflingar um að það sé tímabært að leggja þarna niður störf,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson segir innihald deilunnar við Eflingu hafa breyst frá upphafi hennar. Nú krefjist félagið launahækkana hjá olíubílstjórum sem þegar væru á háum launum.Stöð 2/Steingrímur Dúi Halldór Benjamín Þorbergsson segir þá stöðu sú væri upp komin ekki bara einstaka. „Þetta er í raun skelfileg staða sem komin er upp í boði Eflingar. Ég hef verulegar áhyggjur af þessari framvindu. Við sjáum að nú eru bifreiðastjórar á olíudreifingarbílum að fara að greiða atkvæði um verkföll. Þetta er hátekjustétt í samfélaginu eins og fram kemur í blöðum í dag. Með um 900 þúsund krónur í meðal heildarlaun. Þannig að staðan sem upp er komin er allt önnur en í upphafi þessarar deilu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Halldór Benjamín er eins og Sólveig Anna mjög bjartsýnn á að Félagsdómur fallist á rök samtakanna. Hann tekur ekki undir kröfu Eflingar um að skipaður verði sérstakur aðstoðarríkissáttasemjari til að miðla málum í deilunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill ekki taka afstöðu til þeirrar kröfu Eflingar að skipaður verði sérstakur aðstoðarríkissáttasemjari til að miðla málum í deilunni.Stöð 2/Steingrímur Dúi Ríkissáttasemjari verður að boða til næsta fundar deiluaðila á þriðjudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir deiluna greinilega í algjörum hnút og rétt að bíða niðurstöðu dómstóla. „Sáttasemjari er sjálfstæður í sínum störfum. Hann hefur ákveðnu lögbundnu hlutverki að gegna sem hann sinnir að sjálfsögðu. Enda nýtur hann fulls trausts stjórnvalda í þessu verkefni. Og ég leyfi mér að segja að stjórnvöld eru ekki að fara að segja sáttasemjara hvernig sé best að hann sinni því hlutverki,“ segir forsætisráðherra.
Kjaraviðræður 2022-23 Dómsmál Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. 3. febrúar 2023 14:49 Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44 Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22 Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag. 2. febrúar 2023 19:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. 3. febrúar 2023 14:49
Ráðuneytið vísar frá kærunni sem Efling dró til baka Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru Eflingar vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Efling skaut kærunni í gær til héraðsdóms vegna þess hve félagið taldi ráðuneytið lengi að afgreiða kæruna. 3. febrúar 2023 09:44
Örlagaríkur dagur runninn upp í sögulegri deilu Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög. 3. febrúar 2023 06:22
Efling vill að skipaður verði nýr sáttasemjari Formaður Eflingar segir félagið ekki treysta ríkissáttasemjara til að leiða frekari viðræður við Samtök atvinnulífsins og vill að nýr einstaklingur verði fundinn í hans stað. Félagið gafst einnig upp á biðinni eftir úrskurði vinnumarkaðsráðherra á stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara og kærði tillöguna til Héraðsdóms í dag. 2. febrúar 2023 19:30