Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. febrúar 2023 14:34 Landsnet vinnur nú í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum. Viðbragðsáætlanir hafa verið virkjaðar og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Vísir/Vilhelm Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. Strengurinn var tekinn úr rekstri á áttunda tímanum síðasta mánudagskvöld en fyrstu greiningar bentu til að bilun væri í tengimúffu í landi nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Eftir bilanagreiningu hefur nú komið í ljós að bilunin hafi verið í sjó, um einum kílómetra frá Landeyjarsandi. „Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð,“ segir í tilkynningu frá Landsneti í dag. Vestmannaeyjastrengur 1 var tekinn í rekstur í kjölfar bilunarinnar og verður hann áfram keyrður ásamt varaafli meðan á viðgerð stendur. Þá mun Landsnet flytja auka varaaflsvélar til Vestmannaeyja til að tryggja rafmagn ef eitthvað skyldi koma upp á. „Unnið er í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum og höfum við nú þegar virkjað viðbragðsáætlanir og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Ekki er vitað á þessu stigi hvað olli því að strengurinn bilaði né hvað viðgerðin mun taka langan tíma,“ segir í tilkynningunni. Líkt og áður segir er þó viðbúið að viðgerðin verði tímafrek en kalla þarf út sérhæft viðgerðarskip fyrir viðgerð sem þessa og fá sérfræðinga til landsins. Veðurskilyrði þurfa þá að vera hagstæð. Strengurinn var upprunalega lagður árið 2013, framleiddur í verksmiðju í Svíþjóð og prófaður samkvæmt stífustu kröfum að framleiðslu lokinni í verksmiðju, að því er segir í tilkynningunni. Vestmannaeyjar Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Strengurinn var tekinn úr rekstri á áttunda tímanum síðasta mánudagskvöld en fyrstu greiningar bentu til að bilun væri í tengimúffu í landi nokkrum kílómetrum frá Rimakoti. Eftir bilanagreiningu hefur nú komið í ljós að bilunin hafi verið í sjó, um einum kílómetra frá Landeyjarsandi. „Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð,“ segir í tilkynningu frá Landsneti í dag. Vestmannaeyjastrengur 1 var tekinn í rekstur í kjölfar bilunarinnar og verður hann áfram keyrður ásamt varaafli meðan á viðgerð stendur. Þá mun Landsnet flytja auka varaaflsvélar til Vestmannaeyja til að tryggja rafmagn ef eitthvað skyldi koma upp á. „Unnið er í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og almannavarnir í Vestmannaeyjum og höfum við nú þegar virkjað viðbragðsáætlanir og undirbúningur fyrir viðgerð er hafinn. Ekki er vitað á þessu stigi hvað olli því að strengurinn bilaði né hvað viðgerðin mun taka langan tíma,“ segir í tilkynningunni. Líkt og áður segir er þó viðbúið að viðgerðin verði tímafrek en kalla þarf út sérhæft viðgerðarskip fyrir viðgerð sem þessa og fá sérfræðinga til landsins. Veðurskilyrði þurfa þá að vera hagstæð. Strengurinn var upprunalega lagður árið 2013, framleiddur í verksmiðju í Svíþjóð og prófaður samkvæmt stífustu kröfum að framleiðslu lokinni í verksmiðju, að því er segir í tilkynningunni.
Vestmannaeyjar Orkumál Tengdar fréttir Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31. janúar 2023 11:56