Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:48 Jaafar Jackson mun leika föðurbróður sinn Michael í nýrri kvikmynd um lífshlaup hans. Getty/samsett Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. „Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar. Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar.
Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira