Ömurlegt að upplifa sig sem útlending á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 13:30 Layfey Lín segir að hún elski að vera á Íslandi og þá sérstaklega að semja tónlist og taka upp myndbönd. Á rúntinum „Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi. Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira