66 umsækjendur af 178 sem sögðust börn metnir fullorðnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 11:57 Fylgdarlausum börnum sem sækja um vernd hér á landi hefur fjölgað mjög. Getty Frá árinu 2014 hafa 178 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi sem fylgdarlaus börn. Eftir gagnaöflun og aldursgreiningu voru 78 metnir sem börn en 66 sem fullorðnir. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, varaþingmanns Pírata. Þar segir að tólf af einstaklingunum 178 hefðu orðið 18 ára áður en ákvörðun var tekin í máli þeirra eða forsjáraðili þeirra komið til landsins. Tvö mál voru flokkuð undir „önnur lok“ en annar dró umsókn sína til baka en hinn hvarf. Tuttugu mál eru enn í vinnslu. Af þeim 78 einstaklingum sem fengu afgreiðslu á tímabilinu fengu 55 vernd, fimm mannúðarleyfi en átta var synjað. Fimm fengu önnur málalok og fimm er ólokið. Af þeim 55 sem fengu fernd fengu 19 samþykkta fjölskyldusameiningu. Í svari við annarri fyrirspurn um fylgdarlaus börn, sem Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fyrir mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið vinni nú náið með barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, Vinnumálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu til að bregðast við stórauknum fjölda fylgdarlausra barna. „Stuðningur ráðuneytisins hefur meðal annars falist í endurgreiðslu kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu við fylgdarlaus börn í sveitarfélaginu sem hefur gert Suðurnesjabæ kleift að bæta við starfskröftum í þjónustuna. Einnig hefur verið fundið húsnæði sem hentar betur sem búsetuúrræði fyrir elstu börnin sem staðsett er þar sem barnaverndarþjónusta Suðurnesjabæjar á auðveldara með að þjónusta þau,“ segir í svarinu. Þá hafi Barna- og fjölskyldustofa skerpt á verklagi við flutning mála milli sveitarfélaga í samræmi við búsetu barns. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, varaþingmanns Pírata. Þar segir að tólf af einstaklingunum 178 hefðu orðið 18 ára áður en ákvörðun var tekin í máli þeirra eða forsjáraðili þeirra komið til landsins. Tvö mál voru flokkuð undir „önnur lok“ en annar dró umsókn sína til baka en hinn hvarf. Tuttugu mál eru enn í vinnslu. Af þeim 78 einstaklingum sem fengu afgreiðslu á tímabilinu fengu 55 vernd, fimm mannúðarleyfi en átta var synjað. Fimm fengu önnur málalok og fimm er ólokið. Af þeim 55 sem fengu fernd fengu 19 samþykkta fjölskyldusameiningu. Í svari við annarri fyrirspurn um fylgdarlaus börn, sem Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði fyrir mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið vinni nú náið með barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, Vinnumálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu til að bregðast við stórauknum fjölda fylgdarlausra barna. „Stuðningur ráðuneytisins hefur meðal annars falist í endurgreiðslu kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu við fylgdarlaus börn í sveitarfélaginu sem hefur gert Suðurnesjabæ kleift að bæta við starfskröftum í þjónustuna. Einnig hefur verið fundið húsnæði sem hentar betur sem búsetuúrræði fyrir elstu börnin sem staðsett er þar sem barnaverndarþjónusta Suðurnesjabæjar á auðveldara með að þjónusta þau,“ segir í svarinu. Þá hafi Barna- og fjölskyldustofa skerpt á verklagi við flutning mála milli sveitarfélaga í samræmi við búsetu barns.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira