Sanna nýtur mestra vinsælda borgarfulltrúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 14:50 Sanna Magdalena var oftast nefnd á nafn þegar spurt var hvaða borgarfulltrúi hefði staðið sig best á kjörtímabilinu sem hófst eftir kosningarnar í maí. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum finnst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Helstu breytingar á fylgi flokka frá því í kosningunum í fyrravor eru hjá Framsókn og Pírötum. Framsókn fer úr 18,7 prósentum niður í 8,2 prósent. Pírata fara úr 11,6 prósentum upp í 20,4 prósent. Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þetta kemur fram í könnun Maskínu sem framkvæmd var um mánaðamótin nóvember desember 2022 og náði til rúmlega sjö hundruð íbúa borgarinnar átján ára og eldri. Alls nefndu 63 svarenda eða 15,5 prósent Sönnu sem þann fulltrúa sem hefði staðið sig best. Næstur kemur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri með 53 atkvæði og þar á eftir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, með 49 atkvæði. Alexandra Briem Pírati fær 42 atkvæði og Einar Þorsteinsson úr Framsókn 35 atkvæði. Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati fær 28 atkvæði, Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki 22 atkvæði og Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingunni einu atkvæði minna. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er fékk 15 atkvæði. Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri. Þá kemur sömuleiðis fram í könnuninni að tæplega helmingur borgarbúa telur borgarstjórn Reykjavíkur standa sig fremur eða mjög ill. Um fimmtungur telur borgarstjórn standa sig mjög eða fremur vel en 32 prósent telja frammistöðuna í meðallagi. Þá var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Vikmörk eru töluverð í kosningunni. Samfylkingin fékk 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn 22,3 prósent og Píratar 20,4 prósent. Skörun vikmarka er þó nokkur á milli þriggja efstu flokka og því ekki marktækur munur með tilliti til þessarar einu könnunar. Í samhengi við vinsældir Sönnu Magdalenu í könnuninni eru Sósíalistar fjórði stærsti flokkurinn með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent. Allar upplýsingar um könnunina má sjá í skjalinu að neðan (PDF). Tengd skjöl 2022_12_Borgarviti_MaskínuPDF2.4MBSækja skjal
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira