Handboltaskórnir í allt öðru landi en hann þegar hann fékk kallið til spila á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 14:31 Pol Valera sést hér í leik með spænska landsliðinu en hann þykir líklegur sem framtíðarstjarna liðsins. Getty/Catherine Steenkeste Spánverjar þurftu að gera breytingu á liði sínu á heimsmeistaramótinu í handbolta og kalla út mann. Sá sem fékk kallið var hins vegar í skemmtiferð með konunni í Englandi. Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni. HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira