SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. janúar 2023 15:10 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi á næstu áratugum en í dag. Hún fagnar erlendri fjárfestingu í greininni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að samtökin hafi fengið til sín sérfræðinga og ráðgjafafyrirtækið McKinsey og til að meta hversu raunhæft sé að framleiða mikið magn af eldisfiski hér á landi. „Niðurstaða þeirra var sú að það gæti tækifæri fyrir fjögur hundruð þúsund tonn eldi í sjó. Þá þegar búið væri að taka tillit til þátta eins og friðlýstra svæða, skipaumferðar og fleira,“ segir Heiðrún. Heiðrún bendir á í grein inn á vef SFS að raunhæft sé að horfa til þess að á næstu 15-20 árum verði samanlagt hægt að framleiða um fimm hundruð og fimmtíu þúsund tonn af eldisfiski á landi og í sjó. Til samanburðar voru um fjörutíu og fimm þúsund tonn af eldisfiski framleidd í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælaráðuneytinu fer þar nú fram heildarendurskoðun á regluverki í fiskeldi en meðal annars var ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group fengið til að gera ítarlega úttekt á stöðu fiskeldis hér. Niðurstöðu er að vænta á næstu mánuðum. Þá mun Ríkisendurskoðun skila af sér ítarlegri úttekt á fiskeldi og eftirliti með því í lok janúar. Matvælaráðherra hefur boðað breytingar á löggjöf um sjávarútveg en þar er einnig talað um fiskeldi. Á vef stjórnarráðsins í gær 17. janúar kemur fram að bráðabirgðaniðurstöður í stefnumótun séu þegar komnar fram. Þá er reglulega tekist á um sjókvíaeldi og afleiðingar þess fyrir lífríkið. Heiðrún segir að SFS hafi viljað koma sínum upplýsingum á framfæri nú um þessi mál. „Við teljum mikilvægt að öll sjónarmið komi fram og að við getum reynt að setja okkar tölur fram út frá þeim vísindum sem við höfum um hvert mögulegt magn fiskeldis gæti mögulega orðið,“ segir Heiðrún. Fagnar erlendri fjárfestingu í fiskeldi Heiðrún vísar til Noregs í grein sinni á vef SFS sem fremstu fiskeldisþjóðar heims og telur mikilvægt að Íslendingar horfi þangað. Þá er bent á stefnumörkun þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs um að stefna á að þrefalda fiskeldi þar í landi. Þegar gluggað er í umrædda stefnu eru einnig settir fram margir varnaglar um mikilvægi þess að horfa líka við ákvörðun til umhverfisáhrifa og annarra mögulegra skaðlegra áhrifa af fiskeldi þar í landi. Heiðrún segir hægt að læra mikið af Norðmönnum þegar kemur að fiskeldi og hefur ekki áhyggjur af aukinni fjárfestingu þeirra í greininni hér á landi. „Ég held að við getum tekið erlendri fjárfestingu í fiskeldi fagnandi. Innkoma Norðmanna í fiskeldi hér hefur bara falið í sér jákvæða þætti. Auðvitað mikla fjárfestingu og uppbyggingu og verðmætasköpun sem þegar er orðin. En það eru auðvitað fleiri erlendar þjóðir en Norðmenn sem horfa til þeirra tækifæra sem hér eru,“ segir hún. Nú liggur fyrir norska þinginu tillaga um að auðlindrenta af fiskeldi verði hækkuð í fjörutíu prósent en ofan á það bætist tuttugu og tveggja prósenta annar skattur sem þegar er tekin af greininni þar. Verði tillagan samþykkt væri skattur þar á fiskeldi því um 62%. Heiðrún telur þessa skattabreytingu ekki vera ástæðu fyrir auknum áhuga Norðmanna á fiskeldi hér á landi. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt að fylgjast vel með sköttum og gjöldum þegar þú ert í alþjóðlegri starfsemi. Við þurfum auðvitað að fylgjast með þessu hér á landi. Þar sem við eigum auðvitað líka í samkeppni við norskt eldi. En eins og staðan er í dag þá hefur þessi tillaga og hugmyndir ekki verið samþykkt í norska þinginu. Þetta eru ekki minni álögur en eru þegar eru lagðar á fiskeldi hér í dag,“ segir Heiðrún Lind. Fréttastofa hefur óskað eftir svari frá Matvælaráðuneytinu um hversu miklar álögur eru lagðar á fiskeldi hér á landi. Uppfært: Í svari Matvælaráðuneytisins í dag kemur eftirfarandi fram um álögur á fiskeldi hér á landi en eins og sést á þessu svari er það langt í frá einfalt. Þetta er ekki aleinfalt, gjaldið er ákvarðað í lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Eins og segir í annarri grein laganna er það út frá alþjóðlegu markaðsverði á atlantshafslaxi frá ágúst til október næst fyrir ákvörðunardag. Prósentuhlutfallið er frá 0,5% og upp í 3,5% og fer eftir kílóverði. 2. gr. Fjárhæð gjalds. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð. Fiskistofa skal ákvarða og birta fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember hvert ár til að öðlast gildi fyrir komandi almanaksár. Fjárhæð gjalds á hvert kílógramm slátraðs lax skal miðast við meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á atlantshafslaxi frá ágúst til október næst fyrir ákvörðunardag skv. 1. mgr. og nema því hlutfalli af þeim stofni sem hér segir: a. 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kílógramm eða hærra, b. 2% þegar verð er 4,3 evrur á kílógramm eða hærra en þó lægra en 4,8 evrur á kílógramm, c. 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kílógramm. Fjárhæð gjalds á hvert kílógramm slátraðs regnbogasilungs skal nema helmingi af gjaldi skv. 2. mgr. Fjárhæð gjalds á hvert kílógramm af slátruðum ófrjóum laxi og laxi sem alinn er í sjó með lokuðum eldisbúnaði skal nema helmingi af gjaldi skv. 2. mgr. Með alþjóðlegu markaðsverði í 2. mgr. er átt við verð á slægðum atlantshafslaxi með haus. Við umreikning úr evrum í íslenskar krónur skal miða við miðgengi í hverjum mánuði fyrir sig. Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Eigandi Stofnfisks stefnir í norsku kauphöllina og safnar hlutafé Benchmark Holdings, sem keypti 89 prósenta hlut í Stofnfiski árið 2014, hyggst afla 158 milljónum norskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða króna, í hlutafjárútboði. Það er skref í átt að tvíhliða skráningu á Euronext Growth hliðarmarkaðinn í Osló. Ef af hlutafjáraukningunni verður mun hlutaféð aukast um fimm prósent. 30. nóvember 2022 12:39 Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga. 29. nóvember 2022 14:10 Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. 27. október 2022 14:05 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að samtökin hafi fengið til sín sérfræðinga og ráðgjafafyrirtækið McKinsey og til að meta hversu raunhæft sé að framleiða mikið magn af eldisfiski hér á landi. „Niðurstaða þeirra var sú að það gæti tækifæri fyrir fjögur hundruð þúsund tonn eldi í sjó. Þá þegar búið væri að taka tillit til þátta eins og friðlýstra svæða, skipaumferðar og fleira,“ segir Heiðrún. Heiðrún bendir á í grein inn á vef SFS að raunhæft sé að horfa til þess að á næstu 15-20 árum verði samanlagt hægt að framleiða um fimm hundruð og fimmtíu þúsund tonn af eldisfiski á landi og í sjó. Til samanburðar voru um fjörutíu og fimm þúsund tonn af eldisfiski framleidd í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælaráðuneytinu fer þar nú fram heildarendurskoðun á regluverki í fiskeldi en meðal annars var ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group fengið til að gera ítarlega úttekt á stöðu fiskeldis hér. Niðurstöðu er að vænta á næstu mánuðum. Þá mun Ríkisendurskoðun skila af sér ítarlegri úttekt á fiskeldi og eftirliti með því í lok janúar. Matvælaráðherra hefur boðað breytingar á löggjöf um sjávarútveg en þar er einnig talað um fiskeldi. Á vef stjórnarráðsins í gær 17. janúar kemur fram að bráðabirgðaniðurstöður í stefnumótun séu þegar komnar fram. Þá er reglulega tekist á um sjókvíaeldi og afleiðingar þess fyrir lífríkið. Heiðrún segir að SFS hafi viljað koma sínum upplýsingum á framfæri nú um þessi mál. „Við teljum mikilvægt að öll sjónarmið komi fram og að við getum reynt að setja okkar tölur fram út frá þeim vísindum sem við höfum um hvert mögulegt magn fiskeldis gæti mögulega orðið,“ segir Heiðrún. Fagnar erlendri fjárfestingu í fiskeldi Heiðrún vísar til Noregs í grein sinni á vef SFS sem fremstu fiskeldisþjóðar heims og telur mikilvægt að Íslendingar horfi þangað. Þá er bent á stefnumörkun þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs um að stefna á að þrefalda fiskeldi þar í landi. Þegar gluggað er í umrædda stefnu eru einnig settir fram margir varnaglar um mikilvægi þess að horfa líka við ákvörðun til umhverfisáhrifa og annarra mögulegra skaðlegra áhrifa af fiskeldi þar í landi. Heiðrún segir hægt að læra mikið af Norðmönnum þegar kemur að fiskeldi og hefur ekki áhyggjur af aukinni fjárfestingu þeirra í greininni hér á landi. „Ég held að við getum tekið erlendri fjárfestingu í fiskeldi fagnandi. Innkoma Norðmanna í fiskeldi hér hefur bara falið í sér jákvæða þætti. Auðvitað mikla fjárfestingu og uppbyggingu og verðmætasköpun sem þegar er orðin. En það eru auðvitað fleiri erlendar þjóðir en Norðmenn sem horfa til þeirra tækifæra sem hér eru,“ segir hún. Nú liggur fyrir norska þinginu tillaga um að auðlindrenta af fiskeldi verði hækkuð í fjörutíu prósent en ofan á það bætist tuttugu og tveggja prósenta annar skattur sem þegar er tekin af greininni þar. Verði tillagan samþykkt væri skattur þar á fiskeldi því um 62%. Heiðrún telur þessa skattabreytingu ekki vera ástæðu fyrir auknum áhuga Norðmanna á fiskeldi hér á landi. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt að fylgjast vel með sköttum og gjöldum þegar þú ert í alþjóðlegri starfsemi. Við þurfum auðvitað að fylgjast með þessu hér á landi. Þar sem við eigum auðvitað líka í samkeppni við norskt eldi. En eins og staðan er í dag þá hefur þessi tillaga og hugmyndir ekki verið samþykkt í norska þinginu. Þetta eru ekki minni álögur en eru þegar eru lagðar á fiskeldi hér í dag,“ segir Heiðrún Lind. Fréttastofa hefur óskað eftir svari frá Matvælaráðuneytinu um hversu miklar álögur eru lagðar á fiskeldi hér á landi. Uppfært: Í svari Matvælaráðuneytisins í dag kemur eftirfarandi fram um álögur á fiskeldi hér á landi en eins og sést á þessu svari er það langt í frá einfalt. Þetta er ekki aleinfalt, gjaldið er ákvarðað í lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Eins og segir í annarri grein laganna er það út frá alþjóðlegu markaðsverði á atlantshafslaxi frá ágúst til október næst fyrir ákvörðunardag. Prósentuhlutfallið er frá 0,5% og upp í 3,5% og fer eftir kílóverði. 2. gr. Fjárhæð gjalds. Rekstrarleyfishafi fiskeldisstöðvar í sjó skal greiða gjald í ríkissjóð. Fiskistofa skal ákvarða og birta fjárhæð gjaldsins með auglýsingu eigi síðar en 1. desember hvert ár til að öðlast gildi fyrir komandi almanaksár. Fjárhæð gjalds á hvert kílógramm slátraðs lax skal miðast við meðaltal alþjóðlegs markaðsverðs á atlantshafslaxi frá ágúst til október næst fyrir ákvörðunardag skv. 1. mgr. og nema því hlutfalli af þeim stofni sem hér segir: a. 3,5% þegar verð er 4,8 evrur á kílógramm eða hærra, b. 2% þegar verð er 4,3 evrur á kílógramm eða hærra en þó lægra en 4,8 evrur á kílógramm, c. 0,5% þegar verð er lægra en 4,3 evrur á kílógramm. Fjárhæð gjalds á hvert kílógramm slátraðs regnbogasilungs skal nema helmingi af gjaldi skv. 2. mgr. Fjárhæð gjalds á hvert kílógramm af slátruðum ófrjóum laxi og laxi sem alinn er í sjó með lokuðum eldisbúnaði skal nema helmingi af gjaldi skv. 2. mgr. Með alþjóðlegu markaðsverði í 2. mgr. er átt við verð á slægðum atlantshafslaxi með haus. Við umreikning úr evrum í íslenskar krónur skal miða við miðgengi í hverjum mánuði fyrir sig.
Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Eigandi Stofnfisks stefnir í norsku kauphöllina og safnar hlutafé Benchmark Holdings, sem keypti 89 prósenta hlut í Stofnfiski árið 2014, hyggst afla 158 milljónum norskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða króna, í hlutafjárútboði. Það er skref í átt að tvíhliða skráningu á Euronext Growth hliðarmarkaðinn í Osló. Ef af hlutafjáraukningunni verður mun hlutaféð aukast um fimm prósent. 30. nóvember 2022 12:39 Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga. 29. nóvember 2022 14:10 Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. 27. október 2022 14:05 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48
Eigandi Stofnfisks stefnir í norsku kauphöllina og safnar hlutafé Benchmark Holdings, sem keypti 89 prósenta hlut í Stofnfiski árið 2014, hyggst afla 158 milljónum norskra króna, jafnvirði um 2,3 milljarða króna, í hlutafjárútboði. Það er skref í átt að tvíhliða skráningu á Euronext Growth hliðarmarkaðinn í Osló. Ef af hlutafjáraukningunni verður mun hlutaféð aukast um fimm prósent. 30. nóvember 2022 12:39
Væntir frekari samruna fyrirtækja á næsta ári Líkur eru á frekari samþjöppun og samrunum fyrirtækja á næsta ári, einkum á sviði upplýsingatækni og sjávarútvegs- og matvælaiðnaði. Á sama tíma mun fjöldi fjölskyldufyrirtækja þurfa á meira fjármagni að halda til fjárfestinga. 29. nóvember 2022 14:10
Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. 27. október 2022 14:05