Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2023 18:31 Stjörnurnar á bak við myndina Villibráð á forsýningunni í Smáralind. Vísir/Hulda Margrét Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. Avatar er langvinsælasta mynd heims um þessar mundir. Tæplega fimm þúsund gestir sáu Villibráð um helgina samkvæmt tilkynningunni svo yfir 16.000 gestir kvikmyndahúsa landsins hafa séð myndina. Íslenska kvikmyndaárið er því að fara af stað með látum Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment. Villibráð er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni. Hér fyrir neðan má sjá nokkra dóma sem myndin hefur hlotið. „Villibráð er ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér landi í mörg ár,“ segir meðal annars í fjögurra stjörnu dómi gagnrýnanda Morgunblaðsins. „Ég var með harðsperrur í maganum af hlátri. Ég hef ekki hlegið svona mikið á íslenskri kvikmynd síðan ég sá Stellu í orlofi.“ -Sigríður Pétursdóttir, Rás 2. „Það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið í bíó. Með því fyndnara sem ég hef séð, ég grenjaði úr hlátri.“-Auðunn Blöndal. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. 9. janúar 2023 15:45 Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 5. janúar 2023 11:34 „Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. 4. janúar 2023 20:12 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Avatar er langvinsælasta mynd heims um þessar mundir. Tæplega fimm þúsund gestir sáu Villibráð um helgina samkvæmt tilkynningunni svo yfir 16.000 gestir kvikmyndahúsa landsins hafa séð myndina. Íslenska kvikmyndaárið er því að fara af stað með látum Handritið skrifaði leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson, ásamt Elsu Maríu Jakobsdóttur leikstjóra. Með stærstu hlutverk fara Aníta Briem, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Nína Dögg Filippusdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Myndin var framleidd af Þóri Snæ Sigurjónssyni, Ragnheiði Erlingsdóttur og Arnari Benjamín Kristjánssyni fyrir Zik Zak kvikmyndir í samstarfi við Scanbox Entertainment. Villibráð er endurgerð af ítölsku verðlaunakvikmyndinni Perfetti Sconoscuti eða Perfect Strangers, sem kom út árið 2016. Myndin hefur verið endurgerð átján sinnum og komst hún því í Heimsmetabók Guinness. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni. Hér fyrir neðan má sjá nokkra dóma sem myndin hefur hlotið. „Villibráð er ein skemmtilegasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér landi í mörg ár,“ segir meðal annars í fjögurra stjörnu dómi gagnrýnanda Morgunblaðsins. „Ég var með harðsperrur í maganum af hlátri. Ég hef ekki hlegið svona mikið á íslenskri kvikmynd síðan ég sá Stellu í orlofi.“ -Sigríður Pétursdóttir, Rás 2. „Það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið í bíó. Með því fyndnara sem ég hef séð, ég grenjaði úr hlátri.“-Auðunn Blöndal.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tengdar fréttir Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. 9. janúar 2023 15:45 Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 5. janúar 2023 11:34 „Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. 4. janúar 2023 20:12 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. 9. janúar 2023 15:45
Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 5. janúar 2023 11:34
„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. 4. janúar 2023 20:12