Íbúar fari sparlega með vatnið í fimbulkuldanum: „Þá komast allir í sund“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. janúar 2023 20:03 Mikið rennsli er í hitaveitukerfinu hjá Veitum um þessar mundir og eru þau í hámarksrennsli ársins í fyrra. Vísir/Vilhelm Talsverður kuldi er í kortunum víða um land og gæti frostið náð tuttugu stigum um helgina. Veitur hafa ekki þurft að grípa til skerðingar að svo stöddu en hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. Ekki er útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og þurfa borgarbúar því ekki að örvænta. Frostið nær yfir allt landið en veðurstofan spáir allt frá fimm stiga frosti upp í tuttugu stig, bæði í dag og á morgun, samhliða tiltölulega hægum vindi og bjartviðri. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf af kuldanum og Veitur eru í viðbragðsstöðu vegna þessa með tilliti til hitaveitu. Svona lítur spáin út skömmu eftir hádegi á morgun. „Það er mikið rennsli og eins og dagurinn er í dag, við erum í hámarksrennsli ársins í fyrra. En þetta lítur samt alveg vel út og við erum ekki með neinar skerðingar í gangi og teljum ekki að við þurfum að fara í neinar skerðingar, alla vega ekki í dag,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna. Ef að kuldakastið heldur áfram, og til dæmis vindkæling fylgir með, eða ef eitthvað óvænt kemur upp á þá geti það breyst. Íbúar geti brugðist við með ýmsum hætti en níutíu prósent af vatninu fer til húshitunar. „Það er aðallega að passa að við séum með rétt stillta ofna og gólfhitakerfi, að við séum ekki að byrgja ofna til dæmis með síðum og þykkum gluggatjöldum eða sófum eða eitthvað slíkt. Við viljum nýta vatnið vel og fara vel með og spara orkukostnað fyrir heimilin eins og hægt er,“ segir Sólrún. Einnig er fólk hvatt til að forðast það að hafa opið út til lengri tíma, þó það þurfi vissulega að lofta út. Ítarlegar leiðbeiningar um hvað fólk getur gert má finna á vef Veitna. Neyðarskýlin opin líkt og sundlaugarnar Kuldinn hefur kallað á einhverjar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar en neyðaráætlun í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir var virkjuð fyrir helgi. Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum í dag og á morgun vegna kuldans. Margir almennir notendur eru þá brenndir eftir kuldakastið í desember þar sem sundlaugum var lokað. Það stefnir þó ekki í það í borginni eins og er, alla vega ekki í Laugardalslaug. „Það er ekki planið, við gerum ráð fyrir að halda bara óslitinni opnun núna áfram og við ætlum bara að halda áfram að standa okkar vakt. Það er alveg pottþétt,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Sundáhugamenn þurfi ekki að hafa áhyggjur nema ástandið verði viðvarandi. „Margir dagar með fimmtán stiga frosti og svoleiðis gætu kannski farið að bíta svolítið í en þá biðjum við bara borgarbúa um að vera duglegir að spara heita vatnið. Það er eitthvað sem myndi hjálpa okkur mikið, þá komast allir í sund,“ segir Árni léttur í bragði. Veður Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Allt að tuttugu stiga frost Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig. 14. janúar 2023 07:46 Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný. 20. desember 2022 20:02 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Frostið nær yfir allt landið en veðurstofan spáir allt frá fimm stiga frosti upp í tuttugu stig, bæði í dag og á morgun, samhliða tiltölulega hægum vindi og bjartviðri. Höfuðborgarsvæðið fær sinn skerf af kuldanum og Veitur eru í viðbragðsstöðu vegna þessa með tilliti til hitaveitu. Svona lítur spáin út skömmu eftir hádegi á morgun. „Það er mikið rennsli og eins og dagurinn er í dag, við erum í hámarksrennsli ársins í fyrra. En þetta lítur samt alveg vel út og við erum ekki með neinar skerðingar í gangi og teljum ekki að við þurfum að fara í neinar skerðingar, alla vega ekki í dag,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna. Ef að kuldakastið heldur áfram, og til dæmis vindkæling fylgir með, eða ef eitthvað óvænt kemur upp á þá geti það breyst. Íbúar geti brugðist við með ýmsum hætti en níutíu prósent af vatninu fer til húshitunar. „Það er aðallega að passa að við séum með rétt stillta ofna og gólfhitakerfi, að við séum ekki að byrgja ofna til dæmis með síðum og þykkum gluggatjöldum eða sófum eða eitthvað slíkt. Við viljum nýta vatnið vel og fara vel með og spara orkukostnað fyrir heimilin eins og hægt er,“ segir Sólrún. Einnig er fólk hvatt til að forðast það að hafa opið út til lengri tíma, þó það þurfi vissulega að lofta út. Ítarlegar leiðbeiningar um hvað fólk getur gert má finna á vef Veitna. Neyðarskýlin opin líkt og sundlaugarnar Kuldinn hefur kallað á einhverjar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar en neyðaráætlun í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir var virkjuð fyrir helgi. Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum í dag og á morgun vegna kuldans. Margir almennir notendur eru þá brenndir eftir kuldakastið í desember þar sem sundlaugum var lokað. Það stefnir þó ekki í það í borginni eins og er, alla vega ekki í Laugardalslaug. „Það er ekki planið, við gerum ráð fyrir að halda bara óslitinni opnun núna áfram og við ætlum bara að halda áfram að standa okkar vakt. Það er alveg pottþétt,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Sundáhugamenn þurfi ekki að hafa áhyggjur nema ástandið verði viðvarandi. „Margir dagar með fimmtán stiga frosti og svoleiðis gætu kannski farið að bíta svolítið í en þá biðjum við bara borgarbúa um að vera duglegir að spara heita vatnið. Það er eitthvað sem myndi hjálpa okkur mikið, þá komast allir í sund,“ segir Árni léttur í bragði.
Veður Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Allt að tuttugu stiga frost Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig. 14. janúar 2023 07:46 Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný. 20. desember 2022 20:02 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Allt að tuttugu stiga frost Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig. 14. janúar 2023 07:46
Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15
Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný. 20. desember 2022 20:02