Fluglest óraunhæfur valkostur Sigurður P. Sigmundsson skrifar 10. janúar 2023 07:31 Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Merkilegt að nokkrir óveðursdagar á suðvesturhorni landsins skuli hafa vakið upp umræðu um hraðlest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þessi svokallaða fluglest var mest í umræðunni árið 2014 í kjölfar skýrslu áhugahóps um málið. Í nýlegu viðtali við Bylgjuna staðhæfir Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar, að málið hafi strandað á Hafnarfjarðarbæ sem hafi ekki verið til viðræðu um samninga um skipulagsmál. Það tel ég vera mikla einföldun. Þessi hugmynd var einfaldlega að mati flestra talin óraunhæf og framkvæmdin alltof kostnaðarsöm. Í skýrslu áhugahópsins segir að stærstu óvissuþættirnir við mat á arðsemi verkefnisins séu stofnkostnaður og fjöldi farþega. Skoðum það aðeins nánar. Þannig er gert ráð fyrir mikilli og stöðugri fjölgun flugfarþega og að 50% allra ferðamanna í millilandaflugi muni nýta sér lestina. Þetta verður að telja nokkra bjartsýni. Ísland gæti dottið úr tísku sem áfangastaður og Íslendingar eru vanafastir. Erfitt er að stjórna kauphegðun ferðamanna sem ekki endilega leggja kapp á að komast milli staða á sem stystum tíma. Velja hugsanlega frekar bílaleigubíl eða eru í pakkaferðum þar sem rútuferð er innifalin. Ef ekkert millistopp er á leiðinni til endastöðvarinnar í Vatnsmýri mun það væntanlega draga úr áhuga Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa á að nýta sér lestina. Aðalatriðið er hins vegar það að íbúar á Suðurnesjum, og í raun landinu öllu, eru alltof fáir og það eru takmörk á því hversu mikið flugumferð til Keflavíkurflugvallar getur aukist í næstu framtíð sem valda því að rekstur fluglestarinnar er ólíklegur til að borga sig. Í skýrslunni er gert ráð fyrir því að lengd lestarteina verði 47 km frá Reykjanesbæ að Vatnsmýrinni. Lestarteinar verði ofanjarðar að Straumsvík og fari þá í 12-14 km undirgöng alla leiðina í Vatnsmýrina. Í skýrslunni segir að stærsti áhættuþátturinn við gerð jarðgangna tengist oftast vatnsinnrennsli og lélegu bergi. Einmitt það. Þennan veigamikla þátt þarf að rannsaka miklu betur. Fyrir liggur þó að í Hafnarfirði og Garðabæ er víðast hvar að finna hraun og undir því móbergsmyndanir en þessi berglög eru gisin og henta síður til gangnagerðar en þar sem eru grágrýtislög. Upphaflega var gert ráð fyrir því að stofnkostnaður yrði á bilinu rúmlega kr. 100 milljarðar en gera má ráð fyrir að kostnaðurinn á núvirði færi í kr. 200 – 300 milljaða, allt eftir því hversu mikil tenging yrði við borgarlínuna. Og þá er ótalinn rekstrarkostnaðurinn sem er hár í slíkri starfsemi. Skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur aldrei gert ráð fyrir lestarsamgöngum, kannski því miður. Þess vegna er ekkert pláss ofanjarðar fyrir lestarteina. Bygging lestargangna undir höfuðborgarsvæðið myndi valda miklu raski. Eru íbúar tilbúnir að láta það yfir sig ganga? Í mínum huga er engum greiði gerður með því að gera umræðu um fluglestina hátt undir höfði því svo óraunhæf er hún. Gefum okkur að sveitarfélögin myndu gera allt til að breyta skipulagi sínu svo af þessu geti orðið. Hvað þá með fjármögnunina en hingað til hefur verið gert ráð fyrir einkafjármögnun. Stjórnvöld hafa ekki haft þennan möguleika til skoðunar enn sem komið er. Er líklegt að fjárfestar séu tilbúnir til að leggja allt að kr. 300 milljarða í slíka framkvæmd með þeirri óvissu sem fylgir? Ég vildi gjarnan sjá framan í þá fjárfesta. Vissulega þarf að bæta samgöngur víðast hvar á landinu en verum skynsöm í þeim umbótum. Höfundur er hagfræðingur og býr í Hafnarfirði.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar