„Ég hef fullan stuðning“ Atli Arason skrifar 8. janúar 2023 15:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Getty Images Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea. Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Potter sagði að hann hefði aldrei yfirgefið Brighton til að taka við Chelsea, ef hann ætlaði að óttast að vera rekin frá Chelsea eftir einungis fjóra mánuði í starfi. Hann telur sig hafa stuðning stjórnar Chelsea, þrátt fyrir einungis einn sigur í síðustu átta úrvalsdeildarleikjum. „Ég hefði ekki yfirgefið síðasta starfið mitt ef ég myndi ekki telja mig hafa stuðning eigendanna hér,“ sagði Potter á fréttamannafundi fyrir leik Chelsea gegn Manchester City í enska FA bikarnum, sem fer fram síðar í dag. „Það er ekki eins og ég hafi stokkið á fyrsta tækifæri sem mér bauðst til þess að yfirgefa Brighton. Ég fékk önnur tækifæri en mér fannst þetta tækifæri [að fara til Chelsea] vera það rétta vegna eigenda liðsins og stuðnings þeirra. Það hefur svo reynst vera rétt en þeir hafa verið frábærir við mig,“ sagði Potter. „Eigendurnir skilja stöðuna til fulls og hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef meiri trú á því í dag hvað við getum afrekað miðað við þá trú sem hafði þegar ég hóf störf. Það er vegna þess að í dag skil ég betur hvað félagið og leikmennirnir þurfa. Ég skil að fólk spyr þessa spurninga miðað við það sem hefur gengið á hjá félaginu í fortíðinni,“ sagði Potter og átti þá við Chelsea undir stjórn Roman Abramovich, þar sem knattspyrnustjórar fengu að fjúka við fyrsta tækifæri. „Það eina sem ég veit er að ég hef fullan stuðning frá þeim sem stjórna félaginu, frá öllum leikmönnunum og öllu starfsliðinu.“ Ef Chelsea tapar gegn Manchester City seinna í dag verður liðið dottið úr tveimur keppnum og hefur bara tvær í viðbót til að keppast um á tímabilinu, Meistaradeild Evrópu og Úrvalsdeildina. Chelsea er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, 19 stigum á eftir toppliði Arsenal. Potter hefur ekki áhyggjur af stöðunni og biðlar til fólks um að sína meiri þolinmæði. „Pep [Guardiola] fór í gegnum sitt fyrsta ár án þess að vinna eitthvað og Mikel [Arteta] og Jurgen [Klopp] fengu líka tíma. Augljóslega er þetta eitthvað öðruvísi hjá mér að einhverri ástæðu en ég vil ekki setja mér fyrir einhvern ákveðinn tímaramma. Ég veit af ábyrgðinni sem fylgir þessu og ég veit líka hvað ég er fær um að gera.“ „Það verða alltaf einhverjir í fjölmiðlum sem munu gagnrýna, sama hvað. Ég er allavegana ekki hér [á fjölmiðlafundi] til þess að sannfæra neinn. Ég held áfram að vinna mína vinnu og ef hún sannfærir einhvern, þá er það fínt,“ sagði Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira