Nýársspá Siggu Kling - Bogmaðurinn Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Bogmaðurinn minn, það hefur verið rysjótt hjá þér og það er kannski vegna þess að ár drekans er að enda og ár kanínunnar er að byrja í kringum þann 20. janúar. Þú ert búinn að vera alveg á fullu og nú eru að koma betri vindar til þess að slaka aðeins á huganum og skipuleggja þetta guðsblessaða ár sem þú ert að ganga inn í. Þú ert strax að fá uppskeru, hvort sem þú bjóst við því eða ekki. Og núna strax er líka að gerast eitthvað sem þú vonaðist til að myndi rætast. Þú þarft ekki að bíða lengi, það er eins og þú hafir sjálfur skrifað þessa sögu, og kannski gerðirðu það. Febrúar og mars eru tíminn sem þú gengur frá öllu sem þú þarft að ganga frá og manst eftir þeim sem þú þarft að muna eftir og þú verður ánægður með þig. Ef þér finnst að þú lendir í óréttlæti, þá mun það óréttlæti skapa réttlæti, þú verður bara að muna að anda inn og að anda út. Það er bjart yfir þér og það er næstum því alveg sama hvað þú biður um eða leggur til, fólk vill hjálpa þér. Þetta gæti verið vegna þess að þú ert sanngjörn og góð manneskja og fólk vill vera með þér í þessu partýi. Vorið er spennandi, þó að þér finnist ekki allt gerast á hárnákvæmum tíma, en þá gerist það bara á betri tíma. Þú hélst kannski að þú værir of seinn að sækja um eitthvað, en svo sérðu þetta bjargaðist auðvitað allt. Það er eins og það bjargist allt á síðustu metrunum. Að sjálfsögðu veldur það spennu, en orðið spenna er dregið af orðinu spennandi. Það verður rifist um þig, það gæti verið í ástamálum eða í vináttunni og þú verður hálf hissa á því hvað eru margir að dáðst að þér og því sem þú gerir. Talan einn er þín tala á þessu ári og hún táknar upphaf, leiðtogahæfileika og skipulag, ef þig vantar það. En þú verður líka að standa fyrir þínu og helst ekki búa í foreldrahúsum ef þú getur annað, og þú getur það. Að sjálfsögðu verðurðu fyrir áföllum, það er ekki hægt að vera rísandi á nýju upphafi og hafa töluna einn í kortinu sínu nema eitthvað annað brotni frá, og kannski er kominn tími, því rétti tíminn er núna. Þetta er árið sem þú getur miklu betur en þú ert að gera, og verður sannarlega árið sem þú finnur hver þú ert og hvers þú ert megnugur. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu.Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira
Þú ert búinn að vera alveg á fullu og nú eru að koma betri vindar til þess að slaka aðeins á huganum og skipuleggja þetta guðsblessaða ár sem þú ert að ganga inn í. Þú ert strax að fá uppskeru, hvort sem þú bjóst við því eða ekki. Og núna strax er líka að gerast eitthvað sem þú vonaðist til að myndi rætast. Þú þarft ekki að bíða lengi, það er eins og þú hafir sjálfur skrifað þessa sögu, og kannski gerðirðu það. Febrúar og mars eru tíminn sem þú gengur frá öllu sem þú þarft að ganga frá og manst eftir þeim sem þú þarft að muna eftir og þú verður ánægður með þig. Ef þér finnst að þú lendir í óréttlæti, þá mun það óréttlæti skapa réttlæti, þú verður bara að muna að anda inn og að anda út. Það er bjart yfir þér og það er næstum því alveg sama hvað þú biður um eða leggur til, fólk vill hjálpa þér. Þetta gæti verið vegna þess að þú ert sanngjörn og góð manneskja og fólk vill vera með þér í þessu partýi. Vorið er spennandi, þó að þér finnist ekki allt gerast á hárnákvæmum tíma, en þá gerist það bara á betri tíma. Þú hélst kannski að þú værir of seinn að sækja um eitthvað, en svo sérðu þetta bjargaðist auðvitað allt. Það er eins og það bjargist allt á síðustu metrunum. Að sjálfsögðu veldur það spennu, en orðið spenna er dregið af orðinu spennandi. Það verður rifist um þig, það gæti verið í ástamálum eða í vináttunni og þú verður hálf hissa á því hvað eru margir að dáðst að þér og því sem þú gerir. Talan einn er þín tala á þessu ári og hún táknar upphaf, leiðtogahæfileika og skipulag, ef þig vantar það. En þú verður líka að standa fyrir þínu og helst ekki búa í foreldrahúsum ef þú getur annað, og þú getur það. Að sjálfsögðu verðurðu fyrir áföllum, það er ekki hægt að vera rísandi á nýju upphafi og hafa töluna einn í kortinu sínu nema eitthvað annað brotni frá, og kannski er kominn tími, því rétti tíminn er núna. Þetta er árið sem þú getur miklu betur en þú ert að gera, og verður sannarlega árið sem þú finnur hver þú ert og hvers þú ert megnugur. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir Íslendingar í stjörnumerkinu.Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Edrú í eitt ár Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Gjafakort sem minna á sig og renna aldrei út Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Sjá meira