Talsvert um nauðung á hjúkrunarheimilum og lagt til að þrengja heimildir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2022 14:22 Hluti samráðshópsins ásamt heilbrigðisráðherra. Stjórnarráðið Talsvert er um að nauðung sé beitt á hjúkrunarheimilum og eru læsingar og fjötrun algengustu aðferðirnar. Samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra leggur til að þrengja heimildir til beitingu nauðungar og setja auknar skorður við framkvæmdina. Þetta kemur fram í áliti samráðshópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra. Hópnum var falið að fjalla um frumvarp þessa efnis sem tvívegis hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Tillögur samráðshópsins miða allar að því að þrengja heimildir til beitingu nauðungar frá fyrra frumvarpi og setja auknar skorður miðað við framkvæmdina eins og hún er í dag. Hópurinn ítrekar þá meginreglu að fólk skuli ráða meðferð sinni sjálft og að dregið verði markvisst úr beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu. Teljist óhjákvæmilegt að beita nauðung verður skylt að sækja fyrir fram um undanþágu til lögskipaðs sérfræðiteymis samkvæmt tillögum samráðshópsins. Beiting nauðungar skal byggð skýrum reglum sem kveða á um einstaklingsbundið mat á aðstæðum, verklag framkvæmdar, tilkynningarskyldu til eftirlitsaðila og kæruleið. Hópurinn telur að í neyðartilvikum geti beiting nauðungar verið óhjákvæmileg til að uppfylla lífsnauðsynlegar þarfir sjúklings eða tryggja öryggi hans. Hafi nauðung verið beitt í neyðartilviki ber að tilkynna það til sérfræðiteymisins. Hópurinn leggur einnig til aukna aðkomu notenda að sérfræðiteyminu þannig að þrír af sjö fulltrúum þess verða fulltrúar notenda í stað eins áður. Enn fremur er lagt til að sjúklingar eigi rétt á úrvinnslumeðferð eftir beitingu nauðungar. Í vinnu hópsins um takmarkanir á beitingu nauðungar var sérstaklega horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Evrópusamnings um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í meðfylgjandi skilabréfi starfshópsins er fjallað um hvernig starfi hans var háttað og gerð grein fyrir öllum tillögum hans til breytinga á fyrrnefndu frumvarpi. Hópurinn viðhafði það verklag að ræða allar athugasemdir sem fram komu á fundum hans og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort og þá hvaða breytingar á frumvarpinu yrðu lagðar til í ljósi athugasemdina. Niðurstöður starfshópsins eru því sameiginlegar allra sem í honum áttu sæti. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til breytinga á lögum um réttindi sjúklinga varðandi takmörk á beitingu nauðungar verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fljótlega eftir áramót. Tengd skjöl Skilabréf_samráðshóps_notendahópa_um_frumvarp_varðandi_beitingu_nauðungarPDF326KBSækja skjal Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti samráðshópsins sem hefur skilað niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra. Hópnum var falið að fjalla um frumvarp þessa efnis sem tvívegis hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki náð fram að ganga. Tillögur samráðshópsins miða allar að því að þrengja heimildir til beitingu nauðungar frá fyrra frumvarpi og setja auknar skorður miðað við framkvæmdina eins og hún er í dag. Hópurinn ítrekar þá meginreglu að fólk skuli ráða meðferð sinni sjálft og að dregið verði markvisst úr beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu. Teljist óhjákvæmilegt að beita nauðung verður skylt að sækja fyrir fram um undanþágu til lögskipaðs sérfræðiteymis samkvæmt tillögum samráðshópsins. Beiting nauðungar skal byggð skýrum reglum sem kveða á um einstaklingsbundið mat á aðstæðum, verklag framkvæmdar, tilkynningarskyldu til eftirlitsaðila og kæruleið. Hópurinn telur að í neyðartilvikum geti beiting nauðungar verið óhjákvæmileg til að uppfylla lífsnauðsynlegar þarfir sjúklings eða tryggja öryggi hans. Hafi nauðung verið beitt í neyðartilviki ber að tilkynna það til sérfræðiteymisins. Hópurinn leggur einnig til aukna aðkomu notenda að sérfræðiteyminu þannig að þrír af sjö fulltrúum þess verða fulltrúar notenda í stað eins áður. Enn fremur er lagt til að sjúklingar eigi rétt á úrvinnslumeðferð eftir beitingu nauðungar. Í vinnu hópsins um takmarkanir á beitingu nauðungar var sérstaklega horft til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og Evrópusamnings um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Í meðfylgjandi skilabréfi starfshópsins er fjallað um hvernig starfi hans var háttað og gerð grein fyrir öllum tillögum hans til breytinga á fyrrnefndu frumvarpi. Hópurinn viðhafði það verklag að ræða allar athugasemdir sem fram komu á fundum hans og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort og þá hvaða breytingar á frumvarpinu yrðu lagðar til í ljósi athugasemdina. Niðurstöður starfshópsins eru því sameiginlegar allra sem í honum áttu sæti. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi til breytinga á lögum um réttindi sjúklinga varðandi takmörk á beitingu nauðungar verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fljótlega eftir áramót. Tengd skjöl Skilabréf_samráðshóps_notendahópa_um_frumvarp_varðandi_beitingu_nauðungarPDF326KBSækja skjal
Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 12. nóvember 2022 07:00