Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 14:40 Ökutækið sem um ræðir. Skátar hafa ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Skátaland Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Skátaland er rekið af Skátasambandi Reykjavíkur og leigir út hoppukastala og veislutjöld í fjáröflunarskyni. Að sögn framkvæmdastjóra Skátalands brutust óprúttnir aðilar inn í húsnæði systurfyrirtækisins Grænna skáta í sumar sem starfrækir umfangsmikla flösku- og dósasöfnun. Þjófarnir hafi meðal annars haft á brott með sér lykla og í kjölfarið hafi sendiferðabíl í eigu Grænna skáta horfið. Nú sé kassabíls Skátalands sömuleiðis sárt saknað. Hvimleiður jólaglaðningur Ekki liggur fyrir hvenær látið var til skarar skríða yfir helgina en þjófnaðurinn uppgötvaðist í dag þegar starfsfólk mætti aftur til vinnu eftir jólin. Bíllinn var fyrir utan húsnæði Skátalands og Grænna skáta í Hraunbæ 123 í Reykjavík. Hann er áberandi merktur og því ljóst að erfitt gæti reynst fyrir þjófana að fara huldu höfði ef þeir hyggjast nota nota ökutækið. Það er ekki hoppandi fjör í húsakynnum Skátalands þessa dagana.Skátaland „Það er rosalega mikill faraldur í því að brjótast inn í dósagáma og hirða dósirnar þaðan. Þetta er líklega sama liðið sem hefur tekið okkar bíl og hyggst nota það í þann business. Við erum bjartsýn á að hann finnist, þetta er áberandi bíll og við erum líklega komin með grunaða einstaklinga sem sáust á myndavélum fyrr í mánuðinum,“ segir Jón Andri Helgason, framkvæmdastjóri Skátalands í samtali við Vísi. Þann 8. desember hafi einstaklingarnir keyrt ökutæki Skátalands og síðan skilið þau eftir fyrir utan húsakynni fyrirtækisins. Væri fínt að fá hann aftur fyrir föstudag Jón Andri segir að aðrir hoppukastalar verði leigðir út í dag í stað þeirra sem var stolið en einnig hafi staðið til að nota einn þeirra þann 30. desember næstkomandi. „Við erum bara að vonast til að þetta finnist svo við getum leigt þeim viðskiptavinum sem óskuðu eftir þessum búnaði,“ bætir hann við en málið er nú komið á borð lögreglu. Jón Andri óskar eftir upplýsingum um ferðir bílsins í síma 577-4500.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira