Varði aðfangadagskvöldi með ókunnugum strandaglópum í Keflavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 18:50 Alexa ásamt öðrum strandaglópum. Þau þekktust ekkert í fyrradag en vörðu aðfangadegi saman. aðsend „Þetta var ekki alveg aðfangadagurinn sem ég átti von á,“ segir Alexa, bandarísk kona sem ætlaði einungis að millilenda hér á landi í tvo klukkutíma í gær en endaði á því að verja jólunum í Keflavík þar sem flugi hennar til Bandaríkjanna var aflýst vegna veðurs. Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær. Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fimbulkuldi er nú víða í Bandaríkjunum og nær óveðrið yfir mikið landsvæði, allt frá Great Lakes nærri Kanada til Rio Grande við landamæri Mexíkó. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og hefur hátt í 2.500 flugferðum verið aflýst vegna veðurs. Þúsundir verja því jólunum fastir á flugvöllum í landinu. Tveir klukkutímar urðu sólarhringur Þá var nokkur fjöldi Bandaríkjamanna á heimleið til að verja jólunum þar í landi, en er þess í stað fastur víðs vegar um heim vegna veðursins. Ein þeirra er Alexa sem millilenti hér á landi í gær á leið frá Dublin til Seattle. Hún átti að dvelja á Keflavíkurflugvelli í tvo klukkutíma en þeir urðu nær tuttugu og fjórum. Ekki alveg aðfangadagurinn sem hún ímyndaði sér. „Ég ætlaði að dvelja með fjölskyldunni en ég hitti margt fólk svo þetta er allt í lagi,“ sagði Alexa Malick. Hún kynntist nefnilega öðrum strandaglópum sem festust hér á landi á leið þeirra til Bandaríkjanna. Þau ákváðu að verja jólunum saman. Í jólamatinn var vefja frá eina staðnum sem þau fundu sem var opinn í Keflavík í gær. Jólamatnum var bjargað í Keflavík.aðsend „Við fundum einn veitingastað sem var opinn í bænum þar sem flugstöðin er. Ég fékk mér vefju. Við fengum okkur svo bjór á hótelinu. Síðan fór ég í háttinn um miðnætti og óskaði fjölskyldu minni gleðilegra jóla frá Íslandi. Síðan leið ég út af eftir langan ferðadag.“ Jólakraftaverk? Þegar við spjölluðum við Alexu var hún komin aftur á flugvöllinn og við það að ganga um borð í vélina á leið heim. Og fyrir tilviljun lenti hún í sæti við hliðina á tveimur af þessum nýju vinum sem borðuðu með henni jólamatinn í gær.
Jól Fréttir af flugi Veður Reykjanesbær Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira