Um samræmda móttöku flóttafólks í sveitarfélaginu Árborg Anna Katarzyna Wozniczka og Heiða Ösp Kristjánsdóttir skrifa 23. desember 2022 13:30 Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Síðastliðin fimm ár hefur Árborg verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti einstaklingum frá m.a. Afganistan, Íran, Sýrlandi, Úkraínu og Venesúela. Þann 25. nóvember 2022 undirrituðu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, nýjan samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn kveður á um að allt að 100 flóttamenn með lögheimili í sveitarfélaginu geti fengið auka þjónustu fram til 31. desember 2023. Með samningi tryggir ríkið sveitarfélaginu fjármagn til að sinna verkefninu. Nú þegar eru yfir 60 flóttamenn sem falla undir verkefnið búsettir í sveitarfélaginu Árborg og hafa samþykkt að fá slíka þjónustu. Þetta er mjög fjölbreytur hópur, bæði einstaklingar sem og fjölskyldur, á öllum aldri en flestir komu til Árborgar á eigin vegum. Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Þetta á við um fólk sem hefur komið til Íslands á eigin vegum eða í boði stjórnvalda. Umsjón með verkefninu á landsvísu er í höndum Fjölmenningarseturs. Lögð er áhersla á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Markmiðið er að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það kýs að setjast að. Velferðarþjónusta sveitarfélagsins Árborgar sér um að tryggja samfellda og fjölbreytta þjónustu við flóttafólk. Málstjóri, starfsmaður velferðarþjónustu er tengiliður milli allra þjónustuaðila og samhæfingaraðili þjónustunnar. Flóttamenn leigja húsnæði á almennum markaði en ekki félagslegt leiguhúsnæði eða annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hjálpar þeim við leit að grunnhúsbúnaði. Málstjórinn tengir einstaklinga við heilbrigðisstofnanir og fylgir þeim eftir í einstaklingsmálum eftir þörfum. Málstjórinn útbýr einstaklingsáætlun í samvinnu við einstaklinginn auk þess að aðstoða þá við gerð umsókna, opnun bankareikninga og skráningar í helstu kerfi. Vinnumálastofnun á Suðurlandi tekur viðtöl við flóttafólk vegna atvinnuleitar og skipuleggur íslenskukennslu og samfélagsfræðslu, í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands. Flestir fullorðnir einstaklingar sem taka þátt í verkefninu eru nú komnir í vinnu hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í Árborg en nokkrir úr hópnum eru enn í atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunnar. Rauði krossinn parar flóttafólk við sjálfboðaliða sem veita sálrænan stuðning og aðstoð við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika. Í tilfelli barnafjölskyldna aðstoðar málstjórinn við að skrá börn í skóla og frístundir. Móttaka barna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins sem og í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur gengið mjög vel og stuðningur frá skóla- og frístundakerfinu hefur verið ómetanlegur. Góð samvinna er lykill þess að móttaka flóttafólks takist vel. Fjölmargir aðilar hafa hingað til tekið þátt í að tryggja flóttafólki farsæla móttöku og aðlögun í sveitarfélaginu Árborg. Ber hér að nefna samstarfsaðila á svæðinu - Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauða krossinn í Árnessýslu og Vinnumálastofnun á Suðurlandi en haldnar eru reglulegir stöðufundir til þess að samhæfa þjónustuna. Nytjamarkaðurinn útvegar fataávísanir fyrir flóttafólk en er einnig sveitarfélaginu til taks við leit að húsgögnum og öðrum nauðsynjum fyrir hópinn. Bæði fyrirtæki og íbúar í sveitarfélaginu hafa tekið vel á móti einstaklingunum sem taka þátt í samræmdri móttöku. Þetta samvinnuverkefni mun halda áfram á nýju ári en reynslan undanfarin fimm ár hefur sýnt okkur að stuðningur nærsamfélagsins er dýrmætur þáttur í því að skapa tækifæri fyrir flóttafólk. Með þátttöku Árborgar í verkefninu aukast líkur þeirra sem kjósa að setjast að í sveitarfélaginu að þeir aðlagist og geti tekið þátt í okkar samfélagi. Anna Katarzyna Wozniczka er verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Heiða Ösp Kristjánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun