Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 16:05 Fjölmargir íbúar Hafnarfjarðar hafa kvartað yfir lyktinni, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Vísir/Vilhelm Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu. Hafnarfjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu.
Hafnarfjörður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent