Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 20:32 Hildur Guðnadóttir tónskáld á Óskarsverðlaunahátíðinni 2020. Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu. Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýr listi yfir þær kvikmyndir sem eiga möguleika á að vinna til Óskarsverðlauna í tíu flokkum var birtur í dag. Kom þar í ljós að Hildur gæti hlotið tilnefningu fyrir bestu tónlistina fyrir kvikmyndina Women Talking en fimm af myndunum tíu munu hljóta tilnefningu. Hún hlýtur ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Tár en fyrir rúmri viku var greint frá því að of hátt hlutfall tónlistar myndarinnar sé samið af öðrum en Hildi til að hún gæti verið tilnefnd. Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlauna þann 24. janúar næstkomandi en verðlaunahátíðin sjálf fer svo fram 12. mars. Meðal þeirra sem berjast við Hildi um tilnefningu eru Ludwig Göransson fyrir Black Panther: Wakanda Forever, Alexandre Desplat fyrir Pinocchio og tónlistargoðsögnin John Williams. Williams gæti fengið sína 53. tilnefningu sem er það mesta fyrir núlifandi einstakling. Einnig var tilkynnt hvaða kvikmyndir eiga möguleika á tilnefningu sem besta erlenda myndin. Kvikmyndin Berdreymi var framlag Íslands en mun ekki eiga möguleika á tilnefningu.
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25