„Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2022 13:00 Fostið síðustu daga hefur haft veruleg áhrif á rekstur sundlauganna. Vísir/Egill Sundlaugar Reykjavíkur verða áfram lokaðar í dag. Metið verður síðar í dag hvort hægt verði að opna á ný á morgun. Starfsfólkið mætti hins vegar til vinnu og nýtti tímann vel. Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað að höfðu samráði við Veitur að hafa sundlaugar borgarinnar áfram lokaðar í dag. Það sama á við um Ylströndina í Nauthólsvík. Unnið er að því að ná upp fullum vatnsforða eftir bilun í Hellisheiðarvirkjun en viðgerðinni er lokið. Staðan verður metin eftir klukkan fjögur í dag varðandi opnun sundlauganna á morgun. Vonast er til að hægt verði að opna laugarnar að einhverju leyti eða að fullu í fyrramálið. Sundlaugunum var lokað fyrir hádegi í gær og hefur starfsfólkið síðan notað tímann til að þrífa og dytta að. „Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis. Það er búið að vera svona eiginlega sólarhringurinn síðan að hamast á því bara á fullu. Hvort sem það eru búningsklefar, niðurföll, rennur, gömul húðfita einhvers staðar þar sem að við höfum ekki komist með sterk efni til þess að hreinsa. Það er búið að vera verkefnið síðasta sólarhringinn og allir verið mjög öflugir,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Árni segir það sjaldgjæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið. Opnum snemma og lokum seint sem er algjört æði sko. Það eru algjör forréttindi að hafa sundlaug. Sérstaklega við svona aðstæður.“ Árni segir að í raun og veru sé nú ein allsherjar jólahreingerning að eiga sér stað í Laugardalslauginni. „Það verður frábært að koma í jólabaðið til okkar á aðfangadag því þá verður allt svo hreint og fínt hérna. Ég held að það verði enginn hreinni á jólunum heldur en þessi jól.“ Hann vonast til að hægt verði að opna aftur á morgun. „Við fáum að vita bara seinni partinn hvort það sé einhver möguleiki af því við viljum gjarnan opna fyrir góða fólkið okkar. Góðu gestina.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38 „Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. 19. desember 2022 16:38
„Þetta er ein af okkar stærri bilunum“ Öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins verður lokað út daginn í dag vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Bilunin er ein sú umfangsmesta sem komið hefur upp, að sögn framkvæmdastýru Veitna. Íbúar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur af upphitun heimila í kuldanum sem nú ríkir. 19. desember 2022 11:52