Einar Kárason segist núll og nix í augum Rannís-fólks Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2022 15:04 Einar Kárason er afar ósáttur við það að hafa enn og aftur fengið úthlutað starfslaunum til einungis hálfs árs til að sinna sínum ritstörfum. Hann vandar Rannís ekki kveðjurnar. vísir/vilhelm Einar Kárason rithöfundur fékk við síðustu úthlutun listamannalauna, fyrir árið 2023, sex mánuði eða hálft ár. Einar telur það skítt fyrir mann sem hefur gert ritstörf að ævistarfi sínu. Og hann liggur ekki á þeirri skoðun sinni heldur lætur þá sem standa að úthlutuninni heyra það. Fáum sem fylgjast með myndi láta sér til hugar koma að Einar Kárason sé hobbíhöfundur. Einar er fæddur 1955, með þekktari rithöfundum þjóðarinnar enda er höfundarverk hans glæsilegt. Undanfarin ár hefur það hins vegar verið svo, og valdið mörgum sem fylgjast með íslenskum bómenntum furðu, að hann hefur ekki verið í náðinni þegar starfslaunum listamanna er úthlutað. Að þessu sinni, eða fyrir árið 2023, fær hann einungis úthlutað sex mánuðum og hann sjálfur er ekki par ánægður með þau býtti. Einar hefur sent þeim hjá Rannís, sem hafa yfirumsjón með rekstri samkeppnissjóða á meðal annars á sviði menningar og þar með starfslaununum, tóninn að hætti hússins. Á Facebook-síðu sinni segir hann eitthvað „Rannís-batterí“ hafi ýmist talið hann óverðugan með öllu eða hálfs árs launa eins og núna. Færsla Einars í heild Sem við förum inn í síðustu viku jólavertíðar vil ég þakka öllu því yndislega fólki sem hefur fengið mig til að lesa upp fyrir sig, hringt ánægt með bókina, sent þakkir á miðlum og póstum og út um allt. Rétt eins og maður hefur upplifað undanfarin ár. Allir kátir, nema eitthvað Rannís-batterí, sem hefur ýmist talið mig verðugt fyrir engin laun næsta árið, eða eiga skilið launalust að minnsta kosti hálft næsta ár. Ég veit að þeir eiga að vega og meta hvort menn séu að sinna sinni vinnu, en með sex útgefnum bókum á síðustu sex árum ætti ég að teljast að minnsta kosti í lagi, jafnvel borið saman við ýmsa af þeim tugum sem settir eru skörum ofar. En svona er drulludelaþjóðfélagið sem við búum í; ekki þekki ég þetta Ranníslið persónulega, sem betur fer. „Ég veit að þeir eiga að vega og meta hvort menn séu að sinna sinni vinnu, en með sex útgefnum bókum á síðustu sex árum ætti ég að teljast að minnsta kosti í lagi, jafnvel borið saman við ýmsa af þeim tugum sem settir eru skörum ofar. En svona er drulludelaþjóðfélagið sem við búum í; ekki þekki ég þetta Ranníslið persónulega, sem betur fer,“ segir Einar umbúðalaust. Kominn í 3. deild Vísir hafði samband við Einar til að leita nánari skýringa á þessu en víst er að fjölmargir eru afar ósáttir við það hvernig starfslaunin deilast á mannskapinn. Og kannski óhjákvæmilegt þegar fjöldi umsækjenda í öllum flokkunum sex eru 972 einstaklingar en úthlutun fá 236. Eða hvað? Einar telur það ekki segja alla söguna. „Rannís“ vegi fólk og finni léttvægt. Hann sé nú kominn í 3. deild en þangað séu sömuleiðis sendir snillingar á borð við Ófeig Sigurðsson þannig að ekki sé hægt að kvarta undan kompaníinu. „Ég hef verið að upplifa undanfarin ár að ég er á einhverjum sérdíl hjá þessu batteríi miðað við fólk í minni stöðu, karla og konur á mínu reki sem hafa gert þetta að ævistarfi og gefa reglulega út bækur,“ segir Einar og reynir að leggja þetta niður fyrir sig, hvað sé eiginlega í gangi? En hann á erfitt með að finna nokkurt einasta vit í þessu. „Í fyrsta lagi, ég hef aldrei fengið árslaun eins og margir virðast vera áskrifendur að. Í fyrra fékk ég níu mánuði sem var mikil hátíð og gerði mér kleift að skrifa Opið haf sem var að koma út núna. Og undirbúa næstu, eins og ég gerði nákvæmlega grein fyrir í umsókninni og ætlaði að byrja á 1. janúar. En þá stend ég allt í einu frammi fyrir því að næstu sex mánuði hef ég engar fastar tekjur. Reikningar koma um hver mánaðamót og þegar engar tekjur koma á móti… jahh, það sjá allir hvernig það er.“ Einar segist hafa lagt drög að bók um merkilegt efni og fyrir því gerði hann grein í sinni umsókn. En bókin sú verður varla skrifuð í bráð. „Fyrir þremur árum fékk ég núll. Reyndar bar þá þetta Rannís-batterí fyrir sig því að eitthvert formsatriðum í umsókninni hafi ekki verið skilað með fullnægjandi hætti. En öll fylgiskjöl voru þarna og svona.“ Einar segir að hann sé settur í afar erfiða stöðu með þessu. Ef menn gera ritstörf að sínu ævistarfi þá séu þessi starfslaun það eina sem þeir hafi fast. „Þetta er ekki há upphæð, engin svimandi upphæð en það munar öllu að eiga fyrir reikningum; afborgunum, hitanum, rafmagninu, skattinum og öllu þessu.“ Einar nefnir að það geti enginn gert það að ævistarfi að skrifa fyrir svo smáan markað og Ísland er. Höfundalaun ná kannski algengum mánaðarlaunum. Og það taki eitt til tvö ár að skrifa bók. Kannski komi einhverjar aukreitis sporslur öðru hverju en enginn lifi á því að fá slíkt einu sinni eða tvisvar á ári. Einar segir að Rannís hafi rétt sér fingurinn, sagt hann núll og nix í þessum bransa og í raun óþarfur.vísir/vilhelm En af hverju er Einar á þessum sérdíl, sem hann kallar svo? Einar segist ekki vita hvernig á því stendur. „Segjum að ég væri alltaf að fá starfslaunum en skilaði engu, gæfi aldrei út bók, þá gæti ég skilið þetta. En ég hef gefið út sex bækur á undanförnum sex árum. Sem er kannski fullmikið, en þrjá þeirra eru frekar stuttar; nóvellur,“ segir Einar og klórar sér í kolli. „Svo geta þeir litið svo á að maðurinn sé alltaf að skrifa en það sé óþarfi, ekkert varið í þetta. En það er skoðun sem mjög margir deila ekki með þessu Rannís-batteríi, þær hafa fengið mjög góðar viðtökur, góða dóma og útbreiðslu víða um heim. Miðað við hvernig þeir setja upp umsóknir hafa þeir ekkert vit á því hvað það útheimtir að skrifa bækur.“ Hobbíhöfundur í huga Rannís-manna Einar segir þetta idjótískar spurningar sem umsækjendur þurfi að svara í umsókninni. „Helst þyrfti maður að vera verkfræðingur til að geta skilið þetta. En vita aldrei í lok árs hvort maður verður með einhver laun eða fastar tekjur á því næsta, þetta fer að verða vonlaust. Þetta er ekki bara að maður sé sníkjandi pening, þetta eru laun fyrir vinnu sem ég hef litið svo á að sé metin sem slík. Stjórnvöld setja lög þar sem talið er að það þurfi að búa til list í samfélaginu, skrifa sögur og svo framvegis. Það sem meira er, upphaflega hugmyndin með sjóðnum var að horfa sérstaklega til þeirra sem gera þetta að ævistarfi. Eru ekki hobbíhöfundar. Í greinargerð með fyrstu starfslaunum segir að tryggja eigi þeim sem gerðu ritsmíðar að ævistarfi kleift að lifa við ekki meiri fjárhagslega áhyggju en gerist og gengur í samfélaginu.“ Einar segist muna þetta því Sigurður heitinn Pálsson skáld hafi haldið mikið upp á þetta eintölu orðalag: áhyggju. „Það að vita ekki hvort maður fái eitthvað eða hvort maður verði launalaus allt næsta árið eða hálft eins og mér er tilkynnt núna, setur að manni töluverða fjárhagslega áhyggju. Laun eða kannski ekki neitt? Og ef menn skoða þetta og ber saman við fólk á mínu reki, með svipaðan feril, þá er ég algjörlega á sérdíl.“ Líður eins og Jósef K. í Réttarhöldunum eftir Kafka Þannig að þú hugsar þeim hjá Rannís þegjandi þörfina? „Ég set mig aldrei inní það hverjir eru í þessu, vil ekki gera þetta persónulegt. En ég veit ekki til þess að það sé neinn bókmenntamaður þarna hjá Rannís. En þeir líta svo á að ég sé núll og nix og í rauninni óþarfur í þessum bransa. Maður er eins og Jósef K. í Réttarhöldunum eftir Kafka. Maður veit ekki hvað maður hefur gert af sér?“ Þú hefur kannski ekki miðað þín skrif nægilega mikið við Bechtel-prófið? „Gæti verið eitthvað þannig, sem er ekki í anda þess sem á að vera, að því er talið er. Ég veit ekki hvað það er. Af hverju er ég eins og Jósef K.?“ spyr Einar sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Listamannalaunin hafa alltaf verið umdeild og eru þar ýmis sjónarmið uppi, meðan sumir vilja leggja þau af, telja aðrir vert að endurskoða fyrirkomulagið og svo eru þeir sem vilja helst ekki að þetta sé rætt. Líklega af ótta við að þá hafi fyrst nefndi hópurinn sitt fram. En að þessu sinni ber óvenju mikið á því að listamenn sjálfir láti í sér heyra og viðri óánægju sína. Þannig gagnrýnir Hulda Hákon, einn virtasti myndlistarmaður þjóðarinnar, úthlutunina harkalega. Í umræðuhala sem myndast á Facebook-síðu hennar stingur Kristján B. Jónasson útgefandi niður penna og segir: „Voðalega gengur fólki illa að skilja að úthlutun er byggð á gæðum umsóknar. Nú er meira að segja búið að hjálpa fólki enn frekar að bæta umsóknirnar með stigakerfi fyrir hvern hluta. En auðvitað er miklu skemmtilegra að sjá þetta allt sem samsæri,“ segir Kristján. Réttur fingurinn og sagt að halda kjafti Kanntu nokkuð að sækja um, Einar? „Já, þetta er magnaður fjandi. Ég náttúrlega segi frá því hvað ég hafi verið að gera, nefni bækur sem ég hef gefið út í umsókninni og gerði grein fyrir bókinni sem ég ætlaði að vinna. Sem er ólík því sem ég hef verið að gera.“ Einar telur þar um afar bitastæða hugmynd að ræða sem hann greindi frá í umsókninni. Hann hafi nefnt hana við útgefendur og aðra sem séu afar spenntir. Einar segir þetta Rannís-batterí líti svo á að hann sé algjört núll og nix og hafi ekkert í ritstörfin að gera.vísir/vilhelm „Það er spurt þarna um listrænt gildi? Hvernig á ég að meta það? Þetta er það sem ég hef verið að gera, þetta er það sem ég kann og þetta er það sem ég ætla(ði) að gera.“ Einar rekur að þegar hann var settur af, eins og hann orðar það, á sínum tíma hafi hann gert Stormfugla, nóvellu, en hann hafi þá ætlað sér að skrifa bók í sama anda og átti að byggja á björgunaraðgerðum í tengslum við flugslys í Héðinsfirði en ekkert hafi orðið af því. Það hafi verið stærra verkefni en svo. „Hvað annað þarf að vera? Gæði umsóknar? Eins og ég sagði áðan, maður þyrfti að vera tölvunarverkfræðingur til að skilja þennan umsóknarprósess eins og hann er orðinn. Svo lendir hann hjá liði sem ekki hefur gripsvit á bókmenntum. Að skrifa bók er náttúrlega alltaf ferðalag. En þeir líta á þetta sem óþarft. Maður spyr sig, ef maður væri í öðru fagi, væri manni ekki boðið uppá starfslokasamning eða eitthvað? En ekki réttur fingurinn og sagt að halda kjafti.“ Fer varla í járnabindingar úr þessu Ljóst er að Einar telur hæfni í að skrifa umsókn ekki til þeirra kosta sem eigi að vera efst á blaði þegar ritstörf eru annars vegar. En hvað ætlar hann að gera nú þegar staðan er orðin þetta þröng? „Nærtækast væri að finna sér aðra vinnu en það er ekkert hlaupið að því. Þetta er nú eiginlega það eina sem ég kann. Maður fer bara að leita á náðir lánastofnana, slá út pening, athuga hvort maður eigi eitthvað, ekki fær maður atvinnuleysisbætur, það er ekki í boði.“ Einar Kárason rataði um stundarsakir inn á Alþingi og þá segist hann hafa verið með laun eins og fínn maður og fengið borgað orlof, og hann viti ekki hvað og hvað. Hann segir að ef þægilegt starf væri í boði myndi hann taka því eins og sakir standa.vísir/vilhelm Einar segist ekki vita hvað hann taki til bragðs, hvað hann geri. Hvaða hark taki við. „Nú er búið að fokka því upp að ég fari í að skrifa þessa bók sem til stóð að gera. Maður þarf að vera á höttunum á eftir einhverju. Þegar maður er búinn að vera svona lengi í þessu, veit maður ekki hvert á að leita. Fyrir þrjátíu árum fór ég alltaf í járnabindingar en ég ræð ekki við það lengur. Þegar mann rak uppá sker, eins og pabbi orðaði það. Var blankur.“ Einar segir þetta hið einkennilegasta og ljóst að hann sé ekki í náðinni. Hann hefur undanfarin fjögur ár verið með innan við hálft ár í starfslaun að meðaltali. „Ef manni væri boðið eitthvað þægilegt starf þá myndi ég bara hætta.“ Og Einar kynntist því um stundarsakir þegar hann rataði inn á þing í fáeina mánuði hvernig það er að vera með föst laun og ágæt. „Þá var maður á launum eins og fínn maður. Sat í efnahags og viðskiptanefnd, og vissi ekkert í minn haus frekar en nokkur annar. Fékk meira að segja orlof! Ég hef aldrei fengið orlof heldur hef sjálfur þurft að borga launatengd gjöld og svona.“ Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fáum sem fylgjast með myndi láta sér til hugar koma að Einar Kárason sé hobbíhöfundur. Einar er fæddur 1955, með þekktari rithöfundum þjóðarinnar enda er höfundarverk hans glæsilegt. Undanfarin ár hefur það hins vegar verið svo, og valdið mörgum sem fylgjast með íslenskum bómenntum furðu, að hann hefur ekki verið í náðinni þegar starfslaunum listamanna er úthlutað. Að þessu sinni, eða fyrir árið 2023, fær hann einungis úthlutað sex mánuðum og hann sjálfur er ekki par ánægður með þau býtti. Einar hefur sent þeim hjá Rannís, sem hafa yfirumsjón með rekstri samkeppnissjóða á meðal annars á sviði menningar og þar með starfslaununum, tóninn að hætti hússins. Á Facebook-síðu sinni segir hann eitthvað „Rannís-batterí“ hafi ýmist talið hann óverðugan með öllu eða hálfs árs launa eins og núna. Færsla Einars í heild Sem við förum inn í síðustu viku jólavertíðar vil ég þakka öllu því yndislega fólki sem hefur fengið mig til að lesa upp fyrir sig, hringt ánægt með bókina, sent þakkir á miðlum og póstum og út um allt. Rétt eins og maður hefur upplifað undanfarin ár. Allir kátir, nema eitthvað Rannís-batterí, sem hefur ýmist talið mig verðugt fyrir engin laun næsta árið, eða eiga skilið launalust að minnsta kosti hálft næsta ár. Ég veit að þeir eiga að vega og meta hvort menn séu að sinna sinni vinnu, en með sex útgefnum bókum á síðustu sex árum ætti ég að teljast að minnsta kosti í lagi, jafnvel borið saman við ýmsa af þeim tugum sem settir eru skörum ofar. En svona er drulludelaþjóðfélagið sem við búum í; ekki þekki ég þetta Ranníslið persónulega, sem betur fer. „Ég veit að þeir eiga að vega og meta hvort menn séu að sinna sinni vinnu, en með sex útgefnum bókum á síðustu sex árum ætti ég að teljast að minnsta kosti í lagi, jafnvel borið saman við ýmsa af þeim tugum sem settir eru skörum ofar. En svona er drulludelaþjóðfélagið sem við búum í; ekki þekki ég þetta Ranníslið persónulega, sem betur fer,“ segir Einar umbúðalaust. Kominn í 3. deild Vísir hafði samband við Einar til að leita nánari skýringa á þessu en víst er að fjölmargir eru afar ósáttir við það hvernig starfslaunin deilast á mannskapinn. Og kannski óhjákvæmilegt þegar fjöldi umsækjenda í öllum flokkunum sex eru 972 einstaklingar en úthlutun fá 236. Eða hvað? Einar telur það ekki segja alla söguna. „Rannís“ vegi fólk og finni léttvægt. Hann sé nú kominn í 3. deild en þangað séu sömuleiðis sendir snillingar á borð við Ófeig Sigurðsson þannig að ekki sé hægt að kvarta undan kompaníinu. „Ég hef verið að upplifa undanfarin ár að ég er á einhverjum sérdíl hjá þessu batteríi miðað við fólk í minni stöðu, karla og konur á mínu reki sem hafa gert þetta að ævistarfi og gefa reglulega út bækur,“ segir Einar og reynir að leggja þetta niður fyrir sig, hvað sé eiginlega í gangi? En hann á erfitt með að finna nokkurt einasta vit í þessu. „Í fyrsta lagi, ég hef aldrei fengið árslaun eins og margir virðast vera áskrifendur að. Í fyrra fékk ég níu mánuði sem var mikil hátíð og gerði mér kleift að skrifa Opið haf sem var að koma út núna. Og undirbúa næstu, eins og ég gerði nákvæmlega grein fyrir í umsókninni og ætlaði að byrja á 1. janúar. En þá stend ég allt í einu frammi fyrir því að næstu sex mánuði hef ég engar fastar tekjur. Reikningar koma um hver mánaðamót og þegar engar tekjur koma á móti… jahh, það sjá allir hvernig það er.“ Einar segist hafa lagt drög að bók um merkilegt efni og fyrir því gerði hann grein í sinni umsókn. En bókin sú verður varla skrifuð í bráð. „Fyrir þremur árum fékk ég núll. Reyndar bar þá þetta Rannís-batterí fyrir sig því að eitthvert formsatriðum í umsókninni hafi ekki verið skilað með fullnægjandi hætti. En öll fylgiskjöl voru þarna og svona.“ Einar segir að hann sé settur í afar erfiða stöðu með þessu. Ef menn gera ritstörf að sínu ævistarfi þá séu þessi starfslaun það eina sem þeir hafi fast. „Þetta er ekki há upphæð, engin svimandi upphæð en það munar öllu að eiga fyrir reikningum; afborgunum, hitanum, rafmagninu, skattinum og öllu þessu.“ Einar nefnir að það geti enginn gert það að ævistarfi að skrifa fyrir svo smáan markað og Ísland er. Höfundalaun ná kannski algengum mánaðarlaunum. Og það taki eitt til tvö ár að skrifa bók. Kannski komi einhverjar aukreitis sporslur öðru hverju en enginn lifi á því að fá slíkt einu sinni eða tvisvar á ári. Einar segir að Rannís hafi rétt sér fingurinn, sagt hann núll og nix í þessum bransa og í raun óþarfur.vísir/vilhelm En af hverju er Einar á þessum sérdíl, sem hann kallar svo? Einar segist ekki vita hvernig á því stendur. „Segjum að ég væri alltaf að fá starfslaunum en skilaði engu, gæfi aldrei út bók, þá gæti ég skilið þetta. En ég hef gefið út sex bækur á undanförnum sex árum. Sem er kannski fullmikið, en þrjá þeirra eru frekar stuttar; nóvellur,“ segir Einar og klórar sér í kolli. „Svo geta þeir litið svo á að maðurinn sé alltaf að skrifa en það sé óþarfi, ekkert varið í þetta. En það er skoðun sem mjög margir deila ekki með þessu Rannís-batteríi, þær hafa fengið mjög góðar viðtökur, góða dóma og útbreiðslu víða um heim. Miðað við hvernig þeir setja upp umsóknir hafa þeir ekkert vit á því hvað það útheimtir að skrifa bækur.“ Hobbíhöfundur í huga Rannís-manna Einar segir þetta idjótískar spurningar sem umsækjendur þurfi að svara í umsókninni. „Helst þyrfti maður að vera verkfræðingur til að geta skilið þetta. En vita aldrei í lok árs hvort maður verður með einhver laun eða fastar tekjur á því næsta, þetta fer að verða vonlaust. Þetta er ekki bara að maður sé sníkjandi pening, þetta eru laun fyrir vinnu sem ég hef litið svo á að sé metin sem slík. Stjórnvöld setja lög þar sem talið er að það þurfi að búa til list í samfélaginu, skrifa sögur og svo framvegis. Það sem meira er, upphaflega hugmyndin með sjóðnum var að horfa sérstaklega til þeirra sem gera þetta að ævistarfi. Eru ekki hobbíhöfundar. Í greinargerð með fyrstu starfslaunum segir að tryggja eigi þeim sem gerðu ritsmíðar að ævistarfi kleift að lifa við ekki meiri fjárhagslega áhyggju en gerist og gengur í samfélaginu.“ Einar segist muna þetta því Sigurður heitinn Pálsson skáld hafi haldið mikið upp á þetta eintölu orðalag: áhyggju. „Það að vita ekki hvort maður fái eitthvað eða hvort maður verði launalaus allt næsta árið eða hálft eins og mér er tilkynnt núna, setur að manni töluverða fjárhagslega áhyggju. Laun eða kannski ekki neitt? Og ef menn skoða þetta og ber saman við fólk á mínu reki, með svipaðan feril, þá er ég algjörlega á sérdíl.“ Líður eins og Jósef K. í Réttarhöldunum eftir Kafka Þannig að þú hugsar þeim hjá Rannís þegjandi þörfina? „Ég set mig aldrei inní það hverjir eru í þessu, vil ekki gera þetta persónulegt. En ég veit ekki til þess að það sé neinn bókmenntamaður þarna hjá Rannís. En þeir líta svo á að ég sé núll og nix og í rauninni óþarfur í þessum bransa. Maður er eins og Jósef K. í Réttarhöldunum eftir Kafka. Maður veit ekki hvað maður hefur gert af sér?“ Þú hefur kannski ekki miðað þín skrif nægilega mikið við Bechtel-prófið? „Gæti verið eitthvað þannig, sem er ekki í anda þess sem á að vera, að því er talið er. Ég veit ekki hvað það er. Af hverju er ég eins og Jósef K.?“ spyr Einar sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Listamannalaunin hafa alltaf verið umdeild og eru þar ýmis sjónarmið uppi, meðan sumir vilja leggja þau af, telja aðrir vert að endurskoða fyrirkomulagið og svo eru þeir sem vilja helst ekki að þetta sé rætt. Líklega af ótta við að þá hafi fyrst nefndi hópurinn sitt fram. En að þessu sinni ber óvenju mikið á því að listamenn sjálfir láti í sér heyra og viðri óánægju sína. Þannig gagnrýnir Hulda Hákon, einn virtasti myndlistarmaður þjóðarinnar, úthlutunina harkalega. Í umræðuhala sem myndast á Facebook-síðu hennar stingur Kristján B. Jónasson útgefandi niður penna og segir: „Voðalega gengur fólki illa að skilja að úthlutun er byggð á gæðum umsóknar. Nú er meira að segja búið að hjálpa fólki enn frekar að bæta umsóknirnar með stigakerfi fyrir hvern hluta. En auðvitað er miklu skemmtilegra að sjá þetta allt sem samsæri,“ segir Kristján. Réttur fingurinn og sagt að halda kjafti Kanntu nokkuð að sækja um, Einar? „Já, þetta er magnaður fjandi. Ég náttúrlega segi frá því hvað ég hafi verið að gera, nefni bækur sem ég hef gefið út í umsókninni og gerði grein fyrir bókinni sem ég ætlaði að vinna. Sem er ólík því sem ég hef verið að gera.“ Einar telur þar um afar bitastæða hugmynd að ræða sem hann greindi frá í umsókninni. Hann hafi nefnt hana við útgefendur og aðra sem séu afar spenntir. Einar segir þetta Rannís-batterí líti svo á að hann sé algjört núll og nix og hafi ekkert í ritstörfin að gera.vísir/vilhelm „Það er spurt þarna um listrænt gildi? Hvernig á ég að meta það? Þetta er það sem ég hef verið að gera, þetta er það sem ég kann og þetta er það sem ég ætla(ði) að gera.“ Einar rekur að þegar hann var settur af, eins og hann orðar það, á sínum tíma hafi hann gert Stormfugla, nóvellu, en hann hafi þá ætlað sér að skrifa bók í sama anda og átti að byggja á björgunaraðgerðum í tengslum við flugslys í Héðinsfirði en ekkert hafi orðið af því. Það hafi verið stærra verkefni en svo. „Hvað annað þarf að vera? Gæði umsóknar? Eins og ég sagði áðan, maður þyrfti að vera tölvunarverkfræðingur til að skilja þennan umsóknarprósess eins og hann er orðinn. Svo lendir hann hjá liði sem ekki hefur gripsvit á bókmenntum. Að skrifa bók er náttúrlega alltaf ferðalag. En þeir líta á þetta sem óþarft. Maður spyr sig, ef maður væri í öðru fagi, væri manni ekki boðið uppá starfslokasamning eða eitthvað? En ekki réttur fingurinn og sagt að halda kjafti.“ Fer varla í járnabindingar úr þessu Ljóst er að Einar telur hæfni í að skrifa umsókn ekki til þeirra kosta sem eigi að vera efst á blaði þegar ritstörf eru annars vegar. En hvað ætlar hann að gera nú þegar staðan er orðin þetta þröng? „Nærtækast væri að finna sér aðra vinnu en það er ekkert hlaupið að því. Þetta er nú eiginlega það eina sem ég kann. Maður fer bara að leita á náðir lánastofnana, slá út pening, athuga hvort maður eigi eitthvað, ekki fær maður atvinnuleysisbætur, það er ekki í boði.“ Einar Kárason rataði um stundarsakir inn á Alþingi og þá segist hann hafa verið með laun eins og fínn maður og fengið borgað orlof, og hann viti ekki hvað og hvað. Hann segir að ef þægilegt starf væri í boði myndi hann taka því eins og sakir standa.vísir/vilhelm Einar segist ekki vita hvað hann taki til bragðs, hvað hann geri. Hvaða hark taki við. „Nú er búið að fokka því upp að ég fari í að skrifa þessa bók sem til stóð að gera. Maður þarf að vera á höttunum á eftir einhverju. Þegar maður er búinn að vera svona lengi í þessu, veit maður ekki hvert á að leita. Fyrir þrjátíu árum fór ég alltaf í járnabindingar en ég ræð ekki við það lengur. Þegar mann rak uppá sker, eins og pabbi orðaði það. Var blankur.“ Einar segir þetta hið einkennilegasta og ljóst að hann sé ekki í náðinni. Hann hefur undanfarin fjögur ár verið með innan við hálft ár í starfslaun að meðaltali. „Ef manni væri boðið eitthvað þægilegt starf þá myndi ég bara hætta.“ Og Einar kynntist því um stundarsakir þegar hann rataði inn á þing í fáeina mánuði hvernig það er að vera með föst laun og ágæt. „Þá var maður á launum eins og fínn maður. Sat í efnahags og viðskiptanefnd, og vissi ekkert í minn haus frekar en nokkur annar. Fékk meira að segja orlof! Ég hef aldrei fengið orlof heldur hef sjálfur þurft að borga launatengd gjöld og svona.“
Færsla Einars í heild Sem við förum inn í síðustu viku jólavertíðar vil ég þakka öllu því yndislega fólki sem hefur fengið mig til að lesa upp fyrir sig, hringt ánægt með bókina, sent þakkir á miðlum og póstum og út um allt. Rétt eins og maður hefur upplifað undanfarin ár. Allir kátir, nema eitthvað Rannís-batterí, sem hefur ýmist talið mig verðugt fyrir engin laun næsta árið, eða eiga skilið launalust að minnsta kosti hálft næsta ár. Ég veit að þeir eiga að vega og meta hvort menn séu að sinna sinni vinnu, en með sex útgefnum bókum á síðustu sex árum ætti ég að teljast að minnsta kosti í lagi, jafnvel borið saman við ýmsa af þeim tugum sem settir eru skörum ofar. En svona er drulludelaþjóðfélagið sem við búum í; ekki þekki ég þetta Ranníslið persónulega, sem betur fer.
Listamannalaun Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira