Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. desember 2022 07:01 Anna Steinsen, einn eigandi KVAN, segir Z kynslóðina líklega til að breyta vinnumarkaðinum mjög mikið, vörum og fleira. Z kynslóðin er unga fólki sem er líklegt til að velja sér mínimalisma í mun meira mæli en við þekkjum, velja deilihagkerfi frekar en dýr kaup, borða öðruvísi til að passa upp á heiminn og fleira. Miðaldra stjórnendur í dag geti ekki þóst skilja hvernig þessi kynslóð sér framtíðina fyrir sér. Vísir/Vilhelm „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um hvað þarf til að undirbúa kynslóðaskipti á vinnustöðum með það að leiðarljósi að yngri leiðtogar séu undirbúnir og þegar þjálfaðir. Allt aðrar áherslur hjá næstu kynslóðum Anna er stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari með meistaragráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Anna er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og á hverju ári heldur hún að jafnaði 150-200 fyrirlestra. Anna segir fólk ósjálfrátt velja sér hópa sem eru frekar einsleitir. „Við veljum okkur oft vini sem eru með sambærilegar skoðanir og við sjálf, sambærileg áhugamál og svo framvegis. Það sama gerum við með ákvarðanatökur. Við tökum ákvarðanir sem byggja á því hvað okkur finnst sjálfum og gerum ráð fyrir því að það eigi alltaf við. Sem þýðir að við erum að taka ákvarðanir í of einsleitum hópum.“ Kynslóðirnar fjórar sem verið er að tala um miðast við eftirfarandi fæðingartímabil: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965-1979. Aldamótakynslóðin er fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk sem fætt er 1995-2012. Af ofangreindum kynslóðum er það Z kynslóðin sem er líkleg til að innleiða mjög miklar breytingar. Ekki síst með tilliti til loftlagsbreytinga, tækniþróunar og fleira. Anna tekur dæmi um niðurstöður kannana erlendis frá sem bílaframleiðendur gerðu og hún kynntist í gegnum vinnu fyrir þá aðila. „Þeir voru að velta fyrir sér hvers vegna það væri samdráttur í bílakaupum og tóku því könnun, rýnihópaviðtöl og fleira og spurðu unga fólkið hvernig bíla það vildi. Það sem kom í ljós var að unga fólkið sagðist bara ekkert vilja neina bíla. Það sér ekki fyrir sér að kaupa sér bíl heldur frekar að fólk deili með sér notkun á bílum. Þarna er nefnilega að koma kynslóð sem sér framtíðina allt öðruvísi fyrir sér. Vill styttri vinnuviku. Ætlar að verja tímanum með fjölskyldunni. Ekki að kaupa stór hús og svo framvegis. Allt mun þetta hafa áhrif á það hvernig vinnustaðir framtíðarinnar verða mótaðir, vörur og hvað annað.“ Anna telur þá sem nú halda utan um stjórnartaumana ekkert endilega standa sig nógu vel í því að horfa til framtíðar. „Sú kynslóð sem er ríkjandi í stjórnendastöðum núna er fólk sem er af kynslóð X. Og er að taka ákvarðanir byggðar á því sem sú kynslóð þekkir. Þessi kynslóð er mjög sjálfstæð og sveigjanleg enda hefur hún gengið í gegnum hörku tíma. Þetta er kynslóðin sem spurði engra spurninga heldur fór bara að vinna.“ Til samanburðar við næstu kynslóðir segir Anna: Z kynslóðin er allt öðruvísi og hefur ekki farið í gegnum sömu tímana og eldri kynslóðir. Þetta er kynslóð þar sem kvíði hefur aukist, þunglyndi er að aukast og eitthvað sem við köllum skólaforðun er að sýna sig sem staðreynd. En þetta er líka kynslóð sem er mjög opin og skapandi. Og um leið kynslóð sem er líkleg til að velja mínimalistann í mun meira mæli en við þekkjum. Og borða öðruvísi til að passa upp á heiminn. Allt atriði sem okkur finnst bara vesen sem eldri erum. Eitt af einkennum Z kynslóðarinnar er viðkvæmni. Þetta er kynslóð sem vill hugsa um líðan og tilfinningar. Því þessi kynslóð er alin upp við mjög mikið áreiti. Til að mynda í kjölfar þess að samfélagsmiðlar urðu til. Áreitið sem Z kynslóðin elst upp við er áreiti sem dundi ekki á okkur sem eldri erum.“ Anna segir mikilvægt að vinnustaðir tryggi sér sem mestan fjölbreytileika. Með öllum kynjum, aldri, þjóðerni og svo framvegis. Því það auki líkurnar á að ákvarðanataka verði ekki of einsleit. Enda sé okkur öllum tamt að velja fólk í kringum okkur sem hefur sambærilegar skoðanir og við sjálf. Þá þurfi að huga meira að því að taka unga fólkið með í samtalið og samráð þegar kemur að stórum ákvörðun um eitthvað sem snertir framtíðina. Z kynslóðin sé hreinlega allt öðruvísi en eldri kynslóðir.Vísir/Vilhelm Úrelt að vera miðaldra að taka framtíðarákvarðanir Anna segir þetta sem eðlilega þróun með tilliti til þess að hver kynslóð boðar breytingar. „Það er í eðli ungra kynslóða að vera róttæk. Þess vegna hafa allar kynslóðir oft áhyggjur af því hvernig málin þróast þegar næsta kynslóð tekur við. Allar kynslóðir halda að allt hrynji þegar næsta kynslóð tekur við og líst ekkert á blikuna. Staðreyndin er samt sú að við reddum okkur alltaf. Hver kynslóð innleiðir sínar breytingar og þær kynslóðir sem munu taka við eru að fara að breyta mjög miklu.“ Vandinn segir Anna hins vegar vera þann að við erum enn of lítið að hlusta á ungt fólk og taka ákvarðanir sem byggja meira á þeirri framtíð sem þau eru líkleg til að móta. „Það er til dæmis mjög algengt að það sé verið að hanna hluti, til dæmis hús, þar sem ekki er haft samráð við unga fólkið né fólkið sem þar starfar á gólfinu. En húsið lítur kannski mjög vel út og er mjög smart. Húsið stendur til langrar framtíðar en sýnir fljótt að það er ekki að sinna þörfum eða kröfum þeirra sem málið varðar. Annars vegar fólkið sem starfar á gólfinu eða unga fólkið sem mun taka við stjórnartaumunum og gera hlutina öðruvísi.“ En hvað getum við þá gert til þess að undirbúa okkur betur undir komandi breytingar með yngri leiðtogum? „Það er eins og ég segi, alltaf að taka samtalið fyrst og fremst. Vera í samráði við unga fólkið. Tryggja að fjölbreytileikinn á vinnustöðum sé sem mestur því það eykur líkurnar á að samtalið eigi sér stað. Við þurfum að vera með fólk innanborðs af öllum kynjum, á ólíkum aldri, af ólíku bergi brotið og með ólíka reynslu og sýn.“ Þá segir Anna vinnustaði líka geta staðið fyrir alls kyns verkefnum til að átta sig betur á því hvað yngri kynslóðir eru líklegar til að segja. Til dæmis með því að vera með rýnihópaviðtöl og fleira um vörur, þjónustur, framtíð vinnustaða, gatnagerðar og svo framvegis. „Ég er ekki að segja að allt sem unga kynslóðin segir sé rétt. Við þurfum hins vegar að taka samtalið því það sama gildir um hvað okkur finnst sem eldri erum. Það sem við erum að segja er ekkert heldur alveg rétt. Því það er ekkert til sem heitir rétt eða rangt í þessu,“ segir Anna og ítrekar hversu mikilvægt samtal og samráð er á milli kynslóða. Anna minnir líka á dæmi sem eru vel þekkt í sögunni. Þar sem eldri kynslóðir eru að taka stórar ákvarðanir til framtíðar sem síðan ekki varð. „Fólk hefur alltaf svo mikla trú á eigin vöru. Eins og það sé það sem verður til framtíðar. En þá er gott að muna að einu sinni héldu framleiðendur að fólk myndi alltaf vilja vídeóspólur. Eða filmur í myndavélina eins og frægt er orðið með Kodakrisann sem síðan hvarf.“ „Persónulega finnst mér við öll þurfa að leggja meiri áherslu á félagsfærni í allri þjálfun. Ef ég væri til dæmis að stofna skóla í dag, myndi ég leggja áherslu á seiglu, félagsfærni og heilbrigt sjálfstraust allt skólastigið. Frá leikskóla og uppúr,“ segir Anna og bætir við: ,,Ekki að ég vilji varpa allri ábyrgð á skólana, íþróttir eða þjálfara og svo framvegis. Ég myndi þvert á móti vilja valdefla foreldra líka. Og starfsfólk á vinnustöðum.“ Í einu og öllu þurfum við að vera opnari fyrir því að við vitum ekki hvernig hlutirnir verða því það er fyrirséð að þær kynslóðir sem eru að fara að taka við, eru svo gjörólíkar þeim sem hafa stjórnað til þessa. Að segja setningar eins og Þetta hefur alltaf verið svona... á ekki lengur við. Við sem erum eldri skiljum ekki hvernig sextán ára hugsar. Og eigum því ekki að taka ákvarðanir um eitthvað sem er ætlað fyrir næstu kynslóðir að nota nema þá í samráði við unga fólkið sjálft. Því hvað veit miðaldra manneskja um það hvernig unga fólkið sér framtíðina fyrir sér?“ Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um hvað þarf til að undirbúa kynslóðaskipti á vinnustöðum með það að leiðarljósi að yngri leiðtogar séu undirbúnir og þegar þjálfaðir. Allt aðrar áherslur hjá næstu kynslóðum Anna er stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari með meistaragráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Anna er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og á hverju ári heldur hún að jafnaði 150-200 fyrirlestra. Anna segir fólk ósjálfrátt velja sér hópa sem eru frekar einsleitir. „Við veljum okkur oft vini sem eru með sambærilegar skoðanir og við sjálf, sambærileg áhugamál og svo framvegis. Það sama gerum við með ákvarðanatökur. Við tökum ákvarðanir sem byggja á því hvað okkur finnst sjálfum og gerum ráð fyrir því að það eigi alltaf við. Sem þýðir að við erum að taka ákvarðanir í of einsleitum hópum.“ Kynslóðirnar fjórar sem verið er að tala um miðast við eftirfarandi fæðingartímabil: Baby Boomers er fólk sem fætt er á tímabilinu 1946 til 1964. Kynslóð X er fólk fætt tímabilið 1965-1979. Aldamótakynslóðin er fædd 1980 til ársins 1994. Z kynslóðin er fólk sem fætt er 1995-2012. Af ofangreindum kynslóðum er það Z kynslóðin sem er líkleg til að innleiða mjög miklar breytingar. Ekki síst með tilliti til loftlagsbreytinga, tækniþróunar og fleira. Anna tekur dæmi um niðurstöður kannana erlendis frá sem bílaframleiðendur gerðu og hún kynntist í gegnum vinnu fyrir þá aðila. „Þeir voru að velta fyrir sér hvers vegna það væri samdráttur í bílakaupum og tóku því könnun, rýnihópaviðtöl og fleira og spurðu unga fólkið hvernig bíla það vildi. Það sem kom í ljós var að unga fólkið sagðist bara ekkert vilja neina bíla. Það sér ekki fyrir sér að kaupa sér bíl heldur frekar að fólk deili með sér notkun á bílum. Þarna er nefnilega að koma kynslóð sem sér framtíðina allt öðruvísi fyrir sér. Vill styttri vinnuviku. Ætlar að verja tímanum með fjölskyldunni. Ekki að kaupa stór hús og svo framvegis. Allt mun þetta hafa áhrif á það hvernig vinnustaðir framtíðarinnar verða mótaðir, vörur og hvað annað.“ Anna telur þá sem nú halda utan um stjórnartaumana ekkert endilega standa sig nógu vel í því að horfa til framtíðar. „Sú kynslóð sem er ríkjandi í stjórnendastöðum núna er fólk sem er af kynslóð X. Og er að taka ákvarðanir byggðar á því sem sú kynslóð þekkir. Þessi kynslóð er mjög sjálfstæð og sveigjanleg enda hefur hún gengið í gegnum hörku tíma. Þetta er kynslóðin sem spurði engra spurninga heldur fór bara að vinna.“ Til samanburðar við næstu kynslóðir segir Anna: Z kynslóðin er allt öðruvísi og hefur ekki farið í gegnum sömu tímana og eldri kynslóðir. Þetta er kynslóð þar sem kvíði hefur aukist, þunglyndi er að aukast og eitthvað sem við köllum skólaforðun er að sýna sig sem staðreynd. En þetta er líka kynslóð sem er mjög opin og skapandi. Og um leið kynslóð sem er líkleg til að velja mínimalistann í mun meira mæli en við þekkjum. Og borða öðruvísi til að passa upp á heiminn. Allt atriði sem okkur finnst bara vesen sem eldri erum. Eitt af einkennum Z kynslóðarinnar er viðkvæmni. Þetta er kynslóð sem vill hugsa um líðan og tilfinningar. Því þessi kynslóð er alin upp við mjög mikið áreiti. Til að mynda í kjölfar þess að samfélagsmiðlar urðu til. Áreitið sem Z kynslóðin elst upp við er áreiti sem dundi ekki á okkur sem eldri erum.“ Anna segir mikilvægt að vinnustaðir tryggi sér sem mestan fjölbreytileika. Með öllum kynjum, aldri, þjóðerni og svo framvegis. Því það auki líkurnar á að ákvarðanataka verði ekki of einsleit. Enda sé okkur öllum tamt að velja fólk í kringum okkur sem hefur sambærilegar skoðanir og við sjálf. Þá þurfi að huga meira að því að taka unga fólkið með í samtalið og samráð þegar kemur að stórum ákvörðun um eitthvað sem snertir framtíðina. Z kynslóðin sé hreinlega allt öðruvísi en eldri kynslóðir.Vísir/Vilhelm Úrelt að vera miðaldra að taka framtíðarákvarðanir Anna segir þetta sem eðlilega þróun með tilliti til þess að hver kynslóð boðar breytingar. „Það er í eðli ungra kynslóða að vera róttæk. Þess vegna hafa allar kynslóðir oft áhyggjur af því hvernig málin þróast þegar næsta kynslóð tekur við. Allar kynslóðir halda að allt hrynji þegar næsta kynslóð tekur við og líst ekkert á blikuna. Staðreyndin er samt sú að við reddum okkur alltaf. Hver kynslóð innleiðir sínar breytingar og þær kynslóðir sem munu taka við eru að fara að breyta mjög miklu.“ Vandinn segir Anna hins vegar vera þann að við erum enn of lítið að hlusta á ungt fólk og taka ákvarðanir sem byggja meira á þeirri framtíð sem þau eru líkleg til að móta. „Það er til dæmis mjög algengt að það sé verið að hanna hluti, til dæmis hús, þar sem ekki er haft samráð við unga fólkið né fólkið sem þar starfar á gólfinu. En húsið lítur kannski mjög vel út og er mjög smart. Húsið stendur til langrar framtíðar en sýnir fljótt að það er ekki að sinna þörfum eða kröfum þeirra sem málið varðar. Annars vegar fólkið sem starfar á gólfinu eða unga fólkið sem mun taka við stjórnartaumunum og gera hlutina öðruvísi.“ En hvað getum við þá gert til þess að undirbúa okkur betur undir komandi breytingar með yngri leiðtogum? „Það er eins og ég segi, alltaf að taka samtalið fyrst og fremst. Vera í samráði við unga fólkið. Tryggja að fjölbreytileikinn á vinnustöðum sé sem mestur því það eykur líkurnar á að samtalið eigi sér stað. Við þurfum að vera með fólk innanborðs af öllum kynjum, á ólíkum aldri, af ólíku bergi brotið og með ólíka reynslu og sýn.“ Þá segir Anna vinnustaði líka geta staðið fyrir alls kyns verkefnum til að átta sig betur á því hvað yngri kynslóðir eru líklegar til að segja. Til dæmis með því að vera með rýnihópaviðtöl og fleira um vörur, þjónustur, framtíð vinnustaða, gatnagerðar og svo framvegis. „Ég er ekki að segja að allt sem unga kynslóðin segir sé rétt. Við þurfum hins vegar að taka samtalið því það sama gildir um hvað okkur finnst sem eldri erum. Það sem við erum að segja er ekkert heldur alveg rétt. Því það er ekkert til sem heitir rétt eða rangt í þessu,“ segir Anna og ítrekar hversu mikilvægt samtal og samráð er á milli kynslóða. Anna minnir líka á dæmi sem eru vel þekkt í sögunni. Þar sem eldri kynslóðir eru að taka stórar ákvarðanir til framtíðar sem síðan ekki varð. „Fólk hefur alltaf svo mikla trú á eigin vöru. Eins og það sé það sem verður til framtíðar. En þá er gott að muna að einu sinni héldu framleiðendur að fólk myndi alltaf vilja vídeóspólur. Eða filmur í myndavélina eins og frægt er orðið með Kodakrisann sem síðan hvarf.“ „Persónulega finnst mér við öll þurfa að leggja meiri áherslu á félagsfærni í allri þjálfun. Ef ég væri til dæmis að stofna skóla í dag, myndi ég leggja áherslu á seiglu, félagsfærni og heilbrigt sjálfstraust allt skólastigið. Frá leikskóla og uppúr,“ segir Anna og bætir við: ,,Ekki að ég vilji varpa allri ábyrgð á skólana, íþróttir eða þjálfara og svo framvegis. Ég myndi þvert á móti vilja valdefla foreldra líka. Og starfsfólk á vinnustöðum.“ Í einu og öllu þurfum við að vera opnari fyrir því að við vitum ekki hvernig hlutirnir verða því það er fyrirséð að þær kynslóðir sem eru að fara að taka við, eru svo gjörólíkar þeim sem hafa stjórnað til þessa. Að segja setningar eins og Þetta hefur alltaf verið svona... á ekki lengur við. Við sem erum eldri skiljum ekki hvernig sextán ára hugsar. Og eigum því ekki að taka ákvarðanir um eitthvað sem er ætlað fyrir næstu kynslóðir að nota nema þá í samráði við unga fólkið sjálft. Því hvað veit miðaldra manneskja um það hvernig unga fólkið sér framtíðina fyrir sér?“
Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00 Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00
40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst? „Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn. 4. október 2022 07:00
Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru? „Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 28. október 2022 07:00
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01