Dómstóllinn meti að ekki stafi svo mikil hætta af mönnunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2022 07:00 Hrannar Már Hafberg var formaður Rannsóknarnefndar Alþingis vegna falls sparisjóðanna. Nefndin skilaði skýrslu árið 2014. Vísir/GVA Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur. Þetta kemur meðal annarra upplýsinga fram í ákæru héraðssaksóknara fyrir meint brot sem fréttastofa hefur undir höndum. Á þriðjudag felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum úr gildi og eru þeir því frjálsir ferða sinna í bili. Í úrskurðinum er annars vegar vísað til ítarlegrar matsgerðar og hins vegar þess að ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Geðlæknir var dómkvaddur og skilaði matsgerð þess efnis að á samræðum og gögnum verði ekki séð að geðrænt heilrigði mannana sé þannig að hætta stafi af fyrir þá, aðra eða hóp fólks. Hrannar Már Hafberg er lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri. Lögregla hefur mikið rætt um þetta mál og taldi mennina hættulega en nú eru þeir lausir úr haldi þar sem matsmaður telur hættu ekki stafa af þeim, hvernig fer þetta saman? „Vissulega eru þeir grunaðir um mjög alvarlegan glæp. Þeir eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka en það verður líka að hafa í huga að þeir eru búnir að sitja mjög lengi í gæsluvarðhaldi og það er ákveðið þak á því hversu lengi menn mega sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Hrannar. Gæsluvarðhald geti verið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og almannahagsmuna. Þegar farið sé fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þurfi dómarar að horfa til atriða er varða sakborninginn sjálfan. Það hafi einmitt verið gert í úrskurði Landsréttar. „Einkum og sérstaklega í ljósi mat sérfræðings, sem fenginn er til að meta hvort aðstæður þessara manna eða persónuleiki gefi til kynna að þeir séu hugsanlega hættulegir öðrum, þá er það mat þessa sérfræðings að svo sé ekki. Auðvitað kann það mat að horfa með öðrum hætti enda eru önnur sjónarmið höfð undir í löggæslu og skiljanlegt að lögregla hafi ákveðin verndarsjónarmið til grundvallar. En þegar komið er svo langt fram í málinu og menn búnir að sæta gæsluvarðhaldi lengi, líklegast verið sviptir öllum tólum og tækjum sem hugsanlega fundust við rannsókn og eftir spjall og viðræður við mennina, þá er það heildarmat dómstólsins að það stafi þá ekki það mikil hætta af þeim í ljósi allra gagna málsins.“ Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00 Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25 Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur. Þetta kemur meðal annarra upplýsinga fram í ákæru héraðssaksóknara fyrir meint brot sem fréttastofa hefur undir höndum. Á þriðjudag felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum úr gildi og eru þeir því frjálsir ferða sinna í bili. Í úrskurðinum er annars vegar vísað til ítarlegrar matsgerðar og hins vegar þess að ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Geðlæknir var dómkvaddur og skilaði matsgerð þess efnis að á samræðum og gögnum verði ekki séð að geðrænt heilrigði mannana sé þannig að hætta stafi af fyrir þá, aðra eða hóp fólks. Hrannar Már Hafberg er lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri. Lögregla hefur mikið rætt um þetta mál og taldi mennina hættulega en nú eru þeir lausir úr haldi þar sem matsmaður telur hættu ekki stafa af þeim, hvernig fer þetta saman? „Vissulega eru þeir grunaðir um mjög alvarlegan glæp. Þeir eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka en það verður líka að hafa í huga að þeir eru búnir að sitja mjög lengi í gæsluvarðhaldi og það er ákveðið þak á því hversu lengi menn mega sitja í gæsluvarðhaldi,“ segir Hrannar. Gæsluvarðhald geti verið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og almannahagsmuna. Þegar farið sé fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þurfi dómarar að horfa til atriða er varða sakborninginn sjálfan. Það hafi einmitt verið gert í úrskurði Landsréttar. „Einkum og sérstaklega í ljósi mat sérfræðings, sem fenginn er til að meta hvort aðstæður þessara manna eða persónuleiki gefi til kynna að þeir séu hugsanlega hættulegir öðrum, þá er það mat þessa sérfræðings að svo sé ekki. Auðvitað kann það mat að horfa með öðrum hætti enda eru önnur sjónarmið höfð undir í löggæslu og skiljanlegt að lögregla hafi ákveðin verndarsjónarmið til grundvallar. En þegar komið er svo langt fram í málinu og menn búnir að sæta gæsluvarðhaldi lengi, líklegast verið sviptir öllum tólum og tækjum sem hugsanlega fundust við rannsókn og eftir spjall og viðræður við mennina, þá er það heildarmat dómstólsins að það stafi þá ekki það mikil hætta af þeim í ljósi allra gagna málsins.“
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00 Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25 Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. 14. desember 2022 15:00
Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi. 13. desember 2022 23:25
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05