Sendi stúlku undir lögaldri kynferðisleg skilaboð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 13:43 Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. vísir/getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa sent stúlku undir 15 ára aldri fimm gróf og kynferðisleg smáskilaboð á einum sólarhring og „áreitt hana með kynferðislegu orðbragði sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar,“ líkt og segir í ákæru. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa sent umrædd skilaboð. Stúlkan og maðurinn kynntust í gegnum Snapchat og voru eftir það í samskiptum í gegnum forritið og í gegnum SMS-skilaboð. Mat dómurinn það svo að orðalagið í skilaboðum mannsins hefði verið meiðandi í ljósi aðstæðna og ítrekað. Þá var ekki talið sannað að maðurinn hefði vitað að stúlkan væri undir 15 ára aldri. Hins vegar segir í dómnum að það verði að „meta ákærða það til gáleysis að hafa ekki gengið úr skugga um aldur brotaþola.“ Sem fyrr segir þótti hæfileg refsing vera skilorðsbundið tveggja ára fangelsi. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi ekki hlotið refsidóm áður. Þá leit dómurinn einnig til þess að rannsókn málsins dróst nokkuð á langinn en tæpir átta mánuðir liðu frá því að málið var sent til héraðssaksóknara og þar til ákæra var gefin út. Hins vegar var það talið til refsiþyngingar að maðurinn braut gegn ungri stúlku og misnotaði aðstæður sínar, þar með talið þroska-og aldursmun þeirra, og traust stúlkunnar án þess að skeyta um afleiðingar þess fyrir hana. Auk þess er manninum gert að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira