Spilavítishugmyndinni kastað fram en ekki skoðuð nánar Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2022 14:00 Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri HHÍ. Hugmynd HHÍ um að setja á laggirnar spilavíti hér á landi var einungis pæling sem kastað var fram við gerð tillaga um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti. Forstjóri HHÍ segir að stjórnvöld þurfi að breyta reglugerðum um fjárhættuspil á netinu ef bregðast á við tekjutapi og leggja upp úr heilbrigðari spilun. Vísir fjallaði um helgina um grein sem birtist á vef Times Higher Education um starfshóp dómsmálaráðuneytisins sem gera átti tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum varðandi happdrætti. Í umfjöllun miðilsins var tekið fram að HHÍ hafi lagt til við starfshóp á vegum dómsmálaráðuneytisins að fá að reka spilavíti á Íslandi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, að það sé ekki rétt að félagið hafi óskað eftir því, heldur einungis hafi HHÍ velt því fyrir sér á fyrri stigum starfsemi starfshópsins til að velta öllum steinum. „Hugsunin með spilavíti var sú að ef stjórnvöld hefðu hug á að heimila frekari útvíkkun á happdrættislöggjöfinni, til dæmis með spilavíti, væri núverandi sérleyfishöfum gefinn kostur á að taka þátt til að tryggja að ágóðinn af slíkri starfsemi rynni til samfélagslegra mikilvægra verkefna en ekki til einkarekinna fyrirtækja,“ segir í svari Bryndísar. Ein af fjölmörgum hugmyndum Hugmyndin var ein af fjölmörgum sem HHÍ setti fram en var ekki tekin til umfjöllunar og er ekki í endanlegum tillögum sem sendar voru til dómsmálaráðherra. Bryndís bendir á að þrátt fyrir að netspil séu bönnuð á Íslandi hafi ólöglegar erlendar netspilunarsíður starfað hér um langt skeið án afskipta stjórnvalda. Fyrirtækin starfa án lagaheimilda, ekkert eftirlit er með þeim og greiða þau hvorki skatta né gjöld hér á landi. „Íslensk stjórnvöld hafa sýnt andvaraleysi með því að aðhafast ekkert til að sporna gegn þessari erlendu ólöglegu netspilun og má færa rök fyrir því að athafnaleysi þeirra sé mesta hættan gagnvart íslenska happdrættismarkaðinum, hvort sem litið er til neytendaverndar eða tekjuöflunar íslensku happdrættisfyrirtækjanna,“ segir í svari Bryndísar. Nágrannarnir mættu vera fyrirmyndir Að mati HHÍ ættu stjórnvöld að líta til nágrannalanda okkar þegar kemur að fjárhættuspilamarkaði. Bryndís segir að það sé skynsamleg leið að stjórnvöld heimili íslensku sérleyfishöfunum að bjóða sín spil á netinu og kveðið verði á með hvaða hætti það gæti orðið. Danir hafa leyft netspil frá árinu 2012, Norðmenn frá árinu 2015 og Svíar frá 2019. Rætt hefur verið reglulega um innleiðingu svokallaðra spilakorta. Markmið þeirra er að draga úr spilafíkn og spilavanda en á sama tíma stuðla að heilbrigðari spilahegðun. Kortin leysa þó ekki allan vanda varðandi fíkn og eru gerð til að lágmarka skaða þeirra sem eiga við vanda að etja. „Samhliða upptöku spilakorta er mikilvægt að komið verði í veg fyrir starfsemi ólöglegu netspilunarsíðnanna sem starfræktar eru hér á landi. Það yrði til lítils ef ráðist yrði í upptöku spilakorta án fullnægjandi hindrana fyrir ólöglegu netspilunarsíðurnar því spilarar myndu einfaldlega færa sig þangað yfir. Þessi fyrirtæki starfa ólöglega hér á landi, þau leggja ekkert af mörkum til samfélagslega mikilvægra verkefna né til rannsókna á spilavanda eða spilafíkn og til að bæta gráu ofan á svart þá virðast þau ekkert leggja upp úr heilbrigðari spilun eða ábyrgari spilun í starfsemi sinni,“ segir Bryndís. Fíkn Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8. október 2021 16:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Vísir fjallaði um helgina um grein sem birtist á vef Times Higher Education um starfshóp dómsmálaráðuneytisins sem gera átti tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum varðandi happdrætti. Í umfjöllun miðilsins var tekið fram að HHÍ hafi lagt til við starfshóp á vegum dómsmálaráðuneytisins að fá að reka spilavíti á Íslandi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, að það sé ekki rétt að félagið hafi óskað eftir því, heldur einungis hafi HHÍ velt því fyrir sér á fyrri stigum starfsemi starfshópsins til að velta öllum steinum. „Hugsunin með spilavíti var sú að ef stjórnvöld hefðu hug á að heimila frekari útvíkkun á happdrættislöggjöfinni, til dæmis með spilavíti, væri núverandi sérleyfishöfum gefinn kostur á að taka þátt til að tryggja að ágóðinn af slíkri starfsemi rynni til samfélagslegra mikilvægra verkefna en ekki til einkarekinna fyrirtækja,“ segir í svari Bryndísar. Ein af fjölmörgum hugmyndum Hugmyndin var ein af fjölmörgum sem HHÍ setti fram en var ekki tekin til umfjöllunar og er ekki í endanlegum tillögum sem sendar voru til dómsmálaráðherra. Bryndís bendir á að þrátt fyrir að netspil séu bönnuð á Íslandi hafi ólöglegar erlendar netspilunarsíður starfað hér um langt skeið án afskipta stjórnvalda. Fyrirtækin starfa án lagaheimilda, ekkert eftirlit er með þeim og greiða þau hvorki skatta né gjöld hér á landi. „Íslensk stjórnvöld hafa sýnt andvaraleysi með því að aðhafast ekkert til að sporna gegn þessari erlendu ólöglegu netspilun og má færa rök fyrir því að athafnaleysi þeirra sé mesta hættan gagnvart íslenska happdrættismarkaðinum, hvort sem litið er til neytendaverndar eða tekjuöflunar íslensku happdrættisfyrirtækjanna,“ segir í svari Bryndísar. Nágrannarnir mættu vera fyrirmyndir Að mati HHÍ ættu stjórnvöld að líta til nágrannalanda okkar þegar kemur að fjárhættuspilamarkaði. Bryndís segir að það sé skynsamleg leið að stjórnvöld heimili íslensku sérleyfishöfunum að bjóða sín spil á netinu og kveðið verði á með hvaða hætti það gæti orðið. Danir hafa leyft netspil frá árinu 2012, Norðmenn frá árinu 2015 og Svíar frá 2019. Rætt hefur verið reglulega um innleiðingu svokallaðra spilakorta. Markmið þeirra er að draga úr spilafíkn og spilavanda en á sama tíma stuðla að heilbrigðari spilahegðun. Kortin leysa þó ekki allan vanda varðandi fíkn og eru gerð til að lágmarka skaða þeirra sem eiga við vanda að etja. „Samhliða upptöku spilakorta er mikilvægt að komið verði í veg fyrir starfsemi ólöglegu netspilunarsíðnanna sem starfræktar eru hér á landi. Það yrði til lítils ef ráðist yrði í upptöku spilakorta án fullnægjandi hindrana fyrir ólöglegu netspilunarsíðurnar því spilarar myndu einfaldlega færa sig þangað yfir. Þessi fyrirtæki starfa ólöglega hér á landi, þau leggja ekkert af mörkum til samfélagslega mikilvægra verkefna né til rannsókna á spilavanda eða spilafíkn og til að bæta gráu ofan á svart þá virðast þau ekkert leggja upp úr heilbrigðari spilun eða ábyrgari spilun í starfsemi sinni,“ segir Bryndís.
Fíkn Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8. október 2021 16:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. 8. október 2021 16:20