Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 14:37 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gæddi sér á vöfflu eftir að kjarasamningar voru innsiglaðir af sérstakri nautn eftir langa og stranga lotu undanfarna sólarhringa. Vísir/Vilhelm Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01