Hugleiðing um Kristna trú og menningu Árni Már Jensson skrifar 8. desember 2022 14:30 Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar