Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 13:57 Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Egill Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar. Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni
Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira