Afreksstefnuleysi stjórnvalda Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. desember 2022 10:30 Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en 1. júní í ár. Þar sem ekkert bólaði á stefnunni í sumar spurði ég Ásmund Einar Daðason ráðherra íþróttamála um málið í skriflegri fyrirspurn 29. september. Svarið barst 28. nóvember, heilum tveimur mánuðum síðar. Þar segir ráðherra að það sé ekki stjórnvalda að setja stefnu fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, það sé hlutverk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þannig ætlar ráðherrann að koma sér frá ábyrgð sinni á skortinum á opinberri stefnumótun og fjármögnun afreksíþrótta – og koma sér hjá því að fara að vilja Alþingis sem samþykkti tillögu mína einróma. Svo er það nú þannig að tillagan mín fól í sér gerð stefnu í samvinnu við íþróttahreyfinguna. Það var líka samhljómur meðal þeirra umsagna sem bárust við, m.a. frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og UMFÍ, um að mikilvægt væri að frekari stefnumótun stjórnvalda færi heim og saman við þær áherslur sem íþróttahreyfingin setti fram á Íþróttaþingi ÍSÍ. Jafnframt var bent á íþróttastefnu ríkisins (!) frá maí 2019 sem fæli í sér mikla samvinnu og samráð innan íþróttahreyfingarinnar. Auðvitað er það svo bara einskær tilviljun að á sama tíma og ég spurði ráðherra um afdrif málsins, lagði hann fram tillögu í ríkisstjórninni um skipun starfshóps með fulltrúum þriggja ráðuneyta, íþróttahreyfingarinnar og annarra sem eiga hagsmuna að gæta til að gera tillögur um úrbætur á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að koma stuðningi við afreksíþróttafólk í fremstu röð. Sannarlega er aðalmálið hér að með samþykkt tillögunnar minnar virðist Alþingi hafa tekist að hrista svo upp í stjórnvöldum að vonast má til að almennileg, tímasett og fjármögnuð afreksstefna í íþróttum verði loks að veruleika eftir langa og stranga baráttu afreksíþróttafólksins okkar. En mikið er þetta hallærisleg afgreiðsla hjá ráðherranum. Svo hallærisleg að það er eiginlega afrek í sjálfu sér. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Alþingi ÍSÍ Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Vorið 2021 samþykkti Alþingi tillögu mína um að mótuð yrði stefna fyrir afreksfólk í íþróttum, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sveitarfélög landsins. Sömuleiðis átti að tryggja fjárhagslegan stuðning við afreksfólk. Þessa stefnu átti ráðherra að leggja fram á þingi eigi síðar en 1. júní í ár. Þar sem ekkert bólaði á stefnunni í sumar spurði ég Ásmund Einar Daðason ráðherra íþróttamála um málið í skriflegri fyrirspurn 29. september. Svarið barst 28. nóvember, heilum tveimur mánuðum síðar. Þar segir ráðherra að það sé ekki stjórnvalda að setja stefnu fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, það sé hlutverk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þannig ætlar ráðherrann að koma sér frá ábyrgð sinni á skortinum á opinberri stefnumótun og fjármögnun afreksíþrótta – og koma sér hjá því að fara að vilja Alþingis sem samþykkti tillögu mína einróma. Svo er það nú þannig að tillagan mín fól í sér gerð stefnu í samvinnu við íþróttahreyfinguna. Það var líka samhljómur meðal þeirra umsagna sem bárust við, m.a. frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og UMFÍ, um að mikilvægt væri að frekari stefnumótun stjórnvalda færi heim og saman við þær áherslur sem íþróttahreyfingin setti fram á Íþróttaþingi ÍSÍ. Jafnframt var bent á íþróttastefnu ríkisins (!) frá maí 2019 sem fæli í sér mikla samvinnu og samráð innan íþróttahreyfingarinnar. Auðvitað er það svo bara einskær tilviljun að á sama tíma og ég spurði ráðherra um afdrif málsins, lagði hann fram tillögu í ríkisstjórninni um skipun starfshóps með fulltrúum þriggja ráðuneyta, íþróttahreyfingarinnar og annarra sem eiga hagsmuna að gæta til að gera tillögur um úrbætur á fyrirkomulagi, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að koma stuðningi við afreksíþróttafólk í fremstu röð. Sannarlega er aðalmálið hér að með samþykkt tillögunnar minnar virðist Alþingi hafa tekist að hrista svo upp í stjórnvöldum að vonast má til að almennileg, tímasett og fjármögnuð afreksstefna í íþróttum verði loks að veruleika eftir langa og stranga baráttu afreksíþróttafólksins okkar. En mikið er þetta hallærisleg afgreiðsla hjá ráðherranum. Svo hallærisleg að það er eiginlega afrek í sjálfu sér. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun