Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 09:35 Leikskólabörn hafa verið reglulegir gestir í Ráðhúsi Reykjavíkur undanfarin ár. Bæði á skemmtunum en líka til í baráttu með foreldrum sínum fyrir plássi og betri kjörum leikskólakennara. Vísir/Vilhelm „Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“ Þetta segir í bréfi sem leikskólastjórar í Reykjavík sendu á borgarfulltrúa og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar 10. nóvember síðastliðinn. Í bréfinu eru gerðar verulegar athugasemdir við fregnir þess efnis að leikskólarnir í Reykjavík séu ofmannaðir sem nemur 75 starfsmönnum. Þá segir í bréfinu að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna og hlutfall fjárframlags borgarinnar til skóla- og frístundasviðs gagnrýnt. „Við hvetjum borgarstjórn til að sigla á önnur mið í sparnaðaraðgerðum. Það er sorglegt að enn og aftur er ráðist á grunnstoðirnar,“ segir í bréfinu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að óánægja leikskólastjóra í Reykjavík sé svo mikil að aðeins örfáir af 68 leikskólastjórum hafi mætt á samkomu sem skóla- og frístundasvið efndi til fyrir stjórnendur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva og félagsheimila til að þakka fyrir framgöngu þeirra í kórónuveirufaraldrinum. Flýja úr leikskólanum yfir í grunnskólann Í bréfinu segjast leikskólastjórnendur hafna þeirri skýringu borgarstjórnar að ofmönnun sé í leikskólunum vegna Covid-19. Í hagræðingaráætlun komi fram að segja þurfi þessum starfsmönnum upp en fyrir liggi að kennurum innan leikskólana hafi fækkað og séu um 20 prósent starfsmanna en 30 prósent áður. Þá hafi ekki tekist að manna allar stjórnendastöður. „Þetta misserið hafa óvenju margir leikskólastjórnendur óskað eftir starfslokasamningum, einnig hafa of margir leikskólastjórnendur sagt upp störfum þar sem þeir telja sig ekki lengur geta unnið við þær aðstæður sem starfseminni og þeim sjálfum er boðið upp á,“ segir í bréfinu. „Þannig að launakostnaður leikskólans ætti að lækka hratt.“ Þá er bent á að nú sé aðeins gefið út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara og vinnuaðstæður á leikskólunum standist ekki samanburð við vinnuaðstæður á öðrum skólastigum. Leikskólakennarar hafi valið að færa sig yfir í grunnskólann, þar sem starfsaðstæður séu betri og meiri virðing borin fyrir störfum þeirra. Leikskólastjórar gagnrýna harðlega að skóla- og frístundasvið og yfirstjórn þess fái úthlutað einum tíunda af þeirri fjárhæð sem rennur til leikskólanna, um 1,5 milljarði króna. Þar hafi engar kröfur verið uppi um uppsagnir en starfsmenn sviðsins séu 72. Í fjárhagsáætlun komi fram að kostnaður vegna ráðs og yfirstjórnar sé 1,3 milljarðar króna en miðlægir liðir 200 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur 68 milljarða. Af þessari fjárhæð er 68 borgarreknum leikskólum, þar af eru þrír sameinaðir grunnskólum og frístundaheimilum, úthlutað 17 milljörðum, eða 25% af heildarfjármagni málaflokksins. Það eru 2.000 starfsmenn á leikskólum Reykjavíkur.“ Skólastjórnendur segja ráðhúsið skorta skilning á málefnum leikskólanna. „Vandi leikskólanna er því mikill“ Leikskólastjórar segja fjárhagslíkanið fyrir leikskólana lögnu úrelt og grunnstöðugildi hafi ekki verið fjármögnuð í tvö ár. Sérkennslan sé verulega vanfjármögnuð og launaáætlun leikskólans sömuleiðis. Einn milljarð vanti inn í fjárhagslíkan leikskólans miðað við hóflegan rekstur. Í bréfinu segir einnig að um 10 prósent af leikskólahúsnæðinu í borginni hafi verið lokað vegna viðhaldsleysis og heilsuspillandi aðstæðna. Þá hafi leikskólar verið fluttir úr einu heilsuspillandi húsnæði í annað. Húsnæði sem ekki var talið boðlegt fullorðnum hafi þótt boðlegt fyrir börn og starfsmenn leikskóla. „Vandi leikskólanna er því mikill. Þetta ástand er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að viðverutími barna er hvað lengstur á því skólastigi, þau dvelja þar allt árið um kring fyrir utan fjórar vikur, þegar skólinn er lokaður að sumri.“ Því hefði mátt vænta að leikskólinn yrði látinn ganga fyrir í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs, segir í bréfinu, en svo sé ekki. Þar virðist því miður ekki ríkja skilningur á mikilvægi málaflokksins. „Allar rannsóknir sem snúa að uppeldisskilyrðum barna sýna okkur hversu mikilvægt er að hlúa vel að fyrsta æviskeiði barna og það mun skila sér inn í framtíðina.“ Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Þetta segir í bréfi sem leikskólastjórar í Reykjavík sendu á borgarfulltrúa og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar 10. nóvember síðastliðinn. Í bréfinu eru gerðar verulegar athugasemdir við fregnir þess efnis að leikskólarnir í Reykjavík séu ofmannaðir sem nemur 75 starfsmönnum. Þá segir í bréfinu að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna og hlutfall fjárframlags borgarinnar til skóla- og frístundasviðs gagnrýnt. „Við hvetjum borgarstjórn til að sigla á önnur mið í sparnaðaraðgerðum. Það er sorglegt að enn og aftur er ráðist á grunnstoðirnar,“ segir í bréfinu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að óánægja leikskólastjóra í Reykjavík sé svo mikil að aðeins örfáir af 68 leikskólastjórum hafi mætt á samkomu sem skóla- og frístundasvið efndi til fyrir stjórnendur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva og félagsheimila til að þakka fyrir framgöngu þeirra í kórónuveirufaraldrinum. Flýja úr leikskólanum yfir í grunnskólann Í bréfinu segjast leikskólastjórnendur hafna þeirri skýringu borgarstjórnar að ofmönnun sé í leikskólunum vegna Covid-19. Í hagræðingaráætlun komi fram að segja þurfi þessum starfsmönnum upp en fyrir liggi að kennurum innan leikskólana hafi fækkað og séu um 20 prósent starfsmanna en 30 prósent áður. Þá hafi ekki tekist að manna allar stjórnendastöður. „Þetta misserið hafa óvenju margir leikskólastjórnendur óskað eftir starfslokasamningum, einnig hafa of margir leikskólastjórnendur sagt upp störfum þar sem þeir telja sig ekki lengur geta unnið við þær aðstæður sem starfseminni og þeim sjálfum er boðið upp á,“ segir í bréfinu. „Þannig að launakostnaður leikskólans ætti að lækka hratt.“ Þá er bent á að nú sé aðeins gefið út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara og vinnuaðstæður á leikskólunum standist ekki samanburð við vinnuaðstæður á öðrum skólastigum. Leikskólakennarar hafi valið að færa sig yfir í grunnskólann, þar sem starfsaðstæður séu betri og meiri virðing borin fyrir störfum þeirra. Leikskólastjórar gagnrýna harðlega að skóla- og frístundasvið og yfirstjórn þess fái úthlutað einum tíunda af þeirri fjárhæð sem rennur til leikskólanna, um 1,5 milljarði króna. Þar hafi engar kröfur verið uppi um uppsagnir en starfsmenn sviðsins séu 72. Í fjárhagsáætlun komi fram að kostnaður vegna ráðs og yfirstjórnar sé 1,3 milljarðar króna en miðlægir liðir 200 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur 68 milljarða. Af þessari fjárhæð er 68 borgarreknum leikskólum, þar af eru þrír sameinaðir grunnskólum og frístundaheimilum, úthlutað 17 milljörðum, eða 25% af heildarfjármagni málaflokksins. Það eru 2.000 starfsmenn á leikskólum Reykjavíkur.“ Skólastjórnendur segja ráðhúsið skorta skilning á málefnum leikskólanna. „Vandi leikskólanna er því mikill“ Leikskólastjórar segja fjárhagslíkanið fyrir leikskólana lögnu úrelt og grunnstöðugildi hafi ekki verið fjármögnuð í tvö ár. Sérkennslan sé verulega vanfjármögnuð og launaáætlun leikskólans sömuleiðis. Einn milljarð vanti inn í fjárhagslíkan leikskólans miðað við hóflegan rekstur. Í bréfinu segir einnig að um 10 prósent af leikskólahúsnæðinu í borginni hafi verið lokað vegna viðhaldsleysis og heilsuspillandi aðstæðna. Þá hafi leikskólar verið fluttir úr einu heilsuspillandi húsnæði í annað. Húsnæði sem ekki var talið boðlegt fullorðnum hafi þótt boðlegt fyrir börn og starfsmenn leikskóla. „Vandi leikskólanna er því mikill. Þetta ástand er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að viðverutími barna er hvað lengstur á því skólastigi, þau dvelja þar allt árið um kring fyrir utan fjórar vikur, þegar skólinn er lokaður að sumri.“ Því hefði mátt vænta að leikskólinn yrði látinn ganga fyrir í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs, segir í bréfinu, en svo sé ekki. Þar virðist því miður ekki ríkja skilningur á mikilvægi málaflokksins. „Allar rannsóknir sem snúa að uppeldisskilyrðum barna sýna okkur hversu mikilvægt er að hlúa vel að fyrsta æviskeiði barna og það mun skila sér inn í framtíðina.“
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira