Kláfur sé fyrst og fremst aðgengismál Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. desember 2022 21:01 Einar segir að einungis sé verið að skoða málin. Engin ákvörðun hafi verið tekin. Arnar Halldórsson Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“ Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“
Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira