Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 11:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira