Bein útsending: Mannréttindavarsla á viðsjárverðum tímum – Hlutverk Evrópuráðsins til framtíðar Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 11:30 Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til 13:15. HÍ Ísland tók við forystu í Evrópuráðinu fyrr í mánuðinum og af því tilefni stendur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fundi í samstarfi við utanríkisráðuneytið um framtíðarhlutverk Evrópuráðsins. Yfirskrift fundarins er „Mannréttindavarsla á viðsjárverðum tímum: Hlutverk Evrópuráðsins til framtíðar". Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilara að neðan, en hann hefst klukkan 12 og stendur til 13:15. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja opnunarávarp en aðalerindi fundarins flytur Marija Pejčinović Burić, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Að loknu erindi hennar verða pallborðsumræður. „Bakslag hefur orðið í framþróun mannréttinda í Evrópu og aukning á hatursorðræðu, hatursglæpum og upplýsingaóreiðu hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þetta kallar á að aukin áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir mismunun gagnvart viðkvæmum hópum til að tryggja lýðræðisleg evrópsk samfélög án aðgreiningar. Algildi mannréttinda er í auknum mæli dregin í efa sem stofnar þeim meginreglum og stöðlum sem sameinað hafa Evrópu undanfarna sjö áratugi í hættu. Árás Rússa á Úkraínu sýnir að stríð og grimmd tilheyra ekki aðeins fjarlægri fortíð Evrópu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að ríki Evrópu standi vörð um lýðræðismenningu okkar, stöðugleika og öryggi. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Evrópuráðinu og því er við hæfi að skoða hvernig Evrópuráðið hefur stuðlað að vernd mannréttinda og lýðræðis í Evrópu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla Evrópuráðið svo evrópsk ríki séu tilbúin til að takast á við þær margvíslegu áskoranir sem framundan eru,“ segir í tilkynningunni. Dagskrá Opnunarorð Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Opnunarerindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Aðalávarp Marija Pejčinović Burić, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins Pallborðsumræður Bjarni Jónsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður utanríkismálanefndar, Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir, sérlegur ráðgjafi kvennréttindafélags Íslands, Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakan 78 og Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og meðlimur í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mannréttindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Yfirskrift fundarins er „Mannréttindavarsla á viðsjárverðum tímum: Hlutverk Evrópuráðsins til framtíðar". Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilara að neðan, en hann hefst klukkan 12 og stendur til 13:15. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja opnunarávarp en aðalerindi fundarins flytur Marija Pejčinović Burić, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Að loknu erindi hennar verða pallborðsumræður. „Bakslag hefur orðið í framþróun mannréttinda í Evrópu og aukning á hatursorðræðu, hatursglæpum og upplýsingaóreiðu hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þetta kallar á að aukin áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir mismunun gagnvart viðkvæmum hópum til að tryggja lýðræðisleg evrópsk samfélög án aðgreiningar. Algildi mannréttinda er í auknum mæli dregin í efa sem stofnar þeim meginreglum og stöðlum sem sameinað hafa Evrópu undanfarna sjö áratugi í hættu. Árás Rússa á Úkraínu sýnir að stríð og grimmd tilheyra ekki aðeins fjarlægri fortíð Evrópu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að ríki Evrópu standi vörð um lýðræðismenningu okkar, stöðugleika og öryggi. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Evrópuráðinu og því er við hæfi að skoða hvernig Evrópuráðið hefur stuðlað að vernd mannréttinda og lýðræðis í Evrópu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla Evrópuráðið svo evrópsk ríki séu tilbúin til að takast á við þær margvíslegu áskoranir sem framundan eru,“ segir í tilkynningunni. Dagskrá Opnunarorð Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Opnunarerindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Aðalávarp Marija Pejčinović Burić, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins Pallborðsumræður Bjarni Jónsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður utanríkismálanefndar, Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir, sérlegur ráðgjafi kvennréttindafélags Íslands, Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakan 78 og Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og meðlimur í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mannréttindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira